Lindin - 01.04.2008, Page 4
i VATNASKOGI
Skógarmenn KFUM hafa þegar hafist handa við byggingu ó
nýjum skóla í Vatnaskógi.
Skólinn verður 541 m2 að stærð og mun tengjast núverandi
Birkiskóia. Þar verður gistirými fyrir 60 dvalargesti og ó
starfsmenn, stofa fyrir liðlega 100 manns, tvær setustofur og
vaktherbergi. Með tilkomu hins nýja skóla mun gistiaðstaða
allra dvalargesta Vatnaskógar verða fyrsta flokks með tilliti til
nútíma krafna og öryggis. Mikill hugur er í Skógarmönnum
og hafa nú þegar fjölmargir heitið stuðningi við verkið með
ýmsum hætti.
Gert er róð fyrir að skólinn kosti um 90 milljónir króna.
Reykjavíkurborg hefur þegar heitið 50 milljónum í verkefnið
og vonast Skógarmenn til þess að fyrirtæki, sjóðir og aðrir
opinberir aðilar leggi mólinu lið.
Nú er hafin söfnun í Skólasjóð meðal gamalla Skógarmanna
og velunnara Vatnaskógar. Hægt er að leggja mólinu lið með
fjórframlagi til starfsins.
ÓLAFUR
SVERRISSON,
FORMAÐUR
SKÓGARMANNA
RÆÐIR UM
NÝBYGGINGUNA
í VATNASKÓGI.
Hvernig miðar framkvæmdum ?
„Þeim miðar bara vel. Núna er verið að grafa grunninn og
sprengja klöpp. Við þurftum að lóta gera deiliskipulag af
staðnum og það hefur aðeins tafið formlegt byggingarleyfi, en
það ætti að vera komið í upphafi sumars. Þannig að þetta lítur
bara vel út."
Hverju breytir það að fó nýjan skála í Vatnaskóg?
„Það verður gríðarleg bylting. Með tilkomu skálans munu allir
dvalargestir njóta gistiaðstöðu í sama húsi. Hún verður fyrsta
flokks og uppfyllir allar nútímakröfur um öryggi og aðbúnað,
allir munu búa vel. I skálanum verður svo stofa sem ráðgert er
að rúmi hundrað manns og mun nýtast sem samkomusalur. Þar
verður þá hægt að halda kvöldvökur þegar kemur að því að
Gamli skáli fái andlitslyftingu.
Bakvið húsið mun myndast skemmtileg verönd sem verður kjörin
fyrir útistundir. Þar verður skjólríkt og gott og hentugur staður til
að grilla, svo dæmi sé tekið."
Hvenær er ráðgert að framkvæmdum Ijúki?
„Lokadagsetning framkvæmda hefur ekki verið negld niður
ennþá. Það á ennþá eftir að klára að fjármagna þessar
framkvæmdir. Við höfum ekki nema 60% af ráðgerðum
kostnaði. Skógarmenn ætla ekki að steypa sér í skuldir. Við
höfum alltaf Gamla skála upp á að hlaupa. En það verður
sjálfsagt ekki lengi að bíða þess að nýr skáli verði tekinn í
notkun."
Hvernig má búast við því að staðan verði í haust ?
„Þá ætti platan að vera kiár. Það er að segja gólfið, sem ætti að
vera komið og klárt í lok sumars."
Eitthvað sem brennur á þér að lokum?
,,Já, ég vil hvetja alla vini Vatnaskógar til að leggja sitt að
mörkum til að skálinn rísi. Það verða vinnuflokkar þar sem
menn geta gefið af tíma sínum til starfsins eða styrkt verkefnið
með fjárframlögum. Engin fjárhæð er of lítil, margt smátt gerir
eitt stórt. Leggðu okkur lið og gerðu Vatnaskóg að enn betri
stað. "