Börn og menning - 01.09.2004, Page 16
14
Börn og menning
Á hverju ári er haldinn fjöldinn allur af
leiklistarnámskeiðum fyrirbörn og unglinga
undir handleiðslu leiklistarmenntaðra
kennara. Námskeiðin hafa notið vaxandi
vinsælda og hefur aðsókn stundum verið svo
góð að einhverjir hafa þurft frá að hverfa.
Dæmi eru einnig um börn sem hafa farið
allt að fimm sinnum á leiklistarnámskeið.
En af hverju eru námskeiðin svona vel
sótt og hvað læra börnin af leiklistinni? Ég
leitaði svara hjá forsvarsmönnum þriggja
leiklistarnámskeiða sem haldin voru á
árinu og voru þeir allir sammála um að
námskeiðin geti reynst börnunum sem
þau sækja ómetanleg. Á námskeiðunum
er nefnilega leitast við örva og virkja
eðlislægt hugmyndaflug barnanna, þroska
Borgarleikhúsið og Draumasmiðjan
Lengi vel hefur Borgarleikhúsið sinnt barna-
og fræðslustarfi samhliða leikhúsrekstrinum.
Því má segja að hefð sé komin fyrir
leiklistarnámskeiðunum sem haldin hafa
verið þar undanfarin sumur. f ár var ákveðið
að óska eftir samstarfi við Draumasmiðjuna
og stóðu leikhúsin tvö í sameiningu fyrir
fjórum leiklistarnámskeiðum fyrir börn og
unglinga í júlí. Hvert námskeið stóð yfir í
fimm virka daga og var kennt sex tíma í
senn. Þátttakendur voru á aldrinum átta til
sextán ára og var þeim skipt í þrjá hópa eftir
aldri. Farið var í leiklistaræfingar, dansað og
sungið. Æfingarnar miðuðu að því að leyfa
einstaklingnum að njóta sín svo hann fengi
tækifæri til að skilja og þroska þá hæfileika
sem hann býryfir. Þátttakendur fengu einnig
tækifæri til að skoða húsið og prufa alvöru
leikbúninga. f lok hvers námskeiðs var haldin
leiksýning á Nýja sviðinu fyrir foreldra og aðra
aðstandendur.
persónuleika þeirra, samstarfshæfileika og
öryggi. Þar fá börnin tækifæri til að kynnast
sjálfum sér, uppgötva og læra að sjá hluti
með ólíkum augum og aðferðum. Og hefur
þetta áhrif? Engin spurning. Kennarar og
aðstandendur sjá mun á börnunum á eftir.
Þau eru opnari, glaðari og jákvæðari auk
þess sem þau virðast skemmta sér með
eindæmum vel. En leiklistarnámskeiðin
hafa ekki síður áhrif á þá fullorðnu því með
einlægni sinni tekst börnunum að hrifa þá
með og fá þá til að sjá lífið I öðru Ijósi.
Möguleikhúsið
Frá árinu 1995 hefur Möguleikhúsið staðið
fyrir þriggja vikna leikhúsnámskeiðum
fyrir börn á aldrinum níu til tólf ára með
stuðningi frá íþrótta- og tómstundaráði
Reykjavíkur. Kennslan fer fram á sumrin í
húsakynnum Möguleikhússins við Hlemm
og er kennt sex tíma á dag, fimm daga
vikunnar. Á námskeiðunum er unnið með
flest þau atriði sem tengjast hefðbundinni
leikhúsuppsetningu. Meðal þess sem fengist
er við má nefna: gerð handrits, æfingar,
leikmynd og búningar, lýsing o.fl. Þó að
vinnan fari að mestu leyti fram innan dyra er
einnig reynt að brjóta upp daginn með því
að fara út í guðsgræna náttúruna, ef veður
Dæmi úr dagbók Möguleikhússins
9. dagur - 18. júní
Við hófum daginn á léttum upphitunar-
æfingum og geimveruspuna. Þá þurftu
allir að leika geimverur sem voru að
koma til jarðarinnar í fyrsta skipti og
skoðuðu hluti sem eru hversdagslegir í
okkar augum, en stórfurðulegir í augum
geimveranna. Síðan var skipt í hópa sem
fengu að velja sér eina af þeim sögum
sem teknar hafa verið fyrir og endurvinna
leikþátt úr þeim. Eftir hádegið klæddu
allir sig í búninga úr safni leikhússins
og arkað var með allan hópinn niður
á Austurvöll þar sem leikþættirnir voru
leiknir fyrir gesti og gangandi.