Börn og menning - 01.09.2004, Page 6

Börn og menning - 01.09.2004, Page 6
4 Börn og menning leiklist Silja Aðalsteinsdóttir Gleði-Glaumur hittir Snuðru og Tuðru Það er barn í salnum. Ráðstefna um barnaleikhús í Gerðubergi 27. mars 2004. Spjall um barnaleiksýnlngar I áratug eða svo. Allra fyrst vil ég taka fram að ég er ekki leikhúsfræðingur. Ég stend hér i krafti þess að undanfarin 14 ár hef ég gagnrýnt margar barnasýningar í leikhúsum, fyrst fyrir Rikisútvarpið, síðan fyrir DV (og núna fyrir Viðskiptablaðið). Ég tala þvi sem gagnrýninn leikhúsgestur, mamma og amma. Ég komst að einu núna í vikunni. Ég komst að því hver er harðasti og óvægasti gagnrýnandinn af öllum samanlögðum. Það er minnið. Dómur þess er algerlega afdráttarlaus: Annaðhvort man maður eða ekki, alla vega í ótrúlega mörgum tilvikum. Við undirbúning þessa erindis las ég meira að segja umsagnir sem ég hafði sjálf skrifað um leiksýningar sem ég hafði alveg áreiðanlega séð - samt mundi ég ekki rasgat. Las hól um leikara í hlutverkum og sá ekkert fyrir mér. Las lýsingu á sviðsmynd og gat alls ekki framkallað myndina. Svo eru aðrar sýningar kýrskýrar í hausnum - maður getur bara sett myndbandið af stað í minninu og sýningin rúllar fram. Er þetta ekki makalaust? Frábær leikhúsupplifun Ég byrjaði þessa vinnu á að spyrja sjálfa mig hver væri besta barnasýningin sem ég hefði séð og svarið barst undraskjótt: Skilaboðaskjóðan í Þjóðleikhúsinu. Leikritið sem Þorvaldur Þorsteinsson samdi í kringum samnefnda bók sína sem ég hef oft sagt að sé besta bók í heimi og algert kraftaverk. Hvað var svona gott við Skilaboðaskjóðuna og gerir að verkum að hún stendur enn upp úr eftir rúmlega 10 ár (frumsýnd seint í nóvember 1993)? Fyrst og fremst er það sjálfur sögukjarninn, sagan af drengnum sem þráir frægð og frama (og líka að láta gott af sér leiða) og laumast út að næturlagi til að leggja nátttröllið að velli en verður fangi þess. Hann er alveg að týna Ifftórunni þegar hinni hugrökku móður hans tekst á síðasta augnabliki að bjarga honum með hjálp allra dýranna í Ævintýraskóginum og óviljandi hjálp hinna illu afla líka. í leikhúsinu bættumst við áhorfendur við í hinn mikla björgunarkór og drógum ekki af okkur. Þessi saga er sögð af list, stíllinn fjörmikill og leikið sér með klisjurnar á skapandi, póstmódernan hátt. Leikritið var sett upp ( Þjóðleikhúsinu en ekki Möguleikhúsinu og þess vegna þurfti að spinna við söguna, hún hefði bara dugað í 45 mínútna sýningu. I viðbótartexta sýnir Þorvaldur enn snilld sína því þar lifna persónur sem í sögunni fá lítið rúm eða eru jafnvel nöfnin tóm, ævintýrapersónurnar Mjallhvít, Rauðhetta og Hans og Gréta en þó einkum dvergarnir sem eru óljósir í sögunni fyrir utan Dreitil en urðu hver af öðrum sprelllifandi á sviðinu. Auk þess lætur hann Putta ekki aðeins hitta Nátttröllið í nóttinni heldur aðrar vafasamar persónur sem kalla fram í huga að minnsta kosti hinna fullorðnu leikhúsgesta margar þær hættur sem mæta ungu fólki í (nætur)lífinu. Úlfurinn, Stjúpan og Nornin verða í leiksýningunni að töfrandi fulltrúum spillingarinnar, ísmeygilegar og háskalega heillandl. Banvænar ef þær nenntu að bana þessum drengstaula. Og þó að ungir leikhúsgestir hafi kannski ekki gert sér meðvitaða grein fyrir margfeldni þessara sjarmerandi undirheimapersóna þá hefur undirmeðvitundin vafalaust bært á sér og farið að hvísla varnaðarorð. Boðskapurinn er sýndur en ekki sagður (og þaðan af síður tugginn ofan í áhorfendur) sem er einn hinna stóru kosta verksins. Það var Kolbrún Halldórsdóttir sem setti þessa ógleymanlegu sýningu upp og meðal leikaranna voru Margrét Pétursdóttir (Maddamamma) og Harpa Arnardóttir (Putti) sem mikið hafa starfað í barnaleikhúsi sfðan, sömuleiðis Felix Bergsson sem lék Nornina

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.