Börn og menning - 01.09.2004, Page 13
Barnaleikhús - fyrír hvern?
11
og eldurinn í Bláa hnettlnum, steinninn í
Línu var þó gervilegur, hann var bara úr
plasti. En það voru notaðar tvær Línur, nei,
önnur var leiser varpað upp og svo fór hún
í teygjustökk bak víð húsið. Ég var ekkert að
varpa Ijósi á þennan galdur en fannst frábært
að þau hefðu allar þessar skoðanir. Þau eru
mjög gagnrýnin t.d. á steíninn í Línu sem var
úr annari sýningu og þau keyptu það ekki
- ekki öll að minnsta kosti.
Litlu krökkunum á Lindarborg fannst
skemmtilegast að leika sjálf. Þeim fannst allt
jafn skemmtilegt en voru sammála um að bíó
væri í alvöru „svona filma inní rúllu", sagði
ein stelpan og leikhús er bara leikið.
Ég spurði: „Eruð þið viss um að bíó sé
alvöru?" og fjögurra ára stelpa sagðí: „Ja,
það er alla vega tilfinningin."
Stákar í sex ára bekk og á leikskólanum
voru búnir að sjá Lord of the Rings með
pöbbum sínum sem eiga DVD en stelpurnar
höfðu ekki séð hana. Þetta nefna þau að
fyrra bragði - það er ekki ég sem er að
spyrja.
Að lokum
Við sem störfum við það að búa til menningu
fyrir börn verðum að leggja okkur míklu
meira fram við að skilja og átta okkur á
heiminum sem barnið lifir í. Við verðum
að gera markaðskannanir og reyna að fá
hreinskilin svör frá krökkum um upplifun
þeirra. Reynum að hugsa minna um hvað
foreldrarnir vilja að börnin sjái og hugsum
um hvað þeim finnst skemmtilegt og við
vitum líka að það þýðir ekkert að mata börn
á boðskap með lýsisbragði. Ef þeim leiðist,
ná þau engu af boðskapnum.
Ég dái Harry Potter - ég skil alveg af
hverju krökkum finnst gaman að honum:
hann er venjulegur strákur en um leið
galdrastrákur. Það getur allt gerst hjá Harry í
galdraskólanum og það er svo mikil spenna
og margar persónur sem þú veist ekki hvort
eru viðbjóðslega vondar eða vinir í raun.
Ég skil líka af hverju Tumi tígur og Bubbi
byggir eru vinsælir hjá krökkum. Ekki sömu
krökkunum - það er allt annar markhópur.
Víð verðum að átta okkur á að ein
sýning hjá sitt hvoru húsinu er ekki nóg fyrir
svona breiðan markhóp. Börn alast upp við
tölvuleiki, mikið sjónvarp og tölvumyndir þar
sem fiskurinn Nemó er raunverulegur eins
og sex ára börn myndu segja en um leið er
sagan hugmyndarík og stórkostleg. Full af
boðskap og ímyndunarafli.
Leikhúsið hefur stóra plúsa sem bíóið
hefur ekki. Eins og tólf ára krakkarnir bentu
á, þá er það nálægðin, orkan og óvissan
- allt getur gerst. Og svo eru töfrabrögð
sem þú skilur ekki hvernig voru gerð og
þau gerast fyrir framan nefið á þér og það
er rosalega skemmtilegt. Sjónhverfingar. Ég
held að börn hafi rosa gaman að þeim.
Mér finnast sjónhverfingar skemmtilegar
og finn fyrir gleðinni og spenningnum
við að sjá töfra gerast fyrir framan mig,
leikhústöfra. Vá, hugsa ég þá, þetta var
ótrúlega flott. Hvernig var þetta hægt? Ég er
ekki að segja að barnaleikhús framtíðarinnar
sé brelluleikhús, heldur að við megum
ekki vanmeta þekkingu og þroska þessa
markaðshóps. Við verðum að taka inn
þeirra raunveruleika, bæta við hann og
ögra honum. Víð verðum að hlusta og vera
fersk, skemmtileg, heilbrigð, góð, fyndin,
krassandi, ögrandi og aldrei tala niður til
barna í leikhúsi fyrir börn.
Höfundur er leikstjóri.