Lindin

Árgangur

Lindin - 01.09.2003, Blaðsíða 13

Lindin - 01.09.2003, Blaðsíða 13
Það sem Agnesi þótti eftirminnilegast úr sínum flokki var náttfatap- artýið. Hér fara foringjar í 2. flokki í sumar á kostum í einu slíku partýi. Vindáshlíð Fyrst lá leiðin ÍVindáshlíð þar sem nálægt 60 stúlkur voru um það bil að kveðja staðinn eftir vikulanga dvöl. Þær höfðu kom- ið sér fyri'r í grösugu skógar- rjóðri í grennd við kirkjuna í Vindáshlíð og sungu þar í kapp við þresti og þúfutitlinga „Drottinn er minn hirðir" og fleiri söngva sem þær höfðu lært. Eftir að hafa hlustað um stund tók Lindin þær Agnesi úr Kópavogi, Ernu úr Arbænum og Sigríði úr efra Breiðholti afsíðis í stutt spjall. I Ijós kom að þær höfðu allar tekið þátt í kirkju- legu barnastarfi að vetri til og okkur lék forvitni á að vita hvernig þeim hefði líkað sumar- dvölin íVindáshlíð og hvað þær hefðu haft fyrir stafni. A: Það er búið að vera ofboðs- lega gaman. Hver dagur byrjar með fánahyllingu og biblíulestri en svo tekur við fjölbreytt dag- skrá allan daginn. A kvöldin eru síðan kvöldvökur þar sem við stelpurnar undirbúum leikrit og leiki. Eitt kvöldið var líka nátt- fatapartý sem foringjarnir sáu um. Það var svaka stuð. S: Hæfileikakvöldið var líka mjög skemmtilegt. Það voru mjög margar stelpur sem tóku þátt í því og ein stelpan hermdi t.d. eftir hermanninum í Harry Potter Hún gerði það ótrúlega vel og náði meira að segja enska hreimnum alveg. Svo var bæði íþróttakeppni og brennó- keppni í flokknum. I brennó er keppt á milli herbergja. Gljúfra- hlíð vann í okkar flokki en for- ingjarnir rústuðu þeim síðan. E: Einn daginn fórum við í gönguferð upp á Sandfell sem er fjallið fyrir ofan Vindáshlíð. Eg er mjög lofthrædd en komst samt alla leið og síðan hlupum við niður hinum megin og feng- um okkur vatn að drekka í tjörn sem þar er enda vorum við að drepast úr þorsta.Við skoðuð- um líka tvo fallega fossa í flokkn- um sem heita Pokafoss og Brúðarslæða. Voruð þið að koma í fyrsta sinn íVindáshlíð? A: Eg var að koma í fyrsta sinn en á örugglega eftir að koma aftur seinna. E: Eg kom hingað fyrst í vor með krökkum úr Arbæjarkirkju á mót sem var haldið fyrir 10- 12 ára krakka. Það var mjög gaman. Aður hef ég verið í sumarbúðum við Ulfljótsvatn og að Reykjum í Hrútafirði. S: Eg hef verið hér einu sinni áður í dvalarflokki en oft komið hingað í heimsókn með Magneu Sverrisdóttur frænku minni. Finnst ykkur gaman að syngja? Allar: já, og við höfum lært mörg ný og skemmtileg lög í Vindáshlíð! A: Eg syng líka í Kársneskórnum og finnst það mjög gaman. Hvað fannst ykkur eftir- minnilegast í flokknum? E: Gönguferðin upp á Sandfell. A: Náttfatapartýið. S: ALLT! „Einn daginn fórum við í gönguferð upp á Sandfell sem er fjallið fyrir ofan Vindás- hlíð. Ég er mjög lofthrædd en komst samt alla leið og síðan hlupum við nið- ur hinum meg- in og fengum okkur vatn að drekka í tjörn sem þar er, enda vorum við að drepast úr þorsta." Ölver Næst lá leiðin í Ölver þar sem KFUM og KFUK starfrækja sum- arbúðír undir Hafnarfjalli í skógi vaxinni hlíð. Þar slóst Lindin í fylgd með tæplega 40 stúlkum sem voru á leið niður að Hafnará til að busla dálítið í góða veðrinu. Síðan voru Frænkurnar Tinna og Sandra voru tvær vikur í Ölveri í júlí. Af tungunni í Söndru sést að berin voru snemma á ferðinni íár!

x

Lindin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.