Reginn - 20.09.1952, Page 1

Reginn - 20.09.1952, Page 1
BLAD TEMPLARA SIGLUFIRÐI 15. árgangur. Siglufirði, laugardaginu 20. september 1952. 1.—2. tölublað Sigluíjardarkirkja 20 ára Hinn 31. ágúst s.l. hélt Hvanneyrarsöfn uður í Siglufirði há- tíðlegt 20 ára af- mæli kirikju sinnar. Þótt búið sé að minnast þess dags bæði í blöðum og út- varpi, fer vel á því, að „Reginn“ geymi einnig ofurlitla mynd dagsms á blöðum sínum. Hátíða g u ð s þjón- usta fór fram í kirkj unni kl. 2 e.h. þenn- an dag. Séra Óskar J. Þorláksson, dóm- kirkjuprestur, pre- diikaði, en sóknarpresturinn þjónaði fyrir altari. — Kirkjukórinn söng undir stjórn organistans, Páls Erlendssonar. Uim kvöldið kl. 8 flutti séra Ingólfur Þorvaldsson í Ólafsfirði erindi í kirkjunni, sem hann nefndi: „Kirkjan á staðnum“- Kirkjukórinn söng á undan og eftir. Kirkjunefndin stóð fyrir kaffisölu í Sjómannaheimilinu frá kl. 4 s'iðdegis til miðnættis. Þar fór einnig lokaþáttur hátíðahaldanna fram um kl. 10 um kvöldið. Kirikjukórinn söng, frú Jóhanna Þórðardóttir las kvæði og Sigurjón Sæmundsson söng einsöng. Tvær merkisgjafir bárust kirkjunni þennan dag. Önnur var altarisbiblía, forkunnarfögur, frá þeim hjónunum Ingibjörgu Jónsdóttur og, Andrési Haf- liðasyni hér í bæ. Biblían er bundin í riautt skinn af Guðbrandi Magnússjmi, Ikennara, og skreytt með gullhúðuðu silfri, sem Jón Kristinsson, gullismiður, smíðaði. Hin gjöfin var gefin að Kvenfélaginu „Von“, Siglufirði. Voru það hvítir dúkar, heklaðir, á blómasúlur kirkjunnar, mjög fagrir að frágangi og gerð. Einnig bárust kirkjunni blóm, peninga- gjafir og skeyti. Allt þetta setti svip sinn á daginn hið ytra, gerði hann að sannarleg- um hátíðisdegi. — Kirkjudagurinn 1952 var sólsikinsblettur í bæjarlífinu á þeim dökku tímum, isem nú ganga yfir Siglu- fjörð. Hann gat minnt okkur Sigl- firðinga á margt og bent okkur á margt, og raunar skiptir það miklu meira máli en hin ytri umgerð. Það var stórhugur og bjartsýni, sem lá til grundvallar fyrir smíði hinnar nýju Ikirkju. — Það voru ekki sofandi menn, sem ákváðu kirkjubygginguna á sínum tíma, og leiddu hana til lykta- Þær hendur, sem hafa fjallað um kirkjuna frá upphafi til þessa dags, hafa verið nærfærnar og umhyggjusamar, og 'bera sjálfum sér fagurt vitni. Vegna alls þessa og raunar margs annars IDka, leggur ljóma yfir sögu Siglufjarðarkirkju, hinnar nýju, þótt stutt sé saga enn. Yfir upphaf þeirrar sögu leggur einnig ljóma af skærasta nafni Siglufjarðar, nafni séra Bjarna Þorsteinssonar. Hann þjónaði þessari kirkju fyrst, og arfur hans í tónum mun vera á sérstakan hátt tengdur þessari kirkju um aldir. Allt þetta verður að muna, og það verður einnig að vera aflvaíki til sköpunar nýrrar sögu, sem getur orðið enn öðrum til fyrirmyndar. Afmæli eru ekkert takmark í sjálfu sér, hvort sem þau eru táknuð með lágum eða háum tölum. Hitt er meira virði, það sem skapar afmælin og það sem afmælin skapa sjálf. Við Siglfirðingar megum ekki hætta að skapa kirkjuna okkar í sem fegurstri mynd, því að þá mun kirkjan halda áfram að skapa okkur. Kr.

x

Reginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.