Börn og menning - 01.09.2004, Qupperneq 17

Börn og menning - 01.09.2004, Qupperneq 17
Það er leikur að leika 15 Sönn saga úr Kramhúsinu „Vitið þið hvað, hún Guðrún frænka var að eignast tvo kettlinga en hún er samt ekki kisa." leyfir. Allir þessir þættir eru síðan nýttir til að vinna leiksýningu frá grunni, sem er sýnd í Möguleikhúsinu í lok námskeiðsins. Skapast hefur sú hefð að sýna sýninguna a.m.k. tvisvar, annars vegar fyrir börn á nokkrum leikjanámskeiðum á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og hins vegar fyrir aðstandendur barnanna. Kramhúsið í Kramhúsinu hefur verið starfrækt listasmiðja barna og unglinga í tuttugu ár og fer starfsemin fram á veturna. Tímabilinu er þá skipt í tvær tólf vikna annir, þ.e. fyrir og eftir áramót. Aldurskipt er í hópana og eru yngstu börnin, þriggja ára, í tónlist og hreyfingu, fjögurra og fimm ára börn geta valið á milli leiklistar og tónlistar en þegar þau eru orðin sex ára og eldri er valið á milli leiklistar og dans. Hvert námskeið endar á uppskeruhátíð í einhverju formi fyrir jól og að vori. Kennararnir á námskeiðunum eru með ólíka menntun á sviði leiklistar, dans, myndlistar og tónlistar og er unnið á skapandi hátt í gegnum listgreinarnar fjórar. Lögð er áhersla á að hver einstaklingur fái að njóta sín svo hann geti öðlast félagslega færni og þori að leggja af stað í ferðalag þótt útkoman sé óráðin. Jóna Valborg Árnadóttir

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.