Börn og menning - 01.09.2004, Blaðsíða 36
eða ball. Ég man ekki hvort þau voru þá
í hljómsveitinni Todmobile eða Tweetie,
enda skíptir það ekki máli, en leiðin frá
Reykjavík til Akureyrar styttist um helming
þegar maður ferðast með skemmtilegu fólki.
Andrea er auðvitað svo ferlega skemmtileg
og hélt uppi stuðinu langleiðina og sagði
okkur Þorvaldi Bjarna alls konar sögur
og brandara sem gerðu það að verkum
að ég var alveg að pissa á mig úr hlátri í
aftursætinu og hann alltaf að stoppa bílinn
svo við færum ekki útaf. Þegar við vorum
komin á Öxnadalsheiðina stoppuðum við,
fórum út úr bílnum og nutum þess að horfa
á norðurljósin og stjörnurnar fyrir ofan okkur
í kyrrðinni. Við stóðum þrjú við vegarbrúnina
og Þorvaldur Bjarni gat vart tára bundist yfir
fegurð Öxnadalsins í fannhvítum feldi (það
var sko vetur), og þarna held ég kannski að
hann hafi fengið sína hugmynd um að við
myndum vinna saman.
Við settumst aftur upp í bílinn og keyrðum
sem leið lá niður af heiðinni. Þorvaldur spurði
mig þá hvort ég væri ekki eitthvað að skrifa,
þar sem ég hafði farið til Genfar nokkrum
árum áður, og tekið við þessum líka fínu
verðlaunum fyrir skriftir. Ég sagði honum
þá frá hugmyndinni að Ávaxtakörfunni,
sem ennþá var frekar flókin og kannski
líkari teiknimynd en leikriti, en hann skildi
nákvæmlega hvert ég var að fara. Svo sagði
hann si svona þegar við vorum að renna inn á
Akureyri: „Eigum við ekki bara að gera þetta
að söngleik?"
Mér fannst hugmyndin svo fáránleg að
ég reyndi ekki einu sinni að leyna því og
aftur lá við að ég pissaði á míg af hlétri. Ég
þagnaði hins vegar þegar hann horfði á mig
í baksýnisspeglinum og sagði að það hefðu
verið gerðir söngleikir um fáránlegri hluti en
ávexti og grænmeti, t.d. ketti og skák og
væru þeir vinsælustu söngleikir í heiminum.
Syngjandi ávextir
Nokkrum mánuðum seinna hringdi
Þorvaldur í mig og bað mig að gera texta
við jólalag. Ég var þá nýflutt til Keflavíkur
í húsið mitt og textinn, Senn koma jólin,
sunginn af Siggu Beinteins var kannski um
það hvernig ég ímyndaði mér að jólin í nýja
húsinu yrðu, frekar en að hann væri byggður
á reynslu, enda erfitt að kom sér í jólaskap
í júlí. Þegar þessu var lokið fór Þorvaldur
æ oftar að krefja mig um einhver drög að
Ávaxtakörfunni, enda var hann löngu farinn
að semja tónlistina og bráðvantaði allt efni
frá mér.
Nú, ég skrifaði drögin og teiknaði upp
hvernig leikritið/söngleíkurinn ætti að vera,
svo eignaðist ég fyrsta barnið mitt og gat
ekki staðið í því að vera að skrifa eitthvert
leikrit þegar ég gat eytt öllum deginum í að
horfa á dóttur mína. Þegar þarna var komið
hafði Gunnar Ingi Gunnsteinsson leikstjóri og
vinur minn lesið drögin og fannst verkefnið
mjög spennandi. En ég var ekki ennþá viss
um hvernig ég ætti að skrifa þetta, því
tilhugsunin um syngjandi ávexti einfaldlega
fékk mig til að taka bakföll af hlátri.
Kostaði blóð, svita og tár
Örlögin höguðu því þannig að ég flutti
til Kaupmannahafnar í lok árs 1996 með
barn og buru. Ári eftir að ég hafði komið
mér fyrir í íbúðinni Ved Volden númer 11
hringdi Gunnar f mig og sagði að ég yrði
að fara að skrifa á fullu því það ætti að
setja Ávaxtakörfuna upp í (slensku óperunni
og það væri bara beðið eftir að ég kláraði
handritið. ( millitfðinni hafði ég eignast mitt
annað barn og sá fyrir mér að þetta yrði létt
verk og löðurmannlegt með annað barnið
í leikskólanum og hitt sofandi úti f vagni.
Það var nú samt ekki þannig. Þetta kostaði
blóð, svita og tár. Og ég man að þegar ég
var búin að setja leikritið saman og var að
slá inn síðustu orðin í fartölvuna mína, tók
ég mér sopa af eðalkaffi úr kaffibollanum
mínum sem stóð alla jafna við hlið tölvunnar.
Þennan morgun var ég eitthvað æst, enda
að klára fyrsta alvöru uppkastið af leikritinu
og í æsingnum hellti ég afganginum af
kaffinu yfir tölvuna, sem umsvifalaust gaf
frá sér undarleg hljóð og svo slokknaði
á henni. Þið getið rétt ímyndað ykkur
skelfinguna sem greip mig en sem betur fór
var hægt að hreinsa kaffið úr tölvunni og ná
í leikritið. Það tók að vísu nokkrar vikur en ég
fínpússaði handritið svo um sumarið þegar
ég fékk nýja tölvu.
Ég byrjaði að skrifa á fullu í janúar 1998 og
við Þorvaldur unnum þetta mikið í gegnum
Internetið, kaffið fór yfir tölvuna um miðjan
júní og í ágúst skilaði ég af mér handritinu
og söngtextunum til Draumasmiðjunnar
sem setti Ávaxtakörfuna á svið. Þann 6.
september var svo Ávaxtakarfan frumsýnd
og ég sá að það var alls ekki svo galið að
láta ávextina syngja og að ég hafði alls ekki
nýtt mér alla kosti þeirra. Dauðsá til dæmis
eftir því að hafa ekki haft vínberjakór með í
söngleiknum, það hefði verið svo viðeigandi,
en mér datt það ekki í hug fyrr en eftir
frumsýningu og því kom sú hugmynd
einfaldlega of seínt. Svona getur lítil
hugmynd um jarðarber og rjómatertu orðið
að heilum söngleik ef fólk vinnur saman og
trúir á það sem það er að gera.
Núna datt mér í hug kartafla, fiskur,
tröllastelpa og jólasveinn. Eftir nokkur ár
komumst við að því hvort einhver af þessum
hugmyndum verður að einhverju hjá mér,
leikriti eða bók, eða hvort þær leka hægt
og rólega út um eyrun á mér og ég geri mér
enga grein fyrir því að þær hafi verið til.
Höfundur er rithöfundur.