Reginn


Reginn - 30.07.1941, Page 3

Reginn - 30.07.1941, Page 3
R E G 1 N N 3 R E G I N N ÚTGEFANDI: ST. FRAMSÓKN nr. 187. ÚT KOMA 15 BLOÐ Á ÁRI ÁRG. KOSTAR KR. 2,00 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: FRIÐRIK H]ARTAR. Afgreiðslumaður: PETUR BJORNSSON. , Auglýsingastjóri: ]ÓN KJARTANSSON. Siglufjarðarprentsmiðja. Kaupendur Regins í Reykjauík eru uinsamlega beðnir að greiða blaðið til Jóh. Ögm. Oddssonar, Kirkjuhuoli, Reykjauík. margar ágætar fræðibækur og skemmtirit, skáldsögur og Ijóða- bækur, ásamt tímaritum. Flestar eru bækurnar islenzkar, en þó all- margar á erlendum málum. í safninu eru bækur, er snerta líf sjómannanna og verður í fram- tiðinni lögð áherzla á það að velja þangað bækur með hugðarefni þeirra fyrir augum. Með þessu bókasafni heimilisins er stigið merkilegt spor til þess að efla menningarlega starfsemi þess. Ó. J. Þ. F R É T T I R. Guðsþjönusla, verður haldinn á Sjómanna- og gestaheimili Siglu- fjarðar n. k. sunnudag, þann 3. ágúst ld. 9 að kvöldi. Sr Óskar J. Þorláksson mun tala þar um efnið: «Kristur og vorir tímar«, en kirkjukórinn mun syngja undir stjórn Tryggva Kristinssonar organleikara. Eftir guðsþjónustuna vera sýndar skuggamyndir úr lífi Jesú, eftir listaverkum frægra málara. i Rauðakrossdeild Sigiufjarðar hefur fengið sýningarmuni frá Rauðakrossi íslands. Munir þessir hafa verið sýndir á Akureyri og Sauðárkróki, og munu þeir einnig verða sýndir hér. Sýning þessi verður auglýst síðar. H. Kristinsson. I Síeingrímur Einarsson I sjúkrahúslæknir, andaðist í sjúkrahusinu hér þ. 29 þ. m. — Hans verður minnzt í blaðinu síðar. Frá Stórstúkupinginu. Svo sem kunnugt er, var stór- stúkuþingið háð á Akranesi (4—7 júlí) að þessu sinni. Sóttu það 70 fulltrúar úr umdæmisstúkum, undir- stúkum og barnastúkum. Þingið fór hið bezta fram og var mjög ánægjulegt. Sýndu Akranes- ingar hina mestu rausn um við- tökur og viðurgerning. Allir full- trúar gistu á heimilum einstakra manna, þar sem gistihús bæjarins var fullskipað. í þinglok sátu fulltrúarnir hóf í boði Akranesstemplara. Br, Ólafur Björnsson stýrði hóf- inu. Skemmtu menn sér þar hið bezta við ágætar veitingar, ræðu- höld, söng og dans. Reginn vottar Akranesingum beztu þakkir fyrir ágætar við- tökur og ánægjulegar samveru- stundir og árnar þeim allra heilla í framtíðinni. í Stórstúku íslands eru nú 62 undirstúkur með 5454 félögum og 51 barnastúku með 4600 félögum, eða samtals 10054 félögum. Samþ. Stórstúkuþingsins koma í næsta blaði. Síldveiðin. Að kvöldi þ. 28 þ. m. höfðu Síldarverksmiðjur ríkisins tekið á uióti síld, sem hér segir: Á Siglufirði 86260 mál - Raufarhöfn 28950 — Samtals 115200 mál Sama dag í fyrra var veiðin þessi: Á Siglufirði 233450 mál - Raufai'höfn 115530 — Samtals 349000 mál Við samanburð verður að hafa það í huga, að í fyrra hófst mót- takn 1. júlí, en í ár 10. júlí. Þá stunda mun færri skip sild- veiðar nú en i fyrra. Verzlun Péturs Björnssonar, Siglufirði, hefir oftasl það sem yður vantar. Siglfirðingar og aðkomumenn! Munið Verzlun Péturs Björnssonar. Drekkið eftirmiðdagskaffið á Sjómannaheimilinu.

x

Reginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.