Lindin - 01.09.2003, Blaðsíða 9
*1W
Karlmenn hvíla lúin bein í Oddakoti í Vatnaskógi.
Alfa-námskeið Á Alfa-námskeið-
um er fjallað um grundvallarspurningar
lífsins í opnu og vinsamlegu umhverfi.
Alfa-námskeið var fyrst
kennt hér á landi innan
KFUM og KFUK árið
1996 en alls hafa lið-
lega fjórar milljónir
manna sótt slík nám-
skeið í yfir 130 löndum.
Hvert námskeið stend-
ur í 10 vikur. Kynningar-
kvöld verður þriðju-
daginn 16. september kl. 20:00. Það er
öllum opið án frekari skuldbindinga.
Feðgahelgi Fyrsta feðgahelgin var
haldin ÍVatnaskógi haustið 1994 og naut
strax mikilla vinsælda. Markmiðið með
slíkum helgum
er að styrkja
feður í föður-
hlutverkinu,
efla tengsl
feðga og gefa
þeim kost á
skemmtilegri og uppbyggilegri dvöl í
fögru umhverfi. I ár voru þrjár feðgahelg-
ar haldnar í
Vatnaskógi og
hófst sú síð-
asta að kvöldi
föstudagsins
5. september.
Flugelda-
sala Dagana
28.-31. des-
ember stend-
ur KFUM og
KFUK í
Reykjavík fyrir
flugeldasölu til
styrktar starfi félagsins. Salan fer fram í
húsi félagsins við Holtaveg 28.
Heilsudagar karla Heigina
12 -14. september bjóða Skógarmenn
KFUM 17-99 ára karlmönnum að koma
á endurnærandi heilsudaga íVatnaskóg.
Á helginni er fléttað saman skemmtun,
fræðslu og helgihaldi ásamt hollum og
góðum mat, hæfilegri hreyfingu og dálitlu
vinnuframlagi við hæfi hvers og eins.
Verðlagning tekur mið af því endar kost-
ar helgin einungis 4.500 kn
Hvatur Si'ðan á vordögum árið 2000
hefur sportfélagið Hvatur staðið fyrir
fjölbreyttri hreyfiiðkun við allra hæfi í
nafni KFUM. Félagið er öllum opið, jafnt
konum sem körlum, 15 ára og eldri.
Markmiðið er heilbrigð sál í hraustum
líkama. I haust hyggst félagið bjóða upp
á badminton, blak, borðtennis, göngu-
ferðir;
handbolta,
innanhúss-
knatt-
spyrnu,
körfubolta,
skák og
útifótbolta.
Hægt er að skrá sig á tölvupóstlista fyrir
einstakar deildir sem menn hafa áhuga á.
Jólatréssala Mörgum þykir það
setja sérstakan hátíðarblæ á undirbúning
jólanna að fara saman út í náttúruna á
aðventunni og höggva sitt eigið jólatré.
Laugardaginn 13. desember stendur fólki
til boða að
koma í
Vatnaskóg og
höggva jóla-
tré í samráði
við starfsfólk
á staðnum. I
Vindáshlíð er
sams konartilboð ígangi sunnudaginn
14. desember kl. 11-14.
KSF Kristilegt stúdentafélag (KSF) var
stofnað 17. júní 1936 og hefur alla tíð
átt í nánu samstarfi við KFUM og KFUK.
Félagið starfar einkum í þágu skólafólks á
aldrinum 20-30 ára og er með vikulegar
samverustundir í húsnæði KFUM og
KFUK við Holtaveg kl. 20:30 á laugar-
dagskvöldum.
KSS Kristileg skólasamtök (KSS) voru
stofnuð árið 1946 og hafa alla tíð starfað í
nánu samstarfi við KFUM og KFUK. Sam-
tökin starfa einkum á meðal skólafólks á
aldrinum 15-20 ára og eru með vikulega
fundi í húsnæði KFUM og KFUK við
Holtaveg kl. 20:30 á laugardagskvöldum.
Mæðgnahelgi Sumarbúðir KFUM
og KFUK í Ölveri buðu í fyrsta sinn upp
á mæðgnahelgi
haustið 1998
og naut hún
strax mikilla
vinsælda Ii1<t og
feðgahelgarnar
ÍVatnaskógi.
Markmiðið er að efla tengsl mæðgna og
gefa þeim kost á skemmtilegri og upp-
byggilegri dvöl í fögru umhverfi. I haust
býðurVindáshlíð upp á slíka helgi 26.-28.
september og Ölver 3.-5. október
Námskeið Biblíuskólinn við Holta-
veg býður á hverjum vetri upp á kvöld-
og helgarnámskeið sem opin eru al-
menningi. Biblíuskólinn er samstarfsverk-
efni KFUM og KFUK, Kristniboðssam-
bandsins (SIK) og Kristilegu skólahreyf-
ingarinnar (KSH). Hann hefur það meg-
inhlutverk að vera biblíu- og leiðtoga-
skóli félaganna sem standa að rekstri
hans og ná til almennings með fræðslu
um Biblíuna og kristna trú.
Nánari upplýsingar í síma 588 8899
og á vefslóðinni www.kfum.is. Einnig
er hægt að koma með fyrirspurnir á
netfangið kfum@kfum.is.