Jólablaðið - 20.12.1950, Page 4
4
JÓLABLAÐIÐ
ROÐAR FYRIR NÝJUM DEGI?
Samstarf þjóða og einstaklinga er grundvallarskilyrði
til þess að sigrast á erfiðleikunum.
Ef litið er til stórra atburða á
líðandi ári, herrans árinu 1950,
bera hæst miklar og merkilegar til-
raunir Evrópuþjóða til meira sam-
starfs í andlegum og verklegum
efnum.
Evrópuþing og Evrópuráð eru
enn aðeins sem nýfætt barn, Eng-
inn getur sagt fyrir um hvort þess-
ar stofnanir eiga langt líf og mik-
inn þroska fyrir höndum, eða þær
verði skammlífar og fæðingar
þeirra hafi lítil áhrif.
En miklar vonir eru tengdar við
þetta þjóðasamstarf. Vonir, sem
byggðar eru á bjargi veruleikans og
sem eiga sér djúpar rætur, Þroskað-
ar í kyrrþey á erfiðleikastundum.
Okkar kynslóð, sem nú erum 50—
60 ára gömul, hefir séð og reynt
meira en nokkur önnur kynslóð,
sem mannkynssagan greinir frá.
Fram að tvítugu var rómantíkin
og efnishyggjan ráðandi hlið við
hlið, í nokkurskonar jafnvægi. Eft-
ir heimsstyrjöldina 1914—1918
komst allt úr jafnvægi. Efnishyggj-
an varð drottnandi og friðardraum-
um mannkynsins var lokið í bili.
En þrá mannsins verður að eins
stöðvuð í bili. Friðarþráin vaknaði
strax er blóðbaðið 1914—1918 var
hafið, og jafnskjótt sem friðarorð-
ið var ritað á pappírinn hófst nýtt
friðarstarf.
Það friðarstarf var aðeins sem
skin milli skúra eins og kunnugt er.
Árið 1939 hófst ný heimsstyrjöld
sem stóð í fimm ár.
Þessi ægilegu átök, eldskírn þjóð-
anna, kom öllu því gamla á ringul-
reið, bæði efnislega og andlega.
Trú, siðir, venjur og allt daglegt líf
varð með nýju sniði eða ósniði.
Njóttu lífsins í dag, þú veizt ekki
hvort þú lifir á morgun varð lífs-
skoðun fjöldans. Og þessi Iífsnot,
þessar unaðssemdir, voru fólgin í
því að lifa sem trylltustu lífi, svæfa
mannveruna í sjálfum sér, en vekja
dýrið. Verða grimmt og villt dýr,
sem eingöngu hugsaði um það, að
ná sér í nýja bráð.
Margir hafa látið í ljós, að ekk-
ert réttlæti betur vantrú um fram-
farir mannkynsins en þær stað-
reyndir, sem marg endurtaka sig
bæði í styrjaldarbálinu og eftir-
stríðsárunum.
En þeir, sem kveða upp slíkan
dóm gera sér tæpast nægilega grein
fyrir því, hvað röskunin er alger.
Gamlar hugmyndir og gamlir hlut-
ir snúast við. Þeir standa á höfði,
eru yfirstrykaðir með svörtu feitu
stryki. Ekkert kemur í staðinn,
bara óskapnaður. Störfin snúast öll
um hernað, yfirgang og eyðilegg-
ingu. Nútíðin, augnablikið, er allt;
framtíðin ekkert. Að byggja upp
fyrir framtíð er fjarlægt, eins og
grámóða í hillingum þeirra, sem
sjá lengzt eða bezt hafa varðveitt
sjónina, miðað við gömlu sjónar-
miðin. Ef dýrið í manninum var
ekki dautt hlaut það vissulega að
vakna við slík skilyrði, og mann-
dýrið var vel lifandi hjá öllum
þorra manna. Nú kom þess tími, nú
var kallað á það af valdhöfum og
forráðamönnum þjóðanna, þvílíkt
gullið tækifæri fyrir dýrslegar
hvatir.
Með slíka sjón í huga eykur það
einmitt trúna á framfarir mann-
kynsins, að dýrið drap ekki mann-
inn. Maðurinn lifir, að vísu særð-
ur og ruglaður. Og jafnskjótt sem
hann hefir náð nokkrum aftur-
bata byrjar líf mannverunnar með
nýjum þroska. Batinn er bundinn
og tengdur gömlum minningum,
verðmætum úr eigin reynzlu og
arfi frá gengnum kynslóðum. Hið
nýja lífsviðhorf er að samlagast
sem bezt aðstæðum yfirstandandi
tima. Vitanlega tekur þetta talsverð
an tíma. Djúp sár og alvarleg veik-
indi læknast ekki á augabragði. En
lækningin tekst áreiðanlega, og hún
verður sem voldug hljómkviða með
þeim sameiginlega boðskap kristn-
innar trúar. Við erum allir bræður,
sem eigum að leggja okkar lið til
sameiginlegrar velferðar.
