Lindin

Árgangur

Lindin - 01.04.1989, Blaðsíða 12

Lindin - 01.04.1989, Blaðsíða 12
LINDIN Karlaflokkur Fyrir miðja öldina var farið að halda karlaflokk í Vatnaskógi. í þessa flokka fóru þeir sem voru orðnir of aldnir til að fara í hina hefðbundnu flokka. Flokkar þessir voru upphaflega vikulang- ir en síðar fóru þeir að styttast niður í eina helgi. Þeir lögðust niður á sjöunda áratugnum. Það var síðan vorið 1985 að nokkrir ungir Skógarmenn vörp- uðu fram hugmynd um að end- urvekja karlaflokkinn. Hafin var undirskriftasöfnun með það fyrir augum. Undirtektir voru góðar. Var því ákveðið að haldin skyldi karlaflokkur í lok sumars 1986. Þessi flokkur fékk yfir- skriftina „Slökun ’86“ og stóð eina helgi. Þar komu saman á fjórða tug Skógarmanna á öllum aldri (18-99 ára) til andlegrar og líkamlegrar slökunar. Vinsældir flokksins hafa aukist með hverju ári og á „Slökun ’88“ voru sam- an komnir vel á áttunda tug Skógarmanna í Lindarrjóðri. Margt er sér til gamans gert í þessum flokkum svo sem Skóg- armanna er von og vísa. Stund- aðar eru ýmsar íþróttir, farið í bátsferðir út á Eyrarvatn, gönguferðir út í skóginn, spjall- að við gamla og nýja kunningja um heima og geima og fleira það sem mönnun dettur í hug. Þess á milli er hagstæð kviðfylli. Ekki má gleyma samverustundunum. Biblíulestur er að morgni laugar- dags og messa á sunnudeginum. Á kvöldin eru Skógarmanna- kvöldvökur með léttu ívafi, sem síðan eru endaðar með Guðs orði. Að sjálfsögðu er laugar- dagskvöldið veizlukvöld. „Slökun ’89“ verður í haust, og vænta má að þangað streymi Skógarmenn á öllum aldri til hvíldar og uppbyggingar. Þá væri gaman að sjá þar ný andlit. 12

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.