Jólablaðið - 20.12.1949, Page 3
Svo elskaði guð heiminn,
að hann gaf sinn eingetinn son,
svo að hver sem á hann trúir
glatist ekki.
heldur hafi eilíft líf.
HINN EILÍFI
JÓLABOÐSKAPUR
/
Elska guðs á heiminum er hinn eilífi jólaboð-
skapur.
Hann gefur honum eingetinn son sinn, sem
frelsara mannanna og leiðtoga þeirra.
Syndugu mannkyni gefur hann eilíft líf, svo eng-
inn sem trúir glatist.
Getur nokkur sýnt meiri elsku en þá, að fórna
öllu sem honum er dýrmætast?
Slík er elska guðs.
Sá er boðskapurinn eilífi, sem jólahátíðin flytur
okkur öllum, sem viljum trúa.
Hann kemur til okkar á hverri jólahátíð með
nýju lífi og nýjum fögnuði yfir fæðingu Jesúbarns-
ins, sem fæðist í jötu, af því það er ekkert rúm í
gistihúsinu.
Trúin og trúleysið heyja stöðuga baráttu í heim-
inum, því veldur hið tvískipta eðli mannanna. Segja
má með miklum rétti, að ennþá hafi trúin ekki
sigrað heiminn, en enginn hefir haft slík áhrif, mátt
og vald sem Jesús Kristur.
Starf hans og kenning er hið eina, sem tímans
tönn hefir ekki unnið á hverjum ráðum sem beitt
hefir verið. Kenning Jesú hefir sætt ofsóknum fyrr
og síðar; skipulögðum ofsóknum hinna voldugustu
heimsherra. Fjöldi kristinna manna hefir orðið að
láta lífið fyrir trú sína, og oft hefirekkiannaðverið
sjáanlegt en að kristna trúin væri að f jara út í þess-
um eða hinum heimshlutanum. En jafnan hefir svo
farið, að kristin trú hefir komið endurskírð og
sterkari út úr öllum ofsóknum.
Þessa er minnst hér sökum þess, að einmitt nú
standa yfir víðtækar ofsóknir gegn kristinni trú í
ýmsum löndum heims. Það á að leiða hugann að
því, að hér sé ekki eingöngu verið að rifja upp
gamla og hálfgleymda atburði, heldur sé einnig
verið að minnast atburða, sem nú eru ekki langt frá
landinu okkar.
Þeir, sem eru trúarveikir eða efast um mátt og
guðlegt eðli trúarinnar ættu að láta þessa reynslu
aldanna sannfæra sig. Það er guðlegt eðli en ekki
mannlegur styrkur sem hefir haldið uppi kristinni
trú og borið hana fram til sigurs.
Nú er dimmt í heimi. Sundrung, tortryggni og
vaxandi vígbúnaður hindrar eðlilega samvinnu
þjóðanna. Allur almenningur þráir frið og að geta
einmitt nú notað vaxandi tækni til stóraukinna
framfara.
En eins og mennirnir hafa öðlast mátt tækninn-
ar og hins efnislega þroska er eðli þeirra og gáfur
þroskað til guðdómlegra hluta, ef þeir sjálfir vilja.
En hinn guðdómlegi og siðgæðilegi þáttur manns
eðlisins hefir verið vanrætktur, og af því rísa hin
margvíslegu vandamál sundrungar, tortryggni og
stéttahaturs, sem nú falla okkur í fang, og við fá-
um ekki við ráðið nema að litlu leyti.
Grundvöllurinn er Kristur, segir postulinn. Hann
var það þá, og er það enn í dag. Við getum ekki
leyst vandamálin nema við eignumst aukið bróður-
þel og víðfeðmari skilning. Þann skilning, að við sé-
um öll börn föðursins á himnum og að okkur beri
að líta á sérhvern mann sem bróður og náunga.
Þessi boðorð Krists verðum við að tileinka okkur
í orði og verki, og þá munu uppljúkast mörg hlið
að nýjum lífssannindum, sem hreinsuð eru af eig-
ingirni og yfirgangsemi ofstopans, sem brjóta vill
á bak aftur allt, sem hann telur standa sér í vegi.
Jólin eru hátíð friðar og gleði. Þau byrja við jöt-
una með blessað ungbarnið og ná til hins þyrnum-
krýnda á Hausaskeljastað. Þau fela í sér allt mann-
lífið frá vöggu til grafar. Við fögnum þessari ljóss-
ins hátíð, sem lætur nýja sól renna yfir sjálfum
dauðanum; gefur okkur frið og nýjan krapt fyrir
Guðssoninn. Hátíð, sem vígir okkur til elsku guðs,
sem börn hans; örugg og óttalaus, eins og blessuð
litlu börnin, sem brosa íraman í jólaljósin.
Guð gefi öllum gleðileg jól, í Jesú nafni.