Reginn - 20.09.1952, Síða 7
7
REGINN
2. Stórstúkuþingið slkorar á útvarpsráð að taka upp
fastan vikulegan bindindisþátt í dagskrá útvarps
ins á vetri komanda.
3. Stórstúkuþingið felur framkvæmdanefnd sinni að
leita nánari samvinnu um aukna bindindisstarf-
semi við ýmis félagasamtök í landinu.
4. Þingið slkorar á fræðslumálastjórnina að fyrir-
skipa aukna og fastari fræðslu í skólum lands-
ins og þá sérstaklega í unglinga- og framhalds-
skólum um áfengi og tóbak og skaðsemi þessara
nautna. Ennfremur skorar þingið á fræðslumála-
stjórn ,fræðsluráð og sikólastjóra að hlutast til
um, að bindindismenn hafi kennslu þessa með
höndum, svo að hún verði sem árangursríkust.
5. Stórstúkuþingið 1952 lýsir yfir því enn sem fyrr,
að algert aðflutnings-, sölu- og framleiðslubann
á áfengum drykkjum sé öruggasta ráðið til út-
rýmingar áfengisbölinu.
6. Stórstúkuþing skorar á milliþinganefnd í áfengis-
málum að fá því til vegar komið:
a) að slkýlaus heimild til tafarlausra fram-
kvæmda laga um héraðabönn verði tekin upp
í áfengislögin,
b) að hvergi verði slakað á þeim ákvæðum gegn
misnotkun áfengis, sem nú eru í gildi.
c) að hvorki verði leyfð bruggun, innflutningur
né sala á sterku öli.
7. Þingið áréttar fyrri samþykiktir sínar um, að
rækilegar skýrslur verði gerðar um hverskonar
tjón, er af áfengisneyzlu leiðir.
8. Þingið skorar á alla löggæzlumenn í landinu að
gera allt, sem í þeirra valdi stendur, til þess að
koma í veg fyrir áfengisneyzlu unglinga og láta
alla þá, er aðstoða unglinga við útvegun áfengis,
sæta ábyrgð eins og lög mæla fyrir.
9. Þingið væntir þess, að kennarar við æðri og
lægri skóla í landinu láti sér annt um að fræða
nemendur um þá hætt, sem er samfara áfengis-
nautn og hvetja þá til mannsæmandi viðhorfs í
þessum málum með fögru fordæmi.
10. Þingið leyfir sér að beina þeirri ásikorun til ríkis-
stjórnarinnar, að hún auki stórum eftirlit með
þv.í, að ekki fari fram áfengisbruggun í laumi.
Fyrir því telur þingið að nauðsyn beri til að vald-
ir séu hæfir menn til þessara starfa, sem þá
jafnframt hefðu á hendi almenna löggæzlu og
eftirlit með því, að áfengislögin séu ekki brotin
að öðru leyti.
11. Þingið harmar þá smán, sem drykkjusamkomur
í bæjum og sveitum baka þjóð vorri, og heitir á
alla þá, sem standa að samkomum í landinu og
láta sér annt um heiður þjóðarinnar, að þeir beiti
sér af öllu afli fyrir þvi að bægja burtu drykkju-
skap og allri þeirri ómenningu, sem honum fylg-
ir, úr samkvæmis- og skemmtanalífinu.
Gísli Magnússon
ORGANISTI
Fæddur 5. nóv. 1872. — Dáinn 2. apríl 1952.
Minningarorð
Gísli er fæddur að Hólkoti (Dalhól) í Staðar-
hreppi í Skagafirði. Foreldrar hans voru Magnús
Jónsson bóndi þar og kona hans Lilja Gísladóttir.
Ungur missti hann föður sinn. Og stuttu síðar (lík-
lega um 1880) fluttist hann með móður sinni að
Litlu-Gröf á Langholti. Giftist Lilja Þorsteini
Bjarnasyni bónda þar, er var ekkjumaður. Ólst
Gísli upp með sonum hans. Einkum