Lindin

Volume

Lindin - 01.04.1989, Page 9

Lindin - 01.04.1989, Page 9
LINDIN n 60 ára 1. Ljómandi Lindarrjóður, loks fæ ég þig að sjá. Vorið með vildargróður veita hér unað má. Kór: Hér á ég heima hér bezt ég næ, djarflega' að dreyma dýrð Guðs sí og æ. Gott er að gleyma glaumnum í bæ, Guðs náðar geyma gnótt, sem hér ég fæ. 2. Lind mín með löginn tæra, lifandi bunan þín, svölun mér fljótt mun færa fegin er sála mín. 3. Einatt með öldu niði Eyrarvatn fróar mér. Lofsöng i laufakliði ljúft þá að eyrum ber. 4. Æskan á einnig hljóma, iðandi kæti' og fjör. Augu sem lýsa' og ljóma, leikandi bros á vör. Friðrik Friðriksson. í tilefni af 60 ára afmæli Skógarmanna verður opið hús í Skóginum um verslunarmannahelg- ina. Gefst þar gott tækifæri til þess að rifja upp gamlar minningar. Staðurinn hefur tekið mikl- um breytingum og því margt að skoða. Hægt verður að tjalda á afmörkuðum svæðum, en auk þess verður boðið upp á gistingu inni á meðan húsrúm leyfir. Þá verða í boði léttar veitingar. Ekki er ætlunin að bjóða upp á fastmótaða dagskrá, en haldnar verða samverustundir. Einnig verða leikir og útivera af ýmsu tagi. Hugmyndin er fyrst og fremst sú að fólk komi og njóti stað- arins og þess sem hann hefur upp á að bjóða. Gaman væri að sem flestir sæu sér fært að koma, sýna sig og sjá aðra. Nánari upplýsingar eru veittar á Aðalskrifstofu K.F.U.M. & K. að Amt- mannsstíg 2b eða í síma 17536 og 13437. Verið velkomin í Vatnaskóg um verslunarmannahelgina 1989. 9

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.