Reginn


Reginn - 03.08.1940, Page 3

Reginn - 03.08.1940, Page 3
REGINN 3 R E G I N N ÚTGEFANDI: ST-. FRAMSÓKN nr. 187. ÚT KOMA 12-16 BL0Ð Á ÁRI ÁRG. KOSTAR KR. 1,50 Ritstjóri og ábyrgðarmaður HANNES JÓNASSON. Afgreiðslumaður: PÉTUR BJORNSSON. Auglýsingastjóri: JÓN HJARTANSSON. Siglufjarðarprentsmiðja. Kaupendur Regins í Reykja- vík eru vinsamiega beðnir ai greiða blaðið til Jóhanns Ögm. Oddssonar.Kirkjuhvoli.Reykja- vík. sér. Þær íá ástir okkar í staðinn. og oít getur það verið meira en matarást. Pétur Sigurðsson. Á víð og dreif. Róttækar ráðstafanir. Útvarpið skýrði frá því nýlega, að verið væri að gera víðtækar ráðstafanir í Reykjavuk, vegna hins óvenjuléga ástands, sem þar ríkir. Frá 15. ág. verða öll ljós byrgð og ekki látið loga á götuljósum. Lögreglueftirlit verður og stórlega aukið. Dansleikir verða ekki leyfð- ir nema til kl. 22 og ráðstafanir verða gerðar til þess að kvik- myndahúsin byrji sýningar fyrr að kvöldinu. Ölvaðir menn, sem sjást á götum úti verða tafarlaust settir í fangahúsið og yfirleitt hert á öllu eftirliti með framkomu. Væri ekki ástæða til að gera svipaðar ráðstafanir hér í Siglu- firði, þegar skyggja tekur? Frá Danmörku. Eitt af dagblöðunum í Reykjavík átti nýlega viðtal við Helga Guð- mundsson, bankastjóra, sem ný- kominn er frá útlöndum, en hann var í Svíþjóð, er hernám Noregs og Danmerkur fór fram, en komst síðar til Danmerkur og þaðan til Petsamo í Finnlandi, og komst loks heim eftir nokkrar krókaleiðir. í þessu viðtali segir hann tölu- vert frá ástandinu í Danmörku og vekur sumt af því hina mestu eft- irtekt, ekki hvað sízt eftirfarandi ummæli hans: »Ein breyting hefur verið gerð í Danmörku eftir 9. apr. og það er hve geysihart er tekið á ölvun rnanna, sem eru á almanna færi. Er það í lög leitt nú, að hver sá maður, sem sézt ölvaður útf, meðal almennings, hann skuli sett- ur í varðhald þetta 10—30 daga. Það kom fyrir í smábæ einum dönskum nýlega, að bæjarfulltrúi einn mætti á fundi sýnilegadrukk- inn. Hann var settur í Steininnog síðar þvingaður til að leggja niður bæjarfulltrúastörfir,. En þá tekur í hnjótana, þegar til þess kemur, að vín sést á þýzk- um hermanni. Fullyrt er, að við því liggi jafnvel dauðarefsing«. Hvað myndi mönnum finnast, ef þannig væri tekið á áfengismál- unum hér á landi? Minna mætti nú sjálfsagt gagn gera. Sorglegt dæmi. Tveir feðgar voru á gangi hér á götunni fyrir skömmu. Sonurinn var á að gizka 17—18 ára báðir voru þeir undir áhrifum víns, en faðirinn nokkuð meira og vildi hann ólmur ná sér í meira áfengi, en’vantaði nokkrar krónur til þess að geta keypt sér flösku. Bað hann þá son sinn að lána sér það sem á vantaði og skyldi hann þá gefa honum vel í staupinu. Þá varð drengnum að orði: »Skammastu þín ekki fyrir það, að aetla að koma syni þínum á fylliríi«."' Er von á heiminum góðum, meðan feður hafa slík áhrif á syni sína. Pað var sor Það var þungur harmur á heimili verkamannsins. Húsbóndinn hafði dáið á bezta aldri. Hinar iðjusömu hendur, er vanar voru hvíldarlausu striti, höfðu nú fengið hina síðustu, Iöngu hvíld. Það var líka sýnd almenn hlut- tekning í sorgarkjörum þessarar fjölskyldu. Allir þorpsbúar sam- hryggðust. En hvað var nú! Menn urðu háíf óttaslegnir þegar það kvis- aðist, að héraðslæknirinn mundi koma og framkvæma rækilega lík- skoðun á hinum látna. Þetta var heldur ekki kvittur einn. Hann kom, tók til tækja sinna og rannsakaði líkið til þess að staðfesta dánarorsökina. En þessi rannsókn leiddi til ein- kennilegs málareksturs fyrir dóm- stölunum. Fyrir tveim árum síðan hafði hinn látni lentí slagtogi með tveim félögum, þeir drukku áfengi í bróðerni, en endirinn á þeim vin- gjarnlegu félagsskap varð sá, að þeim lenti saman í illdeilum og báðir félagarnir veittust að hinum Iátna. Meðal annars var hann þá sleginn mörg höfuðhöggmeð þungri kylfu. Það varð að bera hann heim og hann lá lengi áður en hann kæmist á fætur aftur. En með tímanum náði hann sér svo, að hann gat byrjað á sínum dag- Iegu störfum. En það var eins og honum lán- aðist ekkert verk framar. Smám saman versnaði það ástand. Hann varð bílaður á sinninu. Það yarð að passa hann eins og lítið barn. Það varð konan hans að gera, enda tók hún þessu böli með stakri þrautseygju og þolinmæði. En svo kom dauðinn og flutti hann úr þesum þokuheimi vitundar hans yfir i kyrðina eilífu. En sorglegt var það samt. Þetta sem var svo iðjusamur maður og karlmanni i sjón og raun. Og ekki leið á löngu áður en félagarnir, er setið höfðu að sumbli með hinum íátna fyrir tveimur árum, voru kallaðír fyrir rétt. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa mis- þyrmt hinum látna. Það var al- varleg ásökun: Misþyrming sem valdið hafði dauða þess er fyrir varð. Sannanir voru nægar og dóm- arinn varð að kveða upp dómínn, Níu mánaða fangelsi. Þarna urðu tveir menn að þola dóm og sárasta samviskubit. Þarna voru tvær fjölskyldur lostnar hvortveggja í senn, fjárhagslega og siðferðislega. Þessu er ekki vert að gleyma. Þessar urðu afleiðingar áfengis- nautnarinnar fyrir þrjár fjölskyldur í litlu sveitaþorpi — á einum degi. Er ekki þetta sönn og átakan-

x

Reginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.