Jólablaðið - 20.12.1950, Blaðsíða 9
JÖLABLAÐIÐ
9
keypti fyrir þau tvo hálf-miða til
Fairwoods. —
Það var svolítið til baka af doll-
arnum, sem Peter stakk í vasa sinn.
„Þessa leið“, sagði burðarkarl-
inn. —
Um leið og þau gengu yfir hinn
stóra sal dróg Peter upp silfur úr-
ið og bar það saman við stöðvar-
klukkuna. — Ellen horfði á hann
til að líta eftir hvort hann gerði
þetta veraldlega starf fullkomlega.
Og meðan hún horfði á hann þá
saug hún jarðarberjaísinn. — Þeg-
ar þau gengu niður stöðvarpallinn
talaði burðarkarlinn við börnin.
„Hvar er móðir ykkar?“
„Hún er farin í burtu“. —
„1 ferðalag?“
„Já,“.
„Hvert fór hún?“
„Hún fór þangað sem fólk fer,
þeiar það deyr“.
„Drottinn. — Drottinn. — Er
það svo!“
„Já herra. — Hún ætlaði ekki að
segja það, en við vitum það“.
Ellen kinkaði kolli til að stað-
festa að þetta væri rétt.
— Og Jerry iðaði allur af kátínu
þegar hann uppgötvaði börnin, þar
sem þau leiddust upp stiginn. Nú
vissi hann að hann fengi einhvern
til að leika við. — Hann hljóp út á
grasvöllinn og fann gúmmíboltann
og færði hann fast upp að liúsinu.
„Hvað er þetta, þetta eru börnin,
elskurnar!“, hrópaði frú Monroe og
hún faðmaði þau bæði og kyssti
þau. —
„Ég geri ráð fyrir að mamma
ykkar hafi sent ykkur, af því að
hún veit hvað vænt okkur þykir
um ykkur“.
Börnin voru þögul. —
„Henni líður vel?“
Peter kinkaði kolli eins og allt
væri í ióðu lagi. —
Hún hringdi bjöllunni og bað
vinnukonuna að koma með nokkr-
ar sneiðar af kökum og ávöxtum,
því þótt hún ætti engin börn sjálf,
þá vissi hún að börn eru oft svöng
á úndarlegustu tímum. —
Börnin voru áköf eftir að leika
sér við Jerry og þessvegna flýttu
þau sér með kökurnar og ávextina.
Síðan kom fullur klukkutími full-
ur gleði og ánægju við að hlaupa
upp og ofan grasvöllinn, kastandi
boltanum upp í loftið handa Jerry
til að grípa, og kasta honum langt
í burtu til að láta Jerry, villtan af
gleði, elta hann og koma með hann
til baka. —
Allt í einu mundi Peter eftir bréf-
,inu og minnti Ellen á það. — Hún
fór í klæðaskápinn í anddyrinu og
tók það upp úr kápuvasanum og
fékk Pauline frænkú sinni það. —
„Hvað er þetta?“
„Bréf frá mömmu“, sagði hún
aðeins. —
Hún reif upp umslagið og las:
„Pauline, hérna eru börnin. — Ég
get ekki tekið þau með mér, og þau
eru ol' gömul til að skilja þau eft-
ir á dyraþrepi. — Ég sendi til baka
seinustu fáu bréfin þín óopnuð, af
því, satt að segja, það hjálpaði ekk-
ért. — Þú getur ekki fellt þig við
allt, en ég er orðin sjúk og þreytt
af að hlusta á hina hálfkveðnu vísu
þína. —
„Já, Pauline, ég giftist drykkju-
manni. — En meðan hann var á
lífi vorum við hamingjusöm, mjög
hamingjusöm. — Þetta er nokkuð
sem þú hefur aldrei þekkt, og ég
efast um að þú sért fær um að
þekkja það. — Eiginmaður þinn
hefir gefið þér demanta og pelsa,
en minn hefur skilið mér eftir fá-
tækt og ekkjuslæðuna. — En ég
átti börnin og við höfum bjargast
eins vel og við höfum getað. —
Fyrir guðs skuld Pauline, börnin
eru saklaus. Vertu ekki á móti þeim
eins og þú hefir verið á móti mér.
— Reyndu ekki að gagnrýna dauð-
ann. — Ef þú elskar þau munu þau
færa þér mikla hamingju. — Meira
gæti ég engum skilið eftir. — Systir
þín, Laura“. — --------
Ellen stóð við hlið frænku sinn-
ar og horfði á meðan hún las bréf-
ið.
„Veist þú hvað stendur í þessu
bréfi?“
Hún kinkaði ljósa kollinum. Já,
hún vissi það. — En það var þá,
er hún hnéigði höfuðið, að frænka
hennar tók eftir að barnið var með
gömlu festina og hálsmenið, sem
hennar eigin móðir hafði einu
sinni borið. —- Hún kyssti barnið
og gekk í flýti að símanum til að
hringja í eiginmann sinn. —
„Fred, Fred. — Mikið var gott að
ég náði í þig áður en þú fórst úr
borginni. — Börnin eru hérna. Já.
