Lindin - 01.09.2003, Qupperneq 3
www.kfum.is / www.
LINDIN
Blað KFUM og KFUK.
2. tölublað, 74. árgangur,
september 2003.
Útgefendur: KFUM og KFUK í
Reykjavík, Landssamband
KFUM og KFUK , Skógarmenn
KFUM. Aðsetur: Holtavegur 28,
pósthólf 4060, 124 Reykjavík,
sími: 588 8899, bréfsími: 588
8840, netfang: kfum@kfum.is,
veffang: www.kfum.is og
www.kfuk.is. Ritnefnd: Ársæll
Aðalbergsson, Gyða Karlsdótt-
ir, Ragnhildur Ásgeirsdóttir.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Þórarinn Björnsson. Hönnun
og umbrot: Reynir Fjalar
Reynisson. Prófarkalestur:
Gyða Karlsdóttir, Þórarinn
Björnsson. Ljósmyndir: Gyða
Karlsdóttir, Jón Oddgeir
Guðmundsson, Kristján Einar
Einarsson, Magnús Fjalar Guð-
mundsson, Sveinn Valdimars-
son, Þórarinn Björnsson og
myndir úr myndasafni KFUM
og KFUK. Kort af Reykjavík:
Ólafur Valsson. Prentun: Isa-
foldarprentsmiðja ehf. Blaðið
er prentað á 90 gr. pappír. Lím-
miðar og samkeyrsla tölvu-
upplýsinga: Greiningarhúsið
ehf. Merking: Bjarkarás. Upp-
lag og dreifing: Lindin er gefin
út í 9.000 eintökum. Blaðinu er
dreift til félagsfólks í KFUM og
KFUK, barna og ungmenna
sem tekið hafa þátt í sumar-
eða vetrarstarfi félaganna árin
2002 og 2003, foreldra 9 ára
barna í póstnúmerum 101-310,
530, 600-603 og 900, auk
nokkurra annarra.
Athugasemdum og ábending-
um má koma á framfæri í síma
588 8899 eða á netfangið
kfum@kfum.is.
Skoða þú
verk Guðs ...
/
Ahverju sumri dvelja hátt á
þriðja þúsund börn og
unglingar í sumarbúðum KFUM
og KFUK, flest í eina viku í senn.
Sumarið 2003 var engin undan-
tekning hvað það varðar I
hverjum dvalarflokki eru skipu-
lagðar helgistundir kvölds og
morgna og í sumar var fylgt
vönduðu fræðsluefni sem
Landssamband KFUM og KFUK
gaf út í vor með tilstyrk frá
Kristnihátíðarsjóði. Meginþemu
efnisins voru: Skoða þú verk
Guðs ...í sjálfum þér ...í umhverf-
inu, ...í náunga þínum, ...í Jesú.
Þar var áhersla lögð á umhyggju
Guðs og fegurð sköpunar hans.
Nú þegar haust gengur í
garð kveður náttúran sumarið
með óviðjafnanlegri litadýrð
sinni og sibreytilegum listaverk-
um sem öll eru einstök og
ófölsuð. Þau vitna um stórfeng-
legan listamann og skapara sem
ann öllu sem lifir og grær Okkar
hlutverk er að gerast samverka-
menn hans í því að hlúa að líf-
inu og varðveita fegurð þess
gegn hvers konar mynd hins illa.
Á haustdögum er sérstök
ástæða til að hafa augun opin
og halda áfram að skoða verk
Guðs í margbreytileika sínum.
Og þó að náttúran taki
brátt á sig náðir þá vakn-
ar fjölbreytt félagsstarf
úr dvala um leið og
haustar og þar hafa
KFUM og KFUK ýmis-
legt að bjóða sem við
vonum að veki áhuga
þinn. Komdu og taktu
þátt í félagsstarfi sem
hefur að markmiði að
skoða verk Guðs og
efla þig til líkama, sálar
og anda.
Þórarinn Björnsson
... í Jesú
LINDIN 3