Jólablaðið - 22.12.1934, Side 1
J ÖLABLADIS
II. árgangur.
ísafjörður, 22. desember 1934.
Jólin 1934.
Gleðileg jól!
Friöur og friðarhöfðingjar.
Mannkynið þráir frið og þarfn*
ast friðar. Þó hefir útlitið um
ægilega og auðnulausa styrjöld
fyrir mannkynið sjaldan verið
geigvænlegra. Leiðtogar þjóð-
anna, sem undanfarið hafa setið
á friðarráðstefnum, til varðveizlu
friðarins, hafa sjálfir lýst því, að
þeim hafi virst þeir sitja á sprengi-
kúlum, sem myndu springa er
minst varði, eða á barmi þess
glötunargígs, sem gleypt gæti sið-
menningu okkar í einu vetfangi.
En klukkurnar sem boða helgi
jólanna, hringja á ný frið yfir hið
sárþreytta mannkyn, sem þarfnast
friðarins og þráir friðinn, en sem
samt sem áður undirbýr og við-
heldur styrjaldarhættunni með vél-
um og ýmiskonar brögðum.
Enn sem fyr boðar jólahringingin:
„frelsi og frið á jörð
og blessun drottins barnahjörð",
því til þess að friðurinn geti orðið
öruggur og hættulaus, þarf mann-
kynið fyrst að eignast frið í sál-
irnar þreyttu. Það verður að koma
að jötu Jesú-barnsins; læra af því
I auðmýkt og vinna með barns-
legri trú og trausti að stofnun
þess jarðríkis, sem byggir tilveru
sína á lögmálum Drottins. Án
þessa er húsið bygt á þeim sandi,
er nýir straumar og tízkuflóð tlm-
anna skolar burt er minst varir.
Kristur er sá friðarhöfðingi, sem
ekki fatast leiðsögnin. Ef vér
fylgjum hans dæmi og lærum af
anda hans þurfum vér hvorki að
óttast sprengingar hinna ægilegu
skotefna né þær tálgrafir, sem nú
liggja svo að segja við hvert fót-
mál mannkynsins.
Hin stórkostlega þróun vísind-
anna síðustu árin, sem mikið hefir
verið notuð I þjónustu vígvéla og
styrjalda, sýnir okkur glögglega,
hve veik og vanmáttug við erum.
Til þess að geta siglt milli boða
og skerja mannlífsins þurfum vér
örugga leiðsögn; föðurlega hand-
leiðslú Guðs, sem styrki okkur
i þrautum og erfiðleikum hins
daglega lífs. Meðan alt leikur í
lyndi er það oft svo, að við þykj-
umst sjálffær til baráttunnar, en
þegar eitthvað bjátar á, finnum
vér bezt vanmátt vorn og þörfina
á þeirri föðurlegu handleiðslu sem
aldrei bregst.
Enn er öllum i minni afleiðingar
hinnar ægilegu heimsstyrjaldar frá
1914 til 1918. Hinir beztu og
vitrustu menn þjóðanna leitast nú
við að beina straumi almennings-
álitsins til þess að vaxa frá þeirri
villimensku, og sjálfsagt tekst það
ef setið er við fætur friðarhöfð-
ingjans Jesú Krists, til þess að
nema af honum sannan og kristi-
legan friðarvilja, og að hver ein-
staklingur mannkynsins leiti hans
fyist og fremst, til þess að öðlast
frið í sinni eigin sál.
Þá hvílir menning vor og bar-
átta fyrir betri og bjartari framtíð
allra jarðbúa á þvl bjargi aldanna,
sem ekki hefir bifast í öllu brim-
róti þeirra afla sem háð hafa
hildarleikinn á jarðríki voru.
Sumir telja slíka guðstrú og
guðstraust draumóra eða heila-
spuna einstakra manna og þykjast
geta með vizku sinni ráðið Iög-
málum tilverunnar. En þótt þessi
guðstrú og traust verði ekki sönn-
uð með svo áþreifanlegum hætti,
að enginn geti efast, er hún eigi
að síður óyggjandi staðreynd. Sú
vissan sem áhrifaríkust er i lífi
hvers þess einstaklings, sem í
auðmýkt kemur að Betlehemsjöt-
unni og lítur þar sinn nýfædda
konung og frelsara.
Meðan við erum sjálf sjúk af
óróa og kvíða í hjörtum okkar er
ekki við því að búast, að um
ytri eða innri frið sé að ræða.
Við verðum að verða sátt við
guð og menn, til þess að um
varanleg frið sé að ræða. Og það
er óhjákvæmilegt að við verðum
að byrja á okkur sjálfum og þar
næst á okkar nánustu og þeim
sem við höfum mesta umgengni
við.
Friður hjartans, friður mann-
kynsins, það er hin dásamlega
lækning við þeim óróa og kvíða,
sem þjáir mannkynið svo mjög,
að siðmenning okkar er í stöðugri
hættu, og þessi órói og kvíði
kemur í veg fyrir, að sótt sé með
nægilegu afli að bjartari og far-
sælli menningu; hindrar okkur f
því nauðsynlegasta: Leitinni að
guðs ríki.
Látum jólafriðinn fylla hug vorn
og hjörtu. Látum fagnaðar- og
friðar-boðskap Jólahátíðarinnar
verða þá Betlehemsstjörnu, sem
vísi okkur veginn til þess fyrir-
heitis mannkynsins: að komast
stöðugt nær guði.
Það er ekki mikið sem okkar
fámenna þjóð getur lagt af mörk-
um til framgangs alheimsfriðar,
en hver einstaklingur og hver
þjóð, hversu smá sem er, er þó
steinn í þá byggingu, og eftir því
sem steinarnir eru fleiri, rís bygg-
ingin fyr af grunninum. Enn er
það og svo, að ástandið hjá okkur
sjálfum er þannig, að við höfum
sjaldan þurft frekar á friðarvilja
og fórnarlund að halda. Geigvæn-
vænlegir boðar sundrungar og
flokkahaturs, ógna heilbrigðum
þroska og vexti þjóðlífsins á allar
hliðar. Hinn kristilegi kærleiki er
settur út í horn, en öfl haturs,
ófriðar og sundrungar dansa og
kveða sín darraðarljóð með þeirri
háreisti og ofsa, sem blindar augu
margra, svo þeir missa sjónir á
Jesú-barninu og Betlehemsstjörn-
unni til þess að varða og visa
mannkyninu veginn til varanlegs
friðar.
Það sé jólaósk vor allra, að
mannkynið falli fram ,á fótskör
friðarhöfðingjans Jesú Krists, því
þá höldum vér hugglöð með hækk-
andi sól til hagsælli og bjartari
tíma. A.
B JEN.
riyllu þjóð vora’ í friðarskjól
faðir himnanna, líknardrottinn.
Látlu starfa um bygð og ból
bróðurkœrleikans fórnarvottinn.
Tengdu saman vort lijarla’ og
hönd,
heyranda’ og gjöranda orðsins
dýra.
Látlu þau helgu brœðrabönd
í blóði frelsisins treysla og skíra.
S. Z. G.