...... Fyrir um klukkutíma“. —
„Mér þykir vænt um að þú hefir
loks sæzt við systur þína. — Ég
hefi saknað þessara barna“, kallaði
hann frá hinum endanum. — „Nei,
ég hefi ekki sæzt við hana. — Hlust
aðu á mig. — Börnin eru hérna. —
Þau verða hér alltaf. — Bíddu svo-
lítið, og þá muntu skilja. Gjörðu
svo vel að ná þér í bíl og farðu
strax heim til hennar. — Nei, hún
hefir engan síma. — Og símaðu
strax aftur til mín. — Gjörðu allt
sem er nauðsynlegt. — Vertu sæll“.
Fred Monroe kom í íbúðina, en
gesturinn Dauði hafði læðst inn á
undan lionum. — Dyrnar voru enn-
þá opnar, svolítil rifa. — Það var
margt sem þurfti að annast og það
var orðið talsvert framorðið þetta
kvöld þegar Fred frændi komst
heim til Fairwoods. —
„Já,“ sagði hann, ég gerði allt
sem nauðsynlegt var. -— Eru börn-
in sofnuð?“
„Ég kom þeím í rúmið fyrir
klukkustund“. —
„Fred frændi“, heyrðist mjó
rödd segja, frá svefnherbergi uppi
á lofti. —
„Já elskan, ég er að koma“. —
Börnin voru alls ekki sofnuð. —
Frændi þeirra var injög hamingju-
samur af að sjá þau. — Þau klifr-
uðu yfir hann og þrýstu sér að
honum, hlógu og sögðu honum frá
nýju bragði sem þau höfðu kennt
Jerry. -—
Eftir dálitla stund spurði Ellen
mjög glaðlega:
„Sástu mömmu mína?“
Frændi þeirra vildi helst ekki
svara. -—
„Hún sagði okkur að vera hug-
rökkum", sagði Peter.
„Og þessvegna vitum við allt um
þetta“. —
„Hvað vitið þið?“
„Við vitum að hún fór burtu,
langt í burtu. — Hún fór að heim-
sækja guð. — Fór hún?“
„Já, hún fór“. —
Þetta virtist vera allt sem þörf
var á að segja. —
Börnin fóru brátt aftur í rúmið,
lokuðu augunum og sofnuðu. — Þau
sváfu heilbrigðum svefni, og
dreymdu mjög fallega hluti, eins
og gjafir sem hanga á jólatrjám, og
hluti sem koma úr gjafabögglum,
svo sem kanínur og súkkulaðiegg,
og glæra sykureggið, þar sem heilt
þorp er innan í, með hirði og litlu
„pínu“ lambi. —
— Sólin kom upp og vakti morg-
un nýs dags. — Jerry, hinn ferfætti
klumpur eldheits snarleika, hulinn
stríhærðum feldi, beið nú þegar í
eldhúsinu og beið eftir kexinu sínu
vættu í nýmjólk. — Hann hristi sig
til þess að vakna betur *og sleikti
á sér löppina með miklum hávaða.
Mjólkurdroparnir láku ennþá af
hans ferkantaða trýni, þar sem
hann stóð og beið eftir því að börn-
in kæmust á fætur til að leika sér
við hann. — Brátt voru þau öll í
garðinum með gúmmíboltann. Þau
virtust aldrei ætla að þreytast á
þessum leik. Ellen staldraði við
augnablik og spurði bróður sinn:
„Mamma kemur ekki aftur?“
Hann hristi höfuðið. —
„AIls ekki?“, spurði hann. —-
„Nei. Hún kemur ekki aftur“. —
„Hvað þýðir það þegar maður
segir að veröldin sé fyrir utan
okkur?“
„Ég veit það ekki“.
— Hann rétti henni boltann og
þau héldu áfram að leika sér.
J. A. þýddi.
| GLEÐILEG JÓL! GOTTNÍTTÁR! 1
1 Þökkum viðskiptin á líðandi ári. |
| Nathan & Olsen h.f. |
= lilllIIIIIIIII1111IIIllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll 5
I GLEÐILEG JÓL! GOTTNÍTTÁR! |
| Þakka viðskiptin á líðandi ári. |
| Sigurður Ásgeirsson. |
| 11:• 11:11 IIIIIÍIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIIINIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIÍIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIÍI 5
| GLEÐILEG J Ö L! |
GOTT OG FARSÆLT NYTT ÁR!
| Isfirðingur h.f. |
= UIIIIMIIIIMIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIilllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIMIIIIIIIIlllllMIMIMIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIlllIIIIIIIIIMIIIIIllllllllMIMII -
5 m
GLEÐILEG JÖL! FARSÆLT NÝTT ÁR!
| Þökkum viðskiptin á líðandi ári.
| Björnsbúð. 1