Jólablaðið - 20.12.1949, Page 8
8
JÓLABLAÐIÐ
Gullfoss kemur aftur
— Leifturmynd frá stofnun Eimskipafélags íslands. —
verið um fasta félagsstofnun
að ræða, en þrír menn voru
kosnir til að veita samtökunum
forstöðu. Höfðu þeir óskorað
umboð til sölunnar, eða kaup-
anna.
Þess er áður getið, að verk-
aður saltfiskur hafi numið um
20 þúsund skippundum árlega.
Ekki verður nú með vissu vit-
að um lýsisútflutninginn, en
samkvæmt J)eim heimildum,
sem náðst hefir til, má telj a að
lýsisútflutningurinn héðan hafi
numið ái'lega 1000—1200 tunn-
ur.
Mest af þessu lýsi var fiskað
á skip héðan úr bænum eða
nærendis. Sumt þó keypt af
aðkomumönnum, einkum Ey-
firðingum, sem venjulega leit-
uðu flestir hafnar yfir úthalds-
tímann.
Fram yfir 1880 komu sela-
vöður hér í Djúpið síðari hluta
vetrar árlega. Var mikill handa
gangur í öskjunni þegar vaðan
kom. Margir góðir selaskutlan-
ar voru hér við Djúp allt til
1880 eða nokkru lengur. Má
þar telja. fjnstan í hópi Kríst-
ján Guðmundsson, dannebrogs
mann í Vigur.
Clausensverzlun keypti síðar
Leonhard Tang, stórkaupm. í
Kaupmannahöfn, firmanu síð-
ar breytt í Leonh. Tang & Sön,
J)ar sem sonur Leonhard Tang,
Harald, var þá tekinn í firmað.
Tangsverzlun starfaði hér til
1920. "
Keyptir þá bæjarsjóður eign-
ir hennar.
Helztu verzlunarst j órar
Tangsverzlunar voru ])eir
Sophus Jörgen Nielsen, verzl-
unarstjóri frá 1888—1889 og
Jón Laxdal og síðar Ólafur F.
Davíðsson, fyrv. verzl.stj. fyrir
örum & Wulff, Vopnafirði.
Allir þessir menn komu mikið
við málefni bæparins, sem bæj-
arfulltrúar og ýms opinber
störf önnur. Auk þess hafði Jón
Laxdal mikil afskipti af söng-
málum bæjarins. Stofnaði og
stjórnaði hér söngfélögum og
lúðrasveit. Mörg af sönglögum
Laxdals eru ort hér.
Lárusarverzlun, var ein af
þeim smærri. Helztu verzlunar-
stj órar við Lárusarverzlun
voru Ágúst Benediktsson (af
Reykj ahlíðarætt, hálfbróðir
Hallgríms Benediktssonar, stór
kaupmanns í Reykj avík).
Ágúst var gleðimaður og dreng
lyndur; glímumaður góður.
Steindór Magnússon frá Stykk-
ishólmi (síðar bóndi og vita-
vörður í Elliðaey). Sigfús
Sveinbjarnarson fékkst við
innheimtu og málflutning, og
Jóhann Þorsteinsson, siðar
kaupmaður hér, frá 1902—1904
að verzlunin va.r seld. Keypti
Edinborgarverzlun þá hús og
Stofnun Eimskipafélags Is-
lands var og er eitt stærsta og
merkasta gæfuspor, sem okk-
ar fámenna og þá félitla þjóð
hefir stigið.
Ot til stranda og innst til
dala kepptist fólk um að láta
sinn skerf til þessarar félags-
stofnunar, sem þjóðin hafði
kjörið sem óskabarn og bundið
við hinar víðfeðmustu fram-
tíðar vonir.
Skerfurinn þætti ekki stór á
nútíma vísu, einar 25 krénur.
En J)essi skerfur varð mörgum
erfiður. Fjárráð almennings á
þeim tíma voru ekki stærri en
svo.
Ef fjárráð hinna eldri reynd
ust ekki nægileg hjá hinum
fullorðnu var gripið til spari-
aura barnanna. Nær þvi öll
heimili á landinu vildu vera
með. Þetta var félag allra Is-
Iendinga.
Þessi volduga áhugabylgja
fólksins brauzt út í algleymis
fögnuði, þegar GuIIfoss, fyrsta
skip Eimskipafélagsins, kom
heim að landsins fögru strönd-
um. Engu skipi mun fagnað
jafn ákaft og virðulega um
leið. Við komu Gullfoss va,r al-
mennirigshátið alls staðar á
lóðir L. A. Snorrason, og einn-
ig vezlunina Isafold, sem L.
Zöllner konsúll í Newcastle
átti síðast. Var Edinborgar-
verzlun ein stærsta verzlun
bæjarins. Forstjóri hennar var
Karl Olgeirsson, síðar kauj)-
maður.
Magnús Jochumsson (frá
Skógum, bróðir Matthiasar
skálds' og þeirra mörgu
bræðra) kvæntist ékkju Hin-
riks Sigurðssonar, kaupmanús,
og fékk í hendur verzlun hans
í Miðkaupstaðnum. Magnús rak
fyrst verzlunina einn, en gekk
nokkru síðar í félag við Falck,
líklega norskan kaupmann.
Færði verzlunin þá út kvíarn-
ar, en hafði gengið heldur til
Jmrðar í höndum Magnúsar.
Falck lét reisa húsið Aðalstræti
10, sem enn stendur. Árni
Sveinsson, trésmiður, keypti
síðar Falckverzlun og rak
hana allt til ársins 1903. Þá yf-
irtók Louis Zöllner, stórkaup-
rriaður í Newcastle verzlunina
og nefndi hana verzlunina Isa-
fold. Verzlunarstjóri Zöllners
var Óafur Metúsalemsson frá
Bustarfelli í Vopnafirði.
landinu. Þetta glæzta skip var
uppfylling djarfra drauma,
sem þjóðina hafði dreymt um
langt skeið aftur og aftur, en
ekki verið nógu sterk og sam-
taka til þess að láta drauminn
rætast fyrr en nú.
Engin orð fá því lýst til fulls,
hve hrifning fólksins var djúp-
tæk og almenn við fyrstu komu
Gullfoss. Þessi sigur almennra
samtaka opnaði njrjan heim.
Nú hafði þjóðin eignast nýtt
glæsilegt skip með íslenzkri á-
höfn. Svona gátu ævintýrin
gerst, ef þjóðin var nógu vel
samstillt. Og allir yfirmenn
skipsins voru Islendingar. Við
áttum sjálfir menn, sem kunnu
og vildu sigla, og urðu slíkir
gæfumenn í störfum sínum að
fágætt er.
Þegar Gullfoss kom hingað
til Isafjarðar i fyrsta sinn var
honum heilsað með innilegum
hátíðleik af svo miklum mann-
f jölda, sem rúmaðist á bryggj-
unni í Neðstakaupstaðnum.
Veðrið var dásamlegt, sólskin
og logn, sumarblíða. Gullfoss
leið að bryggjunni skreyttur
fánum og veifum. Með skipinu
voru nokkrir af fyrstu stjórn-
endum Eimskipafélagsins, þar
á meðal Sveinn Björnsson, nú-
verandi forseti Islands. Með
skipinu var líka Emil Nielsen,
framkvæmdastjóri félagsins,
sem barðist fyrir félagið alla
tíð með alkunnuni dugnaði og
almennri ástsæld flestra skipta
vina þess, jafnt smærri sem
stærri.
Þegar Gullfoss leggst að
bryggj unni kveða húrrahróp
mannfjöldans við, og Magnús
Torfason, þáverandi bæjarfó-
geti hér, gengur fram að skip-
inu, ávarpar skipshöfnina og
stjórn félagsins. Formaður
Eimskipafélagsins svarar með
árnaðaróskum og húrrahróp-
um til handa Isafirði.
Fólkinu er boðið að skoða
skipið, og verða flestir til þess,
að þiggja þetta góða boð. Jafn-
framt er boðið til veizlu um
borð í skipinu siðar um daginn.
öllum leizt vel á skipið. Það
er fallegt og gæfulegt hvar sem
litið er. Það er dásamlegt að
Islendingar skuli eiga svona
fallegt skip. Það er nærri því
jafnfagurt eins og fegurstu
draumarnir i hugum fólksins,
Það er óþarft fyrir þessa
leifturmynd að rekja veizlu-
tagnaðinn nákvæmlega. Þar er
mikið skálað, margar ræður
haldnar og fagrar óskir fram
bornar. I veizlunni er flutt
þessi staka, sem túlkun á sam-
eiginlegum vilja Isfirðinga:
Sumarsólin blíða
signir sæmdarverkið,
er þjóðin fátæk fríða
félags upphóf merkið.
Starf er standi lengi
studdi drottins andi,
veiti Gullfoss gengi
og gæfu fósturlandi.
Þessi leiftnrmynd af fögnuði
þjóðarinnar við fyrstu komu
Gullfoss er hér rifjuð upp
vegna þess, að nú er þjóðin að
heimta Gullfoss aftur. Nýtt
skip, glæsilegasta skipið í eigu
Islendinga. Hinum n}Tja Gull-
fossi var hleypt af stokkunum
í skipasmíðastöð Burmeister &
Wain í Kaupmannahöfn 8.
þessa mánaðar, og kemur aftur
heim í byrjun hins n>rja árs.
Nýja Gullfossi verður eflaust
vel fagnað og mun hljóta vin-
sældir nafna síns, en hvort það
verður jafn ahnennt og ákaft
og við fyrstu komu Gullfoss
skal ósagt látið. Reynslan verð-
ur J)ar öruggasti dómarinn.
Því ber að fagna, að Gull-
foss skuli vera ó heimleið aft-
ur. Þrátt fyrir fjölgun Foss-
anna undanfarin ár hafa marg-
ir saknað Gullfoss. Nafnið var
svo gamalt og kært að það gat
ekki gleymst. Það á þann
hljómgrunn í hjörtum þjóðar-
innar frá stofnun Eimskipafé-
lagsins, sem ekki fölnar meðan
einhver stendur uppi er man
þá ógleymanlegu daga, þegar
glæsilegasta ævintýri þjóðar-
innar varð að veruleika.