Þetta er hugsjón ársins, sem
blossað hefir upp með nýjum
krafti, en jafnframt grúfa yfir dökk
ský ófriðar og sundurlyndis. Við
höfum undanfarna mánuði lifað á
gjáarbarmi, sem við getum dottið
fram af á hverri stundu. Segja má,
að ófriðarblikan hafi aldrei vikið
frá höfðum okkar, og styrjaldar-
bálið hafi getað brotist út í ljósum
loga á hverri stundu. Þess vegna er
friðarvonin enn dýrmætari, en hún
fær vöxt sinn og viðgang með
auknu samstarfi og skilningi þjóða
á milli.
Að því er íslenzku þjóðina snert-
ir er þessi alþjóðasamvinna orðin
eitt af okkar málum. Við höfum
sagt okkur í lög um samstarf þetta,
og skuldbundist til þess að láta af
hendi þann litla skerf, sem vér get-
um. Þetta samstarf Evrópuþjóða og
annarra er okkur og öðrum smá-
þjóðum einnig liið mikilsverðasta.
Það veitir öryggi um frelsi okkar
og sjálfstæði, og það grundvallar að-
stæður til aðstoðar og samhjálpar,
sem hinn smái og veiki getur þurft
að halda á þegar minnzt varir, ekki
sízt á þeim tímum, sem heimurinn
dunar af vopnabraki og vígvélagný.
Friðarhugsjónin er skær og lifir
nú með meiri krafti en áður, en
enginn getur þó örugglega sagt
hvort framundan er friður eða
stríð, og í Evrópu ríkir nú hinn
vopnaði friður, sem lætur þjóðirn-
ar leggja stöðugt nýtt ok að háls-
um sínum, svo þær séu undirbúnar
fyrir stríðið.
Þetta er ægilegt ástand, og styrj-
aldaróttinn læsir sig sem helkuldi
um eðlilegt líf friðsamra þjóða, þar
sem jafnvel daglegar athafnir mót-
ast af styrjaldarhættu og stríðsund-
irbúningi.
Þessvegna er friðarvonin almenn
og sterk. En friðurinn þarf að
verða meira en von. Hann þarf að
verða vissa, sem eyðir styrjaldar-
óttanum og sem gefur þjóðunum
tækifæri til þess að byggja upp
framtíð sína í friði. Þá getum við
með réttu vænzt vaxandi hagsæld-
ar, því hinar öru tæknilegu fram-
farir hafa veitt okkur fjölda tæki-
færa til þess að byggja upp betri
og bjartari heim fyrir allar þjóðir.
| BÆKUR, mikið úrval.
I LEIKFÖNG, lítið úrval. |
| JÖLAKORT, fjölbreytt úrval. I
| Þeir, sem kynnu að þurfa að skipta á bókum eftir |
1 jólin, eru velkomnir á þriðja í jólum — en ekki seinna. 1
I BÓKHLAÐAN. |
| Guílsmíðavinnustofan S A F F Ó! |
| Allir.? sem vilja fá góða og vandaða silfurmuni til |
| jólagjafa, komið sem fyrst í SAFFÓ. Þar fást háls- 1
|.men, armbönd, krossar, eyrnalokkar, brjóstnælur, 1
| silfurhringar, karlmannsskyrtuhnappar, Kvennúr- |
| armbönd, beltispör, upphlutsborðar, millur, doppur á \
1 belti, stokkabelti, kvennskyrtuhnappar o.fl.
1 Hreinsa silfurmuni. Kaupi gull og silfur. Pantanir |
| afgreiddar gegn póstkröfu um land allt. |
1 Höskuidur gullsmiður, Sundstræti 39, ísafirði. |
Smjörlíkisgerð Isafjarðar h.f.,
ísafirði.
óskar öllum viðskiptavinum sínum
gleðilegra jóla og farsæls nýárs,
með þökk fyrir viðskiptin á líðandi ári.
Öllum viðskiptamönnum á Vestfjörðum óska ég
gleðilegra jóla og góðs nýárs. I
og þakka viðskiptin á líðandi ári. |
Ásbjörn Ólafsson, |
Grettisgötu 2, Reykjavík.