Börn og menning - 01.09.2004, Blaðsíða 35
Úr smiðju höfundar
33
úr smiðju höfundar
Kristlaug María Sigurðardóttir
Maður er kannski bara að gera eitthvað
ómerkilegt eins og að vaska upp eða slá
grasið í garðinum sínum þegar maður fær
pínulitla hugmynd í kollinn. Kannski ferhún
á flakk um heilann og verður að einhverju
eins og leikriti eða bók, eða jafnvel bara
setningu í jólakorti, en það er líka eins víst
að hún leki út um eyrun án þess að maður
verði hennar var. Ég held nefnilega að við
fáum öll fullt af hugmyndum á hverjum
degi sem detta út um eyrun án þess að við
höfum haft minnsta grun um að þær hafi
verið þarna.
Hugmyndin að Ávaxtakörfunni var að
vissu leyti þannig. Ég held að hún hafi skollið
á hausnum á mér, dottið út um vinstra eyrað
án þess að ég hafi orðið hennar vör og síðan
fokið aftur inn um hægra eyrað og sest að
í kollinum á mér, enda man ég að það var
sterkur norðanstrekkingur þegar jarðarberið
kom fyrst upp í hugann.
Það var skrýtið hvernig jarðarberið tók sér
bólfestu í kollinum á mér. Ég gat ekki losnað
við það hvernig sem ég hristi hausinn. Fyrsta
hugmyndin að Ávaxtakörfunni var mjög
flókin. Hún átti að vera um stelpu sem hét
Margrét og afmælisdaginn hennar (mér
finnst svo erfitt að velja nöfn á sögupersónur
og nota því Margrét ansi mikið, enda heita
bæði móðir mín og dóttir þessu fallega
nafni). Nema hvað, einhvern veginn átti
risastór afmælisterta að rúlla inn á sviðið.
Síðan átti að kurla ananasinn af því að hann
var svo vondur og kreista appelsínuna í safa
af því hún var svo safamikil og góð með sig.
Jarðarberið átti að vera sigurvegari og tróna
efst á tertunni og í bakgrunni áttu að vera
börn að leik ( afmælisveislunni. Þegar litið er
til baka liggur í augum uppi að þetta var ekki
sérlega merkileg eða góð hugmynd, enda
eru fyrstu hugmyndir það sjaldnast.
En af því að jarðarberið var flutt inn í
kollinn á mér hélt hugmyndin áfram að
þróast og fljótlega komu fleiri ávextir til
sögunnar og svo að sjálfsögðu gulrótin.
Á sama tíma datt Margrét út úr myndinni
ásamt afmælisveislu, rjómatertu og öllu sem
fylgdi henni en jarðarberið fór ekki neitt.
Það sem gerðist næst í þróuninni var að
ég skrifaði hádramatískar senur þar sem
jarðarberið vann alltaf og hinn vondi tapaði.
Tungumálið var þrungið tilfinningum og
ávextir lágu um sviðið grátandi, niðurbrotnir
og svínbeygðir af hinum illa ananas, allir
nema ofurjarðarberið sem jafnvel bar
ananasinn ofurliði í skilmingakeppni þeirra
á milli. Ég sá fljótlega að kannski væri þetta
fullmikill „Shakespeare"og ákvað að leggja
þetta frá mér og fara að heimsækja mömmu
á Akureyri.
Örlagarík ökuferð
Þar sem ég er ekkert fyrir flugvélar ákvað ég
að fara landleiðina norður og fékk far með
vinafólki mínu sem var saman í hljómsveit
og á leið til Akureyrar að halda tónleika