Lindin - 01.09.2003, Page 19
Nýr skáli
vígður í Vindáshlíð
Sunnudaginn I. júní síðastlið-
inn voru mikil hátíðarhöld í
Vindáshlíð. Dagurinn markaði
upphaf sumarstarfsins og vígður
var nýr og glæsilegur skáli sem
tengist gamla skálanum að
norðanverðu.Veður var yndis-
legt þennan dag, heiðríkja og
hátt í 20 stiga hiti, sannkallaður
gleðidagur þar sem boðsgestir
komu í Hlíðina ásamt fjölda vel-
unnara starfsins.
Dagskráin hófst með guðs-
þjónustu í Hallgrímskirkju ÍVind-
áshlíð sem var í höndum séra
Guðrúnar Eddu Gunnarsdóttur;
fyrrverandi varaformanns í
stjórn Vindáshlíðar Síðan var
gengið í skrúðgöngu frá kirkj-
unni í nýbygginguna þar sem
vígslan fór fram. Dagný Bjarn-
héðinsdóttir; núverandi formað-
urVindáshlíðar; flutti ávarp,
þakkaði styrkveitingar og gjafir
frá einstaklingum og kallaði upp
Glatt á hjalla á votviðrasömum
17. júní í sumar. í baksýn er
gamli skálinn í Vindáshlíð sem
reistur var af miklum stórhug
árið 1949.
hönnuð hússins, Sigurð Pétur
Kristjánsson, og alla verkstjórn-
endur sem komið höfðu að
byggingu þess.Voru þeir allir
leystir út með gjöfum sem
minntu áVindáshlíð. Einnig kom
fulltrúi frá KFUM og KFUK í
Reykjavík og færði Vindáshlíð
200.000 króna gjafabréf fýrir
innréttingu á sérstöku leikbún-
ingaherbergi. Auk þess fékk
Dagný Bjarnhéðinsdóttir ávarpar
vígslugesti.
Vindáshlíð ýmsar aðrar gjafir;
meðal annars frá hinum sumar-
búðum KFUM og KFUK og frá
þeim sem lögðu leið sína ÍVind-
áshlíð þennan dag. Eftir vígsluna
var síðan öllum boðið í kaffi og
kökur og sat fólk gjarnan úti og
naut kræsinganna í veðurblíð-
unni. Einnig var gestum boðið
að ganga um að vild og skoða
nýja húsið.
Nýi skálinn ÍVindáshlíð er í
einu orði sagt frábær og á ef-
laust eftir að opna ýmsa nýja
notkunarmöguleika á staðnum í
framtíðinni. Strax frá fýrsta degi
sumarstarfsins var þetta nýja hús
orðinn eðlilegur hluti afVindás-
hlíð og stúlkurnar hafa unað sér
vel í rúmgóðum herbergjunum.
A efri hæð hússins eru átta her-
bergi með átta rúmum, foringja-
herbergi fýrir tvo til þrjá foringja
og snyrting. A neðri hæðinni er
stór salur; foringjaherbergi sem
enn er óinnréttað, herbergi fýrir
leikbúninga, þvottahús og fleira.
Dvalarrýmum hefur fjölgað úr
64 í 82.
Ohætt er að segja að starfið
ÍVindáshlíð hafi gengið mjög vel
í sumar og hafa liðlega 660
stúlkur dvalið þar í viku í senn.
Sumarstarfinu lauk formlega
með kvennaflokki helgina 29-
31. ágúst en síðustu helgina í
september verður mæðgna-
flokkur í Hlíðinni sem er öllum
opinn.Við sem stöndum að
Vígsludagurinn hófst
með hátíðarguðs-
þjónustu í Hallgríms-
kirkju í Vindáshlíð þar
sem séra Guðrún
Edda Gunnarsdóttir
prédikaði og þjónaði
fyrir altari. Hún ann-
aðist einnig vígslu
nýja skálans.
Vindáshlíð höfum enn eitt sum-
arið fengið að sjá að Guð er
góður og veitir okkur ótakmark-
að af blessun sinni og vernd.Við
trúum því að hann hafi getað
notað starfsfólkið sem farveg
náðar sinnar og kærleika, þess
kærleika sem hann vill að við
auðsýnum einnig hvert öðru.
Dagný Bjarnhéðinsdóttir,
formaður sumarbúða KFUK
í Vindáshlíð.
Sunnudaginn 1. júní
2003 var nýr skáli
vígður í Vindáshlíð
við hátíðlega athöfn
Ný brú yfir lækinn í
Skiptagili var sömu-
leiðis tekin í notkun
í vor.