Reginn - 20.09.1952, Blaðsíða 2

Reginn - 20.09.1952, Blaðsíða 2
REGINN 2 Voðaeldur Ben Lindsey, unglingadómarinn amerísíki, heims- frægur öðlingsmaður, var eitt sinn spurður að iþví, hvort hann reykti. Hann svaraði því neitandi, en bætti síðan við: „En égi hefi þebkt marga, sem gera það.“ Fyrir nokkrum árum birtist ritgerð um afibrota- æskuna í Reykjavík eftir Sigurð Magnússon ikenn- ara og lögreglumann. Hann leiddi þar skýr og ský- laus rök að því, að afbrot unglinga standa í nánu sambandi við tóbaksreykingar. Um allan heim hafa þeir eina sögu að segja, sem kynna sér málefni yngstu afbrotamanna. Þeir hafa þekkt marga, sem reykja. Unglingar, sem ebki reykja, íenda yfirleitt ekki á glapstigum afbrotanna. Unglingaregla Góðtemplara er bindindisfélags- sikapur um tóbaksnautn. Það eitt sér ætti að duga til að fylla hugsandi menn þakklæti í hennar garð. Það er undantekning, ef nokkur fullorðinn maður er ánægður með það, að hafa vanið sig á tóibak. Margir hafa heldur aldrei ætlað sér að venja sig á það. Þeir ætluðu bara að þigigja þetta og vera með, þegar svo bæri undir. Þeir ætluðu að hafa vald á nautninni, en svo sáu iþeir bara allt 'i einu, að þeir höfðu það ekki lengur. Flestir gera sér ljóst, að það er dýrt að reyíkja. Menn vita, að það kostar þúsimd krónur á ári að reykja hálfan vindlingapakka á dag. Ef hjón reykja sinn pakkann hvort yfir daginn Ikostar það heim- ilið f jögur þúsund krónur á einu ári. Stundum segja menn, að þetta fé renni í ríkis- sjóðinn. Sumt af því gerir það líka. en tóbaksikaup eru þó ægilegur liður í gjaldeyrisverzlun Íslendinga. Árlega er varið 10 milljónum króna í erlendum gjaldeyri til að svala tóbaikishungri þjóðarinnar. — Samkvæmt þv'í má áætla, að tækist að festa einn einasta árgang íslenzkra barna eða unglinga í tó- baksbindindi, sparaði það þjóðinni 200 þúsund ikrón- ur í erlendum gjaldeyri á hverju einasta ári. Og það er góður tekjustofn. Nú verður aldrei um það sagt með vissu, hversu mikið fé íslendingum sparast árlega frá tóbaks- Ikaupum vegna áhrifa unglingareglunnar. Óhætt mun þó vera að áætla, að það nemi milljónum króna. ISvo mikið er víst, að tóbaksreikningur þjóð- arinnar væri miklu hærri, ef hennar hefði ekki notið við. Sízt vil ég fooða mammonsdýrkun eða blinda fé- girnd og vera má, að ég slkilji þá betur, sem ekki sjá í skildinginn. En því er ekki að neita, að pen- ingar eru afl þeirra hluta, sem gera skal. Fjármun- irnir eru að vissu leyti spöruð orka. Að eyða fé í tóbak er að sóa orku sinni — eða lifi sínu — verr en til einskis, því að sérhver peningur getur verið og á að vera tælki til góðs. Mörg framfaramál eru í framkvæmd og undir- búningi hér á landi. Einstaklingana langar til að bæta og fegra heimili sín og treysta afkomu sína og atvinnu. Sveitarfélög og ríki standa í stórræð- um. Okkur dreymir um nýjar verksmiðjur og nýtt landnám, nýjar rafstöðvar, nýja skóla, nýjar kirikj- ur og ný sjúkrahús. Og allt kostar þetta fé. Og allt tefst iþetta af fátækt og féleysi. En samt getum við sóað 10 milljónum króna úr landi fyrir tóbak. Og iþað er jafnvel nærri því eins og, sumum finnist ekkert athugavert við það að brenna þannig björt- um vonum og ósikadraumum íslenzkrar þjóðar. Mesta áhyggjuefni hugsandi manna er hungrið í heiminum. Hvernig fullnægir framtíðin matvæla- þörf mannikynsins ? Við það eru mjög bundnar vonir manna um frið í heimi, fagurt mannlíf og farsæla daga. Ungium manni er boðið tóbak. Þá á hann að greiða atkvæði um það, hvort hann vill eiga hlut að því, að frjósöm lönd séu tekin frá ræktun góðra matvæla handa svöngum börnum til að rækta tóbaik. Hann á líka að skera úr því, hvort hann vill fyrir sitt leyti eiga hlut að því að bera lífsorlku íslenzku þjóðarinnar á ibálið til verra en einskis í stað þess að sinna því ætlunarverki að rækta landið og nýta auðlindir þess og náttúrugæði. Er 'það þá eikki nokkur ábyrgðarhluti að taka við tóbaJkinu ? Þessi fáu orð eru skrifuð til að benda á þá þakkar skuld, sem þjóðin á þeim að gjalda, sem bera uppi barnastúkustarfið og jafnframt benda á hvílík vöntun það er, ef ekkert er unnið á þessu sviði. Við þurfum að meta að verðugu það, sem vel er gert og hafa opin augu fyrir því hvar glæsileg færi til gagn- legra áhrifa ibíða góðra manna. Hví slkyldu ekki ungir menn vilja ganga að björg- unarstarfi með því slökkviliði, sem berst við hinn versta voðaeld, sem upp hefir komið á íslandi? Og finnst ykikur, að ríkisvaldið eigi þar einskis að gæta nema hlutleysis og hugsunarleysis ? Halldór Kristjánsson —oOo— Brúðkaup. Laugardaginn 6. sept. voru gefin saman af séra Kristjáni 'Róbertssyni ungfrú Magðalena Hallsdóttir og; Guðlaugur Karlsson. Hjónavígslan fór fram í Siglufjarðarkirkju. Heimili ungu hjónanna verður að Hvanneyrarbraut 40. Reginn óskar hinum ungu brúðhjónum allrar blessunar um ókomin ár- Fimmtugsafmæli Þann 11. sept. s.l. varð fimmtug frú Þur'iður Pálsdóttir, Hafnargötu 8 ,Siglufirði. Frú Þuríður hefur um margra ára skeið starfað í stúkunni Framsókn nr. 187. Frú Þuríður hefur mikinn áhugia fyrir trú- og bindindismálum. Reginn vill árna frú Þuríði allra heilla og þakkar störfin.

x

Reginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.