Reginn - 20.09.1952, Síða 4

Reginn - 20.09.1952, Síða 4
REGINN 4 Skýrsla ism starfsemi Sjómaima- og gesta- heimilis Sigíuf jarðar 1951. 13. STARFSÁR I. Sumarið 1951 hóf Sjómanna- og gestaheimili Siglu fjarðar sta,rfsemi sína laugardaginn 7. júlí. Er það nokkru seinna en undanfarin sumur, en vegna að- gerða (málingar o.fl.) á húsinu, gat það ekki hafið starfsemi s'ína fyrr. Er þetta þrettánda sumarið, sem heimilið er starfrækt af stúkunni Framsókn nr. 187. Starfsemi heimilisins var hin sama og undanfar- andi sumur. Heimilið var daglega opnað !kl. 10 f.h. og lokað kl. 23,30. Veitingar: mjólk, kaffi, öl og g;os- drykkir voru framreiddar alla daga. I veitingasal lágu frammi flest hlöð og tímarit. I lesstofu var bókasafn heimilisins opið alla daga. Pappír og ritföng fengu gestir eftir þörfum endur- gjaldslaust. Skrifuð voru 468 bréf í lesstofu. Heim- ilið tók á móti 286 bréfum til sjómanna. Annast var um móttöku og sendingu bréfa, peninga og sím- skeyta og landsímtöl afgreidd. Teknir voru til geymslu ýmsir munir. Útvarp var í veitingasal og p'íanó og orgel til afnota fyrir gesti heimilisins. Starfsfólk heimilisins var að þessu sinni: Lára Jóhannsdóttir, er veitti heimilinu forstöðu, Marheið- ur Viggósdóttir, Ragnhildur Eiríksdóttir og Helga Helgadóttir, er unnu Við framreiðslu í veitingasal; Baldvina Baldvinsdóttir vann í eldhúsi; Soffía Jó- hannesdóttir sá um brauðbakstur fyrir heimilið. — Gyða Pálsdóttir starfaði við böðin. Ennfremur starf- aði Jóhann Þorvaldsson við heimilið um tveggja mán aða tíma. Að þessu sinni starfaði heimilið 66 daga frá 7. júlí til 10. sept. að báðum dögum meðtöldu.m. Þann 10. sept. var allt aðkomuverkafólk 1 Siglufirði farið, svo og margir Siglfirðingar komnir suður á land í atvinnuleit. Flest skip voru einnig hætt síld- veiðum fyrir Norðurlandi. II. Bókasafn heimilisins var opið til afnota fyrir gesti alla daga. Bókasafnið telur nú um 2300 bindi. Bækur voru lánaðar í skip í sérstökum kössum, er heimilið lagði til. Lánuð voru flest 10 bindi í hvern bókakassa. 48 skipshafnir fengu bókakassa og marg- ar skiptu oft um í kössum s'ínum. Allar skipshafnir skiluðu aftur bókum og kössum nema ein skips- höfn. Alls voru lánuð út um 1300 bindi. Mest voru það skáldsögur og ferðaþættir. Þrátt fyrir það, að flestar skipshafnir fari vel með bækur safnsins, gengur mikið af bókunum úr sér og eyðileggst á ári hverju, en heimilið hefur ekki fjármagn til að kaupa bækur svo nokkru nemi. Á þessu ári styrktu ýmsir bókaútgefendur safnið með bókagjöfum, einnig einstaklingar. Má þar nefna: Sigurjón Sæmundsson, prentsmiðjustjóra, Guð- mund Gíslason bókbindara, Reykjavík, Pálma H. Jónsson, Akureyri og fleiri. Þá færðu skipverjar á m.b. Þráin V.E. 7 heimilinu að gjöf bókina „Um manninn.Var skrautritað þakkarávarp til heimilisins, eftir einn skipverja, framan á bókinni. Er þessi hugulsemi heimilinu mikilsvirði, og ómetanlegur styrkur. Þá ibárust heimilinu mörg tímarit og flest dagblöð endurgjaldslaust og er það mikilsvirði og þakkarvert. m. Böð heimilisins voru starfrækt á svipaðan hátt og fyrr, voru böðin opin til afnota flesta virka daga, en aðsókn að þeim mun minni en áður. Er það skiljan- legt, þar sem mun færra aðkomufólk var hér í bæn- um en undanfarin sumur og skipin héldu sig mest á austursvæðinu og komu sjaldan til hafnar hér. — Einnig var hér lítið um erlend veiðiskip. Baðgestir voru alls 1528. IV. Starfstími heimilisins var að þessu sinni nokkru styttri en venjulega. Aðsókn var mun minni en áður og er það skiljan- legt, þv'í sárafátt aðkomufólk vann hér 1 landi. Fá erlend skip, og íslenzku síldveiðiskipin mestan tím- ann fyrir austan og komu sjaldan til Siglufjarðar. Gestafjöldi var sem hér segir: Júlí....................... 2576 Ágúst ..................... 3587 September (1.—10.) ........ 649 Alls 6802 V. Heimilið naut sem fyrr opinberra styrkja til starf- semi sinnar: Frá Siglufjarðahkaupstað .......... 1000,00 Frá Stórstúku íslands ............. 1500,00 Frá Ríkissjóði .................... 5000,00 Þá hafa margir sjómenn styrkt heimilið með pen- ingjagjöfum. Fer hér á eftir skrá yfir gjafir og áheit til Sjómanna- og gestaheimilis Siglufjarðar árið 1951: Skipverjar m.b. Kára Sölmundarsyni, áheit 100,00 3 skipverjar Hvítingi RE 228 ............. 31,00 Skipverjar Hafbjörgu G.K. 7 ................ 100,00 Skipverjar Gullveigu V.E. 331 .............. 100,00 Slkipverjar Fróða G.K....................... 400,00 Skipverjar Grundfirðingi S.H. 123 ......... 1000,00 Skipverjar Ásbirni I.S. 12 ................. 230,00 Skipverjar Runólfi S.H. 125 ................ 500,00 Skipverjar Suðurey VE 20 ................... 170,00 Skipverjar Andvara R.E. 8 .................. 250,00 Skipverjar Ólafi Bjarnasyni ................ 220,00 El'ías Gunnlaugsson m.b. Þráinn VE 7 ..... 50,00 Grímur og Doddi, Helga Helgasyni, V.E. 343 100,00 N.N áheit ................................ 50,00

x

Reginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.