Lindin - 01.09.2003, Side 15
framundan dvöl í heila viku. Það
var kominn kvöldmatartími þeg-
ar blaðamaður Lindarinnar
renndi í hlað en enn var hitinn
um 20°C. Strax eftir matinn var
því ákveðið að storma með alla
drengina inn í Oddakot sem er
sólbaðsstaðurVatnaskógar með
sandströnd og grynningum þar
sem hægt er að vaða langt út í
Eyrarvatn. Eftir mikið fjör og
gusugang í vatninu voru þrír
bekkjarbræður frá Stykkishólmi
teknir tali. Þeir heita Birgir Egill
og Kristján.
Jæja strákar,
hvernig var nú vatnið?
K: Það var dálftið kalt fyrst en
maður er samt fljótur að venj-
ast því.
B og E:Við fórum meira að
segja í kaf og syntum skriðsund
og baksund í vatninu. Það var
mjög hressandi.
Það hefur enginn
lax bitið í tána á ykkur?
E: Nei, ég vissi ekki að það
væru laxar í vatninu.
Eruð þið að koma
í fyrsta sinn íVatnskóg?
K: Nei, við erum að koma hing-
að í þriðja sinn.Við erum alls 6
frá Stykkishólmi, erum allir sam-
an á I. borði og svefnherbergið
okkar er í Birkiskála og heitir
Geitaberg.
B:Já, við æfum körfu og erum
staðráðnir í að rústa körfubolta-
mótinu í flokknum.
Munið þið eftir
einhverju eftirminnilegu
atviki frá fyrri árum?
K:Já, eitt árið var hér danskur
eða sænskur strákur með okkur
í flokki sem vildi giftast ráðskon-
unni á staðnum.Við settum því
smá giftingu á svið og einn félagi
okkar smíðaði meira að segja
giftingahring úr segulnagla.
Eitthvað að lokum?
Allir í kór: Það er skemmtilegt
að vera ÍVatnaskógi!
í Oddakoti við aust-
anvert Eyrarvatn er
sólarströnd Vatna-
skógar og kjörað-
stæður til að vaða og
busla í vatninu á heit-
um dögum. Hér koma
nokkrir piltar úr
7. flokki í sumar
hlaupandi í átt að
myndavélinni.
„Eitt árið var
hér danskur
eða sænskur
strákur með
okkur í flokki
sem vildi gift-
ast ráðskon-
unni á staðn-
. . M U
um.
Er eitthvað sem þið Viðtal. Þórarinn Björnsson.
hlakkið sérstaklega
til að taka þátt í?