Börn og menning - 01.09.2004, Blaðsíða 14
12
Börn og menning
Bjarni Guðmarsson
Af kassastykkjum og fleiri verkum
Tveir menn og kassi eftir Torkild Lindebjerg.
Möguleikhúsið sýnir. Leikstjóri og höfundur
leikmyndar: Torkild Lindebjerg; leikarar:
Bjarni Ingvarsson, Pétur Eggerz og Stefán
Örn Arnarson; hljóðmynd: Stefán Örn
Arnarson; módelsmíði: Justin Wallace.
Sjaldgæfur dagur á lagernum hjá Larsson.
Dockteaterverkstan (Svíþjóð) sýnir. Brúður,
sviðsmynd og leikur: Cecilia Billing og
Anders Lindholm. Handrit og leikstjórn í
samstarfi við Juan Rodriguez.
Sýnt á norrænni leiklistarhátíð fyrir börn og
unglinga, 1515-19/5 2004.
íslenska barnaleikhúsið hefur sótt í sig veðrið
á undanförnum árum og áratugum og telst
örugglega bæði fjölbreytt og framsækið nú.
Síðastliðið vor gat að líta ágætt sýnishorn
af því sem í boði er á landinu á norrænni
barnaleikhúshátíð sem hér var haldin á
vegum ASSITEJ á Islandi. Þar tróðu íslenskir
barnaleikhúsmenn upp í bland við góða gesti
að utan. Sýndi dagskráin svo ekki varð um
villst að við stöndum býsna vel og ekki síður
að merkimiðinn „barnaleikhús" spannar
býsna breitt svið.
Alþjóðlegt net
Hin einkar ógagnasæja skammstöfun ASSITEJ
stendur fyrir heitið Association Internationale
de Theatre des Enfants et Jeunesse og er
alþjóðlegt net barna- og unglingaleikhúsa
með um fjögurra áratuga sögu. íslandsdeild
samtakanna var stofnuð árð 1990 og eiga
um 20 leikhópar og leikhús hér á landi
aðild að deildinni. ASSITEJ á Islandi hefur
látið allmikið að sér kveða frá stofnun og
átt mikið og gott samstarf við deildirnar
á hinum Norðurlöndum. Hafa þær meðal
annars skipst á að halda slíkar norrænar
leiklistarhátíðir. Nú var röðin sem sé komin
að íslandi en hátíðin í vor var sú fyrsta sem
ASSITEJ gengst fyrir hér á landi.
Um tugur atriða var á dagskrá hátíðarinnar
sem stóð í fimm daga, og því Ijóst að halda
þurfti vel é spöðum. Sennilega ekki ýkja
margir sem gátu notið alls sem í boði var.
Um helmingur sýninganna var íslenskur
en gestirnir voru einn fulltrúi frá hverju
hinna Norðurlandanna, þ.e. Danmörku,
Noregi, Svíþjóð og Finnlandi, auk þess
sem ástralska listakona Tamara Kirby leiddi
listasmiðju skólabarna. Afrakstur þeirrar
vinnu, gjörningur í hljómskálagarðinum
um landvættirnar, var opnunaratriði
hátíðarinnar.
Líf í kössunum
Undirritaður átti þess kost að sjá tvær af
sýningum hátíðarinnar og snerust báðar
í kringum kassa af ýmsum stærðum og
gerðum. Sýningarnar voru afar ólíkar, önnur
íslensk en hin sænsk, en áttu það sameignlegt
að sýna að svo ekki varð um villst að það er
líf í kössum - og þá væntanlega hverju sem
er þegar hugmyndaflug og sköpunargleði
fara saman.
Framlag Möguleikhússins, Tveir menn og
kassi, er eftir Danann Torkild Lindebjerg og
var hann jafnframt leikstjóri. Lindebjerg nam
látbragðsleik í Frakklandi og Bandaríkjunum
og vinnur einkum við leikhús án orða.