Lindin

Volume

Lindin - 01.09.2003, Page 6

Lindin - 01.09.2003, Page 6
kfum-kfuk Félagsmiðstöð á ferð um bæinn! Arið 2001 keyptu KFUM og KFUK tveggja hæða bresk- an strætisvagn til notkunar í æskulýðsstarfi félaganna.Vagninn var innréttaður með börn og ungmenni í huga og til að vera færanleg félagsmiðstöð fyrir þau. Fjöldi sæta var fjarlægður svo koma mætti fyrir leiktækj- um; leikjatölvu, sjónvörpum, hljómtækjum, þythokkíborði, pílukasthring og fleiru. Eftir breytinguna eru sæti fyrir 42 farþega. Flest eru sætin á efri hæð vagnsins og öll með örygg- isbeltum. Sérstakur verkefnis- stjóri stýrir strætóstarfinu og hefur hann til liðs við sig fjölda sjálfboðaliða. I haust verður reglubundið strætóstarf í Graf- arholti og Fellahverfi í Reykjavík, Lindasókn í Kópavogi og Set- bergi og Hvaleyrarholti í Hafn- arfirði. Einnig keyrir strætóinn krakka milli skóla fýrir og eftir fundi í Grensáskirkju og Grafar- vogskirkju í Reykjavk Strætó- starfið hefur notið styrks frá Afengis- og vímuvarnarráði, Essó, Sjóvá-Almennum og fleiri aðilum. 6 LINDIN

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.