Jólablaðið - 20.12.1949, Qupperneq 6
6
JÓLABLAÐIÐ
var einnig aðalmóttaka á fiski
og bræðsluhús. Kol, sem verzl-
unin seldi voru líka, öll geymd
í Neðstakaupstaðnum.
Ásgeirsverzlun lét fram-
lengja og endurbyggja haf-
skipabryggju þá í Neðstakaup-
staðnum sem enn stendur. Va,r
það lengi eina hafskipabryggj-
an í bænum. Þykir mér líklegt,
að þetta hafi verið fyrsta haf-
skipabryggja hér á landi, a.m.
k. í eigu íslendinga. Upphaf-
lega, bryggjan var nokkuð
styttri en sú sem nú stendur,
einnig var bryggjan breikkuð
mikið siðar.
Þótt fastaverzlanir hér væru
svona margar sóttu lausakaup-
menn einnig hingað. Einkum
komu norskar skútur oft með
timbur, sem selt var vægara
verði en í verzlunum og var
sókst eftir viðskiptum við þá.
Einnig komu hingað lausakaup
menn með margskonar varn-
ing, jafnvel nágrannakaup-
menn. „Fastakaupmennirnir“
hér fóru líka spekulantstúra
bæði um héraðið og til nær-
sveitanna. Má af þessu sj á að
samkeppni í verzluninni var þó
nokkur.
Búðir hér í kaupstaðnum
voru opnaðar kl. 8 árdegis og
voru opnar til kl. 8 að kvöldi
yfir vorið og snmarið . Á haust-
in var búðum lokað venjuleg-
ast kl. 3 á daginn, og þá sezt
inn að skrifa reilcninga, þar
sem mest — og nær öll við-
skiptin gengu gegn um reikn-
inga — voru skriftir reikninga
mikið verk, þar sem viðskipta-
menn skiptu mörgum hundr-
uðum, en svo var við hinar
stærri verzlanir hér.
Laun verzlunarmanna voru
fram að 1890: Kr. 600—1000 á
ári fyrir fullgilda verzlunar-
menn. Liðléttingar höfðu
minna; stöku úrvalsmenn
höfðu einnig nokkru hærra
kaup. — Eftir siðustu aldamót
varð kaupið heldur hærra. Full
gildir verzlunarmenn höfðu þá
almennt 1200—1500 krónur á
ári.
Frídagar voru engir og eng-
in eftirvinna var l)orguð. Flest-
ar verzlanir munu þó hafa
glatt þjóna sína fyrir jólin.
Það þekktist ekki í fasta-
verzlunum hér, allt fram yfir
aldamótin síðustu, að vörunum
væri tranað framan í viðskipta-
mennina. Þeir urðu að ganga
eftir þvi, sem þeir vildu fá. Oft
var mikil þröng hjá hinum
stærri verzlunum og urðu þá
sumir að bíða lengi eftir af-
greiðslu, stundum klukku-
stundum saman. Yildi þá hver
ýta sér fram fyrir annan.
Reyndu verzlunarmenn að
taka fólk eftir röð, en við þótti
brenna að ríkir menn eða mik-
ilsmegandi gengu fyrir félitl-
um og fátækum um afgreiðslu,
og mun stundum hafa fyrir
komið, að fátæklingar urðu
frá að hverfa tómhentir.
Þegar saltfiskverkunin hér
var sem mest voru verkuð hér
í bænum (fullverkuð og létt-
verkuð) um 20 þúsund skip-
pund og af því um helmingur
hjá Ásgeirsverzlun. Þegar
verkaður var fiskur fyrir aðra,
voru fyrst um 1880 teknar kr.
1,25 í verkunarlaun á skippund
og síðar 3 kró.nur á skippund,
þar með talið að flvtja fiskinn
að skipshlið; 4—5 krónur á
skippund frá aldamótunum og
alla tíð fram að heimsstyrjöld-
inni fyrri.
Sé reiknað með sömu tölum
og hér að ofan, hefir saltfisk-
verkunin gefið bæjai’búum frá
60—100 þúsund krónur i vinnu
laun árlega og var það mikið
fé i þá daga.
Rétt þ}Tkir að geta hér nýj-
ungar við saltfiskverkunina,
sem Ásgeirsvei’zlun hafði fram-
kvæmd að, eftir forsögn As-
geirs Ásgeirssonar, kaupm.,
það var fiskþvottavél. Þvoði
hún fiskinn sæmilega, nema
undir uggunum, og flýtti mikið
verkinu. Vél þessi var tekin í
notknn og var notuð meira og
minna nokkur ár, en svo var
notkun hennar hætt.
Ásgeirsverzlun var stofnsett
af Ásgeii'i Ásgeirssyni, skip-
herra frá Rauðamýri, 29. júlí
1852, og vai'ð brátt ein af aðal-
verzlunum bæjarins. Um 1880
keypti Ásgeir yngri, Ásgeir
Guðmundur Ásgeirsson, siðar
etazráð, verzlun Sars & Sönner
í Neðstakaupstað. Varð Árni
Jónsson, síðar vei'zlunarstj óri
Ágeirsverzlunai’, fyrsti verzlun-
arstjói'i í Neðstakaupstaðnum
fyrir Ásgeir yngra. Um 1883
mun Ásgeirsverzlun hafa yfii’-
tekið kaupin á Neðstakau])-
staðnum og vai’ð Árni þá verzl-
unai’stjói’i og allt síðan til 1915,
. að Sigfús Daníelsson frá
Stokkahlöðum í Eyjafirði tól-;
við verzlunarstjórastöi’fum.
Ásgeir G. Ásgeirsson var
stórhuga og ótrauður að reyna
nýjar leiðir. Árni Jónsson hins-
vegar sérstakur stjóx-nandi, at-
hugull og nákvæmui’, en íheld-
inn.
Auk verzlunari’ekstursfns
átti Ásgeir G. Ásgeirsson í
}Tnsum fyrirtækjum, t.d. stofn-
aði hann í félagi við C. Stixrud.
norskan mann, hvalveiðistöð
að Uppsalaeyri við Seyðisfjörð.
Síðar var stöð þessi flutt til
Austfj ai’ða (Eskif j arðai’).
Árni Jónsson, bróðir þeirra
sr. Þorvaldar og Grírns cand
theol. og Hjartar læknis í
Stykkishólmi, var sonur séra
Jóns Iljörtssonar á Gilsbakka
Útvegsbanki íslands h.f.
Útibúið á ísafirði.
Engin afgreiðsla í sparisjóði milli |
| jóla og nýárs. |
:m llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllimill =
1 GLEÐILEG JÓL ! GOTTNÝTTÁR! j
Þökkum viðskiptin á líðandi ári. |
Loftleiðir h.f., Reykjavík.
m IBIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllllllllllllBllllllllllllllllllllllllllllllllll m
GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR!
Þakka viðskiptin á líðandi ári. 1
| Rögnvaldur Jónsson. |
= iiiiiiiiiii3iiiiiiiiiiiiiiiir.iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiii|iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiniiiiiiii =
| GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝÁR!
1 Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
| Björnsbúð. f
“ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii =
GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT NÝTT ÁR! |
I Sjómannafélag Isafjarðar. |
“ viiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii =
j GLEÐILEG J Ó L! j
FARSÆLT NÝTT Á R!
H.f. Njörður. |
c I11M B1:1:: I;' 11'1111 r I' I BB1 11:11; 1! III:' ■ ’ 11M1IKI1 I II III' 11111111111II111111111B1111111111111:11111111111! IM1111111111111 ] 111111111 i 11! 11111