Lindin

Volume

Lindin - 01.09.2003, Page 17

Lindin - 01.09.2003, Page 17
 „Enginn skyldi segja syrgjandi barni að herða sig upp og hætta að gráta. Tárin eru græðandi og eru eðlileg tilfinningaleg viðbrögð heilbrigðra einstaklinga." „Öllu skiptir að einhver sé til taks til að sinna barninu þegar það hefur þörf fyrir að spyrja eða tjá líðan sína." Algengustu sorgarviðbrögð Fyrstu viðbrögð barna við missi geta verið margvísleg. Láttu ekkert koma þér á óvart.Viðbrögðin geta verið allt frá ákafri afneitun á því sem gerst hefur.til sárrar örvæntingar. Sum börn láta jafnvel eins og ekkert sé. Það er ekki merki þess að barninu standi á sama. Barnið getur einungis þurft tíma til að meðtaka það sem gerst hefur. Öllu skiptir að ein- hver sé til taks til að sinna barninu þegar það hefur þörf fyrir að spyrja eða tjá líð- an sína. Og það getur haft þörf fyrir að spyrja aftur og aftur um sömu atriðin. Ef ákafan grát setur að barninu, leyf- ið því að gráta út. Enginn skyldi segja syrgjandi barni að herða sig upp og hætta að gráta.Tárin eru græðandi og eru eðlileg tilfinningaleg viðbrögð heil- brigðra einstaklinga. Fyrstu viðbrögð við áfalli geta verið: • Andmæli,að neita að trúa tíðindunum. • Ótti, til dæmis ótti barnsins við að missa aðra sem því eru kærir, ótti við að högum og öryggi þess sé ógnað. • Deyfð, að sýna engin viðbrögð, barn- ið verður fjarrænt og hálf lamað. • Að láta sem ekkert sé, - þetta ber ekki vott um tilfinningaleysi barnsins heldur er það með þessu að „skammta“ sér sorgina. Sýna þarf börnum sem bregðast við með þess- um hætti sérstaka nærgætni og að- stoða þau af varfærni við að horfast [ augu við það sem gerst hefur. • « f •* « Þegar þessum fyrstu viðbrögðum sleppir eru eftirfarandi viðbrögð al- gengust: • Kvíði • Svefntruflanir • Leiði og söknuður • Reiði eða annað atferli sem kallar á athygli • Sektarkennd og sjálfsásakanir • Erfiðleikar [ skóla • Líkamleg einkenni. Allt eru þetta eðlileg viðbrögð barns við erfiðum aðstæðum og þeim ber að mæta af skilningi og varfærni. Með það í huga að það getur tekið langan tíma að vinna með sorg sína, geta þessi einkenni varað alllangan tíma. „Þið eigið að segja mér satt." Við þekkjum flest þessa setningu úr Ara- v(sum Stefáns Jónssonar. Hún er gott leiðarljós í samskiptum við börn yfirleitt og sérstaklega í samskiptum við börn sem eru að glíma við erfiða hluti. Þegar börnin spyrja á að segja þeim satt um það sem er vitað, jafnvel þótt það kunni að vera sársaukafullt. Þetta gildir einnig ef einhver barninu nákominn er dauð- sjúkur. Börn eru næm á umhverfi sitt og skynja fljótt ef eitt- hvað er að. Þeim er hollara að vita sann- leikann fremur en lifa í óvissu. Oft spyrja börn spurninga sem engin svör fást við. Þá er skynsamlegt að viðurkenna það. I stað þess má nota slíkar spurningar til að velta vöngum með barninu, spyrja það á móti hvað því finnist, leita eftir því sem það er að hugsa. Sumum spurningum er ekki hægt að svara nema á grundvelli trúarsannfæringar. Þá á að gera börnun- um það Ijóst að svörin sem gefin eru séu byggð á trú þess sem svarar. Dauðinn vekur einmitt margvíslegar trúarlegar spurningar. Æskilegt er að þau sem eru samferða syrgjandi börn- um séu búin að gera sér grein fyrir hvar þau sjálf standa í trúarlegum efn- um. Þeir sem játa kristna trú og eiga sér sannfæringu um upprisu og eilíft líf og samfundi þeirra sem unnast í ríki Guðs, geta sefað sorg syrgjandi barna með þeirri trúarsannfæringu sinni. Slík trú og von hefur reynst mörgum Ijós í myrkri sorgarinnar. Að öðru jöfnu þarf ekki sérfræðinga til að styðja við syrgjandi barn. Þeir sem tengdastir eru barninu eru best til þess fallnir. Þeir eiginleikar sem styðja barnið best eru opinn faðmur, hlýtt hjarta, eyru sem eru fús til að hlusta og tunga sem talar af hlýju og nærfærni. Nánari vitneskju um þetta efni má finna í bókinni Börn og sorg eftir Sig- urð Pálsson. Útgefandi Skálholtsútgáfan. LINDIN 17

x

Lindin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.