Lindin - 01.09.2003, Síða 18
Vatnaskógur 80 ára
á sólríkum Sæludögum
KK og Magnús
Eiríksson enduðu vel
heppnaða tónleika á
laugardagskvöldinu
með því að taka
nokkra þekkta rútu-
bílasöngva af nýja
hljómdisknum sínum.
Það má með sanni segja að
Sæludagar um verslunar-
mannahelgina ÍVatnaskógi hafi
staðið undir nafni þetta árið.
Tæplega 1.000 manns nutu þess
að vera saman í sól og blíðu,
skemmta sér án áfengis og
vímuefna og fagna um leið 80
ára afmæli sumarstarfsins í
Vatnaskógi. Dagskráin var líka
Séra Gunnar Sigur-
jónsson, sóknarprest-
ur við Digraneskirkju
í Kópavogi, tekur létt
dansspor á grasflöt-
inni við Birkiskála í
takt við unga stúlku
og góða veðrið í
Vatnaskógi.
venju fremur áhugaverð og fjöl-
breytt, boðið upp á íþróttamót,
messu, tónleika, kvöldvökur; risa-
afmælisköku, varðeld, vatnafjör;
tjaldtónlistarmenn og margs
konar óvæntar og skemmtilegar
uppákomur
A morgnana voru morgun-
bænir biblíulestur og fjölskyldu-
stund en eftir hádegi tók við
fjölbreytt dagskrá á íþróttasvæði
Vatnaskógar og vatnafjör á Eyr-
arvatni. Um og eftir kaffi tók
síðan við strandferð í Oddakot,
kassabilarallí, hæfileikakeppni
barnanna og áhugavert fræðslu-
erindi sem var í umsjá Dóru
Guðrúnar Guðmundsdóttur,
verkefnisstjóra hjá Geðrækt.
Kvöldvökurnar voru heldur ekki
af verri endanum en þar var
meðal annars frumsýnd stór-
myndin „Urföruneyti hringsins"
og leikritið „Rangur drengur"
sem í gamansömum dúr segir
frá upphaf starfsins íVatnaskógi.
Auk þess skemmtu fjörkálfarnir
Gói ogjói ungum sem öldnum
og félagi þeirra úr Grease, Þór-
hallur Sigurðsson, betur þekktur
sem Laddi, brá sér í gervi Eiríks
Fjalars við mikinn fögnuð við-
staddra.
Hjólabrettatilþrif framan við
íþróttahúsið í Vatnaskógi.
Hápunktar hátíðar eins og
Sæludaga eru í raun margir og
ólíkirTil dæmis mátti heyra
yngstu börnin lýsa gleði sinni
með barnastundir og hoppkast-
ala en unglingarnir hrósuðu her-
mannaleik og frábærri miðnæt-
ursundferð í hástert. Foreldr-
arnir glöddust yfir kvöldvökum
og ekki siður hæfileikakeppni
barnanna þar sem ungviðið
9H
bauð upp á yfir 40 skemmtiat-
riði, hvert öðru betra. Enn aðrir
nefndu tónleikana þar sem
hljómsveitin „Lot of love, not a
penny" vakti verðskuldaða at-
Ástráður Sigurðsson syngur af
innlifun á hæfileikakeppni
barnanna.
hygli, Ellen Kristjánsdóttir gladdi
hjartað og KK og Maggi Eiríks
tóku rútubílasöngvana. Ekki má
heldur gleyma hátíðarguðsþjón-
ustunni á sunnudeginum í um-
sjón séra Sigurðar Pálssonar
sóknarprests í Hallgrímskirkju
sem gaf hátíðargestum andlegt
veganesti fram á veginn. Flestir
voru þó á því að risaaf-
mælistertan, lofgjörðarstundin
og flugeldasýningin hefðu verið
stórkostlegur endapunktur á
yndislegum dögum í frábærum
félagskap á mögnuðum stað!
Þegar fólk hélt heim á mánudegi
mátti heyra að fáir hygðust
missa af Sæludögum að ári, dög-
um sem bera nafn sitt vel.
Halldór Elías Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Sæludaga
2003.