Lindin - 01.09.2003, Page 27
þarf þá að vera verðskuldað því
innihaldslaust hrós gerir lítið
gagn.
I öllum samskiptum okkar við
annað fólk getum við haft áhrif
á sjálfsmynd þess og því þurf-
um við að vanda okkur í
mannlegum samskiptum.
Tökum sem dæmi að
Oli litli kroti á stofu-
vegginn heima hjá sér
með tússpenna, þá
er mikilvægt að
kenna honum að
það sé ekki vel lið-
ið. Það er hægt að
a) segja honum að
hann sé óþekkur;
Ijótur strákur en
það er líka hægt
að segja honum b)
að það sé strang-
lega bannað að
krota á stofuveggi og
að mamma og pabbi
verði ekki glöð ef hann
geri þetta aftur Fyrri að-
ferðin ræðst á persónu Ola
og getur því haft skaðleg áhrif
á það hvernig hann lítur á sjálf-
an sig en síðari aðferðin finnur
að því sem hann gerði. Það er
góð regla í samskiptum við ann-
að fólk að gera einungis athuga-
semd við þann verknað sem
okkur kann að mislíka í stað
þess að ráðast á persónu þess
sem verknaðinn vann.
Hvernig getur
trúin styrkt sjálfs-
mynd okkar?
Gullna reglan sem Jesús kenndi
lærisveinum sínum leggur áher-
slu á að við eigum að koma
fram við náunga okkar eins og
við kjósum að komið sé fram
við okkur.Við viljum frekar að
fólk finni að hegðun okkar en
að ráðist sé á persónu okkar og
því ættum við að gera slíkt hið
sama.Við styrkjum sjálfsmynd
annarra með því að fiylgjægullnu
reglunni og koma fram við ann-
að fólk af virðingu.
Neikvæðar hugsanir í eigin
garð og annarra einkennir gjarn-
an fólk með slæma sjálfsmynd.
Til þess að geta verið sátt við
okkur sjálf verðum við að læra
að meta okkur eins og við erum
og leyfa öðrum í kringum okkur
að njóta þess jákvæða í fari okk-
ar Það er mikill styrkur fólginn í
því að trúa á Guð og hugsa til
þess að hann, sá sem skapaði
allt, elskar mig eins og ég er
Guð blessar okkur með mis-
munandi hæfileikum og hann vill
að við lærum að meta það sem
hann hefur gefið okkur Fyrir
honum er enginn maður öðrum
fremri og enginn hæfileiki merki-
legri en annar Ef við tileinkum
okkur sama viðhorf þá farnast
okkur vel.
Rannsóknir sýna að það að
geta fyrirgefið sjálfum sér og
öðrum er nauðsynlegt til þess
að geta verið sáttur við sjálfan
sig. Þegar við neitum að fyrir-
gefa öðrum sem gert hafa
á hlut okkar höldum við
fast í sársaukann sem því
fylgdi og leyfum honum
að særa okkur áfram. Sá
sem trúir á Jesú hefur
verið fyrirgefið allt og
sú fyrirgefning er miklu
meiri en nokkur mað-
ur getur fyrirgefið því
Guð fyrirgefur og
gleymir og minnir
okkur ekki aftur á
brot okkar Kristinn
maður sem þekkir
fyrirgefningu Guðs á
því auðveldara með
að fyrirgefa öðrum
einstaka brot og um
leið losar hann sig við
byrðina sem því fylgir að
geta ekki fyrirgefið.
Það sem kemur helst í
veg fyrir að við njótum þess
að vera til sem manneskjur er
sektarkennd yfir því sem liðið er
og áhyggjur vegna framtíðarinn-
arVið þurfum því að læra að
njóta augnabliksins og takast svo
á við erfiðleikana þegar þeir
verða á vegi okkar I bréfi Páls
postula til Filippímanna erum
við hvött til að vera glöð, ekki
of áhyggjufull og að leita til
Guðs með óskir okkar í bæn,
beiðni og þakkargjörð (Fil. 4).
Það er reynsla mín að kristin
trú sé gott veganesti fyrir lífið,
geti styrkt sjálfsmynd okkar
hjálpað okkur að lifa í sátt við
okkur sjálf og aðra og njóta
þess að vera til.
Sá sem hefur
góða sjálfs-
mynd kann að
meta kosti sína,
er reiðubúinn
að vinna með
galla sína og
sættir sig við
að vera ekki
fullkominn.
Það sem kemur
helst í veg fyrir
að við njótum
þess að vera
til sem mann-
eskjur er sekt-
arkennd yfir
því sem liðið
er og áhyggjur
vegna framtíð-
arinnar.