Börn og menning - 01.09.2004, Qupperneq 34
32
Börn og menning
Tvær kempur á níræðisaldri fá
H.C. Andersen verðlaunin 2004
Hans Christian Andersen verðlaunin eru
æðsta alþjóðlega viðurkenning sem
rithöfundum og myndskreytum barnabóka
getur hlotnast. Á tveggja ára fresti velur
IBBY rithöfund og myndskreyti sem hafa
skarað fram úr á ferli sínum með framlagi
sínu til barnabókmennta.
Það er ekki hægt að segja annað en að
verðlaunahafarnir í ár hafi lifað tímana
tvenna því báðir eru þeir komnir á
niræðisaldur. írinn Martin Waddell hlaut
verðlaunin sem besti rithöfundurinn 2004,
og Hollendingurinn Max Velthuijs fékk
verðlaunin fyrir myndskreytingar í ár.
Martin Waddell er fæddur í Belfast
á Írlandí 10. apríl 1941, f miðri síðari
heimsstyrjöldinni. Hann er einn ástsælasti
barnabókarithöfundur Ira og á að baki
óvenju fjölbreyttan rithöfundarferil.
Fyrstu nótt ævi sinnar var hann geymdur
undir borði og hlíf úr málmi sett yfir hann til
að verja hann fyrir sprengjum. Þegar hann
stækkaði átti hann sér framtíðardraum um
að verða atvinnumaður í fótbolta og það
munaði reyndar mjóu að hann næði því
markmiði.
Martin skrifar alls kyns sögur fyrir börn,
allt frá myndabókum fyrir yngstu börnin upp
I alvarlegar sögur fyrir unglinga. Framan af
rithöfundarferlinum gaf hann bækur sínar
út undir tveimur nöfnum, sínu eigin og
dulnefninu Catherine Sefton. Hann notaði
eigið nafn þegar hann skrifaði léttari bækur
en dulnefnið þegar hann skrifaði alvarlegri
bækur þar sem hann tók fyrir samband
milli fólks og hvernig það tekst á við erfiðar
aðstæður. Núna birtast allar hans bækur
undir hans rétta nafni.
Martin hefur búið næstum alla sína
ævi í Newcastle, í nágrenní Belfast. Hann
hefur skrifað fjölmargar bækur um hvernig
uppvöxtur í skugga pólítískra átaka hefur
áhrif á líf fólks, sérstaklega tánínga. Einnig
skrifar hann draugasögur, aðallega af því
honum finnst það skemmtilegt en einnig
af því honum finnst draugar gott tákn um
hvernig fortíðin hefur áhrif á nútímann.
Ein bók hefur verið þýdd á íslensku eftir
Martin Wenell, Þú ert duglegur Bangsi litli,
Æskan 1999.
Max Velthuijs fæddist árið 1923 í Haag í
Hollandi, yngstur fjögurra systkina og eini
strákurinn. Hann hefur teiknað frá því hann
man eftir sér en árið 1944 lauk hann námi í
grafískri hönnun og listum frá háskólanum í
Arnhem í Hollandi. Framan af starfsævinni
vann hann sem grafískur hönnuður og fékkst
meðal annars við hönnun á veggspjöldum,
frímerkjum, bókakápum auk teiknimynda og
sjónvarpsauglýsinga.
Árið 1962 hófst ferill hans á sviði
barnabóka, bæði sem rithöfundur og
myndskreytir, en þá sendi hann frá sér
tvær bækur. Síðan hefur hann sent frá sér
fjöldann allan af bókum en langþekktastur
er hann fyrir bækur sínar um froskinn sem
ætlaðar eru yngri lesendum en höfða til
allra sem hafa gaman af skemmtilegum og
innihaldsríkum myndabókum.
Bækurnar um froskinn og vini hans hafa
verið gefnar út í meira en 20 löndum. Fyrir
þessar bækur er Max Velthuijs elskaður og
dáður af dyggum lesendum en froskurinn
leit fyrst dagsins Ijós sem aukapersóna í
sögum sem komu út árin 1983 og 1985.
Hann hefur unnið til margra verðlauna fyrir
þessar bækur enda þykja þær sýna mikla
visku og flytja skilaboð án þess að predika.
Kikker is verliefd (Ástfanginn froskur) er ein
elsta bókin um froskinn. Max tekst mjög
vel í þessum stuttu sögum að sýna hvernig
heimurinn er og hvernig hægt er að koma
illa fram við náungann. Alltaf kemur hann
þó með jákvæðar lausnir á vanda frosksins
og vina hans.
( bókinni Froskurinn og útlendingurinn
er gott dæmi um hvernig höfundur tekur
á viðkvæmu máli eins og fordómum og
ótta við þann sem er utangarðs. Þegar
rottan setur upp bækistöðvar sínar I
skógarjaðrinum bregðast vinir frosksins við
á kunnuglegan hátt:
„Ef þú spyrð mig þá lítur hún út eins og
skítug og ógeðsleg rotta" sagði Svínið.
„Þú verður að fara varlega," sagði Öndin.
„Rottur eru mjög þjófóttar."
Froskurinn ákveður að komast að hinu
sanna sjálfur. Þau verða vinir, rottan og
hann, og rottan reyníst vera prýðisnágranni,
hjálpsöm og skemmtíleg. Svínið og öndin,
sem eru fulltrúar fyrir kynþáttafordóma, falla
síðan fyrir kostum rottunnar og þegar hún
ákveður að flytja er hennar sárt saknað.
Max Velthuijs vinnur mjög lengi með
hverja bók, allt upp í heilt ár. Hann vill láta
bækur sínar vera sannar, koma beint frá
hjartanu. Bækurnar hans um Froskinn fjalla
um heimspekilega hluti þar sem hann veltir
fyrir sér ást, frelsi, vináttu og dauða. Hvert dýr
er fulltrúi ákveðinna eiginleika, t.d. er svínið
mjög duglegt, hérinn er gáfulega þenkjandi
og gefur oft góð ráð og öndin er vingjarnleg
en mjög tilfinninganæm. Höfundurinn segist
sjálfur vera líkastur froskinum, sem er oft
mjög barnalegur eða naífur!
Oddný S. Jónsdóttir