Börn og menning - 01.09.2004, Qupperneq 12

Börn og menning - 01.09.2004, Qupperneq 12
10 Börn og menning finnst um leikhúsið sem er verið að bjóða þeim. Ég fékk að fara inn í Háteigsskóla og spyrja sex, tíu og tólf ára börn um leikhús. Einnig fór ég á einn leikskóla þar sem margar sýningar fara eingöngu inn á leikskólana. Þetta var ekki vísindaleg, félagsfræðileg könnun heldur miklu fremur leið til að athuga hvort börn hafi einhverjar skoðanir á leikhúsi og þeim sýningum sem þau sjá og hvort þau hafa eitthvað að segja. Guð minn góður hvað þetta var gaman. Ég var í hamingjukasti yfir að fá gagnrýni á starf mitt frá hópi af krökkum sem eru hryllilega, yndislega hreinskilin - það var svo ferskt og frábært. Bara að heyra þau tala. Ég hugsaði: „Hvar hef ég verið? Af hverju er ég ekki búin að spyrja þau miklu fyrr?" Hinn raunverulegi áhorfandi, þessi sem ég er alltaf að reyna að ná til, er tilbúinn að gagnrýna og ég get hlustað á hans skoðun bara si svona, tekið það með mér, þroskast og kannski búið til betri sýningar. Það var svo miklu sannara að hlusta á þau gagnrýna Linu heldur en leikhúsfólk eða vini, því ég leikstýrði Línu fyrir þau. Ég var að læra. Þetta sögðu þau Fyrsti hópurinn sem ég talaði við voru 10 ára krakkar. Ég: „Hafið þið farið í leikhús?" Þau: „Já." Ég: „Hvað hafið þið séð í leikhúsi?" Þau: „Dýrin í Hálsaskógi, Línu, Grease." Ég: „Finnst ykkur skemmtilegt eða leiðinlegt í leikhúsi:" Þau: „Skemmtilegt." Einn strákur „Mér fannst Lina langsokkur leiðinleg." Ég hiksta, hósta (hugsa bara ég er farin heim - börn vita ekkert um leikhús) nei, nei mér fannst þetta mjög áhugavert. Ég passaði mig náttúrulega að sega ekki hvar ég vinn eða hvað ég hef gert heldur bara að ég ætlaði að spyrja þau aðeins út úr. Ég: „Hvað fannst þér leiðinlegt?" Hann: „Hún var svo barnaleg." Þessir 10 ára krakkar voru sammála um að barnasýningar væru barnalegar en sumum fannst þær samt skemmtilegar. Kennarinn sagði mér að 10 ára börn og 10. bekkur í Háteigsskóla hefðu farið saman á Dýrin og 10 ára krökkunum fannst sýningin upp til hópa barnaleg en 10. bekkur skemmti sér mjög vel. Ég spurði: „Hvað finnst ykkur sérstaklega leiðinlegt eða sérstaklega skemmtilegt í leikhúsi?" Ein stelpan sagði: „Mér finnst ekki gaman í barnaleikhúsi þegar heilt lag snýst kannnski um einhvern runna. Já, eða bangsinn er týndur heilt lag." Ég get alveg skilið að 10 ára krökkum finnist það ekki nógu skemmtilegt. „En lögin í Grease - hvað fannst ykkur um þau? Um hvað fjalla þau?" Svar: „Það er gaman þegar lögin eru gefin út á geisladisk og lögin í Grease fjalla t.d. um ástina." Svo fór ég og talaði við 6 ára börn. „Hæ, hafið þið farið í leikhús?" Svar: „Já." „Er gaman eða leiðinlegt í leikhúsi?" „Gaman." „Hvort er skemmtilegra í leikhúsi eða bíó?" Öll svöruðu strax: „Bíó." „Af hverju?" „Leikhús er leikið - bíó er alvöru. Þægilegri stólar í bíó - maður getur hallað sér svona aftur á bak en í leikhúsi verður maður að sitja svona stífur." „Hvað var skemmtilegast í Linu og Dýrunum (flest höfðu séð þær)?" í Dýrunum: „Bakarasenan." í Linu: „Þegar hún flaug svona í byrjun og rólaði svo alveg yfir manni. (Allir aldurshóparnir sem ég talaði við tóku þetta atriði sem dæmi um sérstaklega skemmtilegt atriði eða það eftirminnalegasta. Þetta sama atriði er næstum það eina sem þrír gagnrýnendur af fjórum fjölluðu neikvætt um í blöðum og útvarpi. Ég er bara að benda á ólíkar upplifanir þessara tveggja gagnrýnishópa). Síðan talaði ég við tólf ára krakka og hélt að leikhúsinu yrði nú slátrað en viðbrögðin þar komu mér jafn mikið á óvart og hjá yngri krökkunum. Við spurningunni hvort er skemmtilegra að fara í bíó eða leikhús sögðu öll strax „leikhús." „Hvers vegna?" spurði ég og þá fékk ég sama svarið og hjá sex og tíu ára - bara búið að snúast við. Leikhúsið var núna orðið alvöru og bíó bara eitthvað sem var tekið upp fyrir löngu og klippt. Það skemmtilegasta í leikhúsi voru mistökin og að sýning er aldrei eins, og allt getur gerst. Einum 12 ára strák fannst Lína frábær sýning, alltaf eitthvað að gerast og bætti við: „Mér finnst bara leiðinlegt í leikhúsi þegar fólk stendur svona og talar bara og ekkert er að gerast." Þeim fannst brellur líka skemmtilegar eins

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.