Börn og menning - 01.09.2004, Page 22

Börn og menning - 01.09.2004, Page 22
20 Börn og menning á Ljónasi verður til þess að hann verður fyrir aðkasti annarra og er að því kominn að gefast upp þegar rödd sögumannsins stappar í hann stálinu og hvetur hann til að halda áfram, því maður viti nefnilega aldrei hvernig sagan kemur til með að enda. Ljónas lætur segjast og ákveður að berjast áfram." Hver er þá boðskapur leikritsins að mati Guðmundar? „I raun er erfitt fyrir mig að tala um boðskapinn í verkinu. Aðalmarkmiðið með sýningunni er að skemmta áhorfendum og út frá því geng ég. Hins vegar er verkið táknrænt fyrir margt í lífinu og það býður þar af leiðandi upp á heimspekilegar vangaveltur ef því er að skipta. Hver og einn ætti þá að geta túlkað söguna á sinn háttt. Það er þó alveg Ijóst að Ljónas lærir að hann verður að standa með sjálfum sér og í þeirri uppgötvun hans kristallast sagan," segir Guðmundur og bætir svo við: „Það er undir okkur sjálfum komið hvernig við tökum á þeim vandamálum sem upp koma í lífi okkar." Eru skilaboðin þá kannski þau að við megum ekki gefast upp þó á móti blási? spyr ég harðákveðin í að koma betur höndum yfir boðskapinn. Guðmundur horfir svolítið mæðulega á mig og segir síðan: „Ein af ástæðum þess að ég á erfitt með að tala um boðskapinn í verkinu er sú að við sem að sýningunni stöndum lítum á verkið sem andsvar við mötun. Við viljum að fólk staldri við og hugsi um hraðann í þjóðfélaginu og hvað það er í raun stutt síðan við höfðum ekki tölvuleiki, teiknimyndir eða aðra sambærilega afþreyingu til að hafa ofan af fyrir okkur. í því Ijósi tileinkum við sýninguna förumönnunum, sem eru upphafsmenn leiklistarinnar á Islandi, en þeir flökkuðu á milli bæja og fluttu ábúendum fréttir og skemmtiatriði. Áhrifa förumannanna gætir þá í verkinu á þann hátt að framsetning þess miðar að því að hvetja ímyndunarafl áhorfenda." Þetta hljómar vel, en hvernig í ósköpunum erfariðað þessu? „Sýningin verður búin til i hugum áhorfenda, á þann hátt að í henni verður hvorki stuðst við leikmuni né búninga. Leikarinn verður þess í stað hvítmálaður í framan og með hvíta hanska, ekki ósvipaður látbragðsleikara, og mun hann í samvinnu við massívan hljóðheim sýningarinnar gefa tilfinningu fyrir þeim heimi sem persónur verksins lifa (. Þannig fær hver og einn tækifæri til að upplifa verkið og skilja á sinn hátt." En finnst Guðmundi ekki mikilvægt að barnaleikrit hafi boðskap? „Það er mikilvægast að barnasýningar séu skemmtilegar, því ef þær eru það þá er einhver boðskapur að baki. Ef boðskapurinn er of augljós, er hætta á að sýningin verði leiðinleg. Hvað þetta varðar aðhyllist ég hugmyndir þýska leikritaskáldsins Bertolts Brechts, sem sagði eitt sinn eitthvað á þessa leið: „Entertainment first, then education", en honum var mikið í mun að fræða í gegnum leikrit sín." Er þá ekki nauðsynlegt að börn komi í fylgd með fullorðnum á sýninguna, svo fræðslan fari ekki forgörðum? „Draumurinn er að þetta verði fjölskyldusýning og hef ég sett fram ýmsar hugmyndir um það hvernig hægt væri að fylgja sýningunni eftir svo börnin fái tækifæri til að ræða þær heimspekilegu og sálfræðilegu vangaveltur sem upp kunna að koma hjá þeim. Ein hugmyndin er að koma á umræðum eftir hverja sýningu og jafnvel setja fram umræðupunkta í leikskrá sem hægt væri að styðjast við þegar heim er komið. Þannig hvetjum við líka til þess að börn og fullorðnir ræði saman en fáir virðast gefa sér tíma til þess nú til dags. Til að gera þetta að veruleika hef ég fengið til liðs við mig sálfræðinginn Hafstein Gunnar Hafsteinsson og barnaheimspekinginn og skólastjóra Heimspekiskólans Brynhildi Sigurðardóttur, en þau munu stýra fræðslunni samfara sýningunni. Fyrst og fremst á þetta þó að vera skemmtileg sýning fyrir fjölskylduna sem hægt er að hafa gagn af." Ég sé ekki betur en barnasagan hennar Guðrúnar Evu sé í góðum höndum leikarans með Ijónsmakkann og það verður spennandi að sjá hvernig viðtökurnar verða þegar Söguleikhúsið frumsýnir verkið í vetur. Jóna Valborg Árnadóttir Söguleikhúsið sýnir Ljónið sem gat ekki öskrað. Að verkinu koma eftirtaldir aðilar: Guðrún Eva Mínervudóttir, rithöfundur Guðmundur Jónas Haraldsson, leikari/leikstjóri Áki Ásgeirsson, tónskáld Olga Holownia, Ijósmyndari og grafiklistakona Ólafur Pétur Georgsson, Ijósamaður Sigurþór Albert Heimisson, leikstjóri/leikari Hafsteinn Gunnar Hafsteinsson, ráðgjöf/ sálfræðingur Brynhildur Sigurðardóttir, barnaheimspekingur/ skólastjóri Heimspekiskólans Jónas Jónasson kvikmyndagerðarmaður (Edison Lifandi Myndir) Gustavo Marcelo Blanco, animation Páll (van Pálsson, tónlistarmaður og tónskáld

x

Börn og menning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.