Lindin - 01.04.1989, Page 8
LINDIN
Sumarið 1929 markaði þáttaskil í sögu sumarstarfsins í Vatnaskógi. Þann 26. júní það ár lagði
flokkur 18 pilta af stað upp í Vatnaskóg til viku dvalar. Síðasta kvöld dvalarinnar, veizlukvöld-
ið, lýsti sr. Friðrik hugmyndum sínum um skála sem rísa mundi í Lindarrjóðri. Skömmu eftir
að heim var komið fóru tveir þeirra sem í flokknum höfðu verið til sr. Friðriks og báðu hann
að kalla flokkinn saman á ný í því skyni að byggja skála svo sem hann hafði lýst. Stuttu seinna,
17. júlí 1929, kom þessi flokkur saman á ný og hóf að safna til skálabyggingar.
Hinn 3. september 1929 var fyrsti eiginlegi Skógarmannafundurinn haldinn. Á hann var boð-
ið öllum þeim sem dvalið höfðu í Lindarrjóðri. Ákveðið var að halda slíka fundi mánaðarlega.
Tilgangur þeirra var tvíþættur, annars vegar að safna til skálagbyggingarinnar og hins vegar að
halda hópnum saman og viðhalda þeim áhrifum sem drengirnir höfðu orðið fyrir í Vatnaskógi.
Skógarmannaflokkurinn var síðan formlega stofnaður á fundi þann 5. febrúar 1930.
Á þessum 60 árum hefur mikil uppbygging átt sér stað í Vatnaskógi. Skálinn var fullgerður
1943 og síðan þá hafa margar byggingar risið í Vatnaskógi. Á hverju sumri dvelja þar nú mörg
hundruð drengir.
8