Reginn


Reginn - 13.08.1938, Qupperneq 3

Reginn - 13.08.1938, Qupperneq 3
R E G I N N 3 R E G I N N ÚTGEFANDI: ST. FRAMSÓKN nr. 187. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HANNES JÓNASSON. AFGREIÐSLUMAÐUR: PÉTUR BJORNSSON. AUGLÝSINGASTJÓRI: SNORRI FRIÐLEIFSSON. SIGLUFJARÐARPRENTSMIÐ3A. Þegar bróðir minn var á unga aldri dó hann sem barn, Blóðeitrun í öðrum handleggn- um, sem kom af rispu á Friðriks- bergs sjúkrahúsi. * Hægri fótur minn hefir verið tek- inn af sem afleiðing af barnsfæð- ingu fyrir neðan hnéð árið 1905. r A víö og dreif Nýlega er látin ungfrú Rannveig Sveinsdóttir fráSteinaflötum. Rann- veig sál. var hin gjörfulegasta stúlka og bauð af sér góðan þokka. Hennar er sárt saknað af foreldrum, systkinum og öðrum er hana þekktu. Ljótur ósiður er það, er einhverj- ir temja sér, að ræna blómum af leiðum í kirkjugarðinum. Sá reitur á að fá að vera friðhelgur og eng- um að leyfast að raska neinu sem þar er. Má vera, að hér séu börn að verki sem ekki bera skynbragð á hvað þau eru að gera, en til þess verður að ætlast af foreldrum, að þau láti eigi börn sín hafa kirkju- garðinn að leikvelli, að minnsta kosti ekki svo, að þau eyðileggi og spilli því, sem þar á að vera í friði fyrir ómildum höndum. Aðalfundur Síldarútvegsnefndar hefir nýlega verið haldinn. Sátu þann fund fjöldi manna auk nefnd- arinnar sjálfrar. Blaðið Neisti skýrir frá fundi þessum í forustugrein. Eigi er þó Að gefnu tilefni viljum vér lýsa yfir því, að blaðið »Samherji« sem byrjað er að koma út hér í Siglufirði, er ekki að neinu leyti á vegum Framsóknarfélaganna í Siglufirði, og er þeim því með öllu óviðkomandi. Siglufirði, 8. ágúst 1938. í stjórn FRAMSÓKNARFÉLAGS SIGLUFDARÐAR Ragnar Guðjónsson Snorri Arnfinnsson Bjarni Kjartansson í stjórn FÉLAGS UNGRA FRAMSÓKNARMANNA Siglufirði Ragnar Jóhannesson Haraldur Hjálmarsson Björgvin Fœrseth. Frá Gagnfrœðaskólanum. Ákveðið er að skólinn starfi í þremur bekkjum n. k. vetur, ef nægileg þátttaka fæst. Þeir, sem vilja setjast í 1. og 3. bekk sendi umsóknir til undirritaðs eða formanns skólanefndar, frú Guðrúnar Björns- dóttir, fyrir 15. sept. n. k. Kennsla hefst snemma í október. Nánar auglýst síðar. Siglufirði, 9. ágúst 1938. 3ón Dónsson. í grein þeirri getið um framkvæmd- ir Síldarútvegsnefndar á siðastl. ári, né árangurinn af störfum henn- ar. Aftur á móti er þar skæting- ur til ýmsra er fundinn sátu ásamt háðglósum um ræðumenn. Mikill fjöldi aðkomumanna er nú í bænum. Eru öll matsölu- og gistihús fullskipuð, og þó einkum gistihúsin, svo eríitt hefir verið fyrir aðkomumenn að fá næturvist. Allar þrær ríkisverksmiðjanna eru nú fullar af síld nema nýja þröin og bíða afgreiðslu milli 30 og 40 skip. Lýsisgeymar eru einn- ig að fyllast og mun í ráði að taka nokkurn hluta nýju þróarinn- ar til lýsisgeymslu. Útsala á allmiklu af bókum fer nú fram í bókaverzlun Hannesar Jónassonar. Einnig eru þar seld eldri útlend blöð með afslætti. Teikni- bestik vönduð, og ódýr eítir gæðum. Hansies Jónasson. Linoleum mikið til, meira með Dettifoss, fallegir og hentugir litir. Hannes Dónasson.

x

Reginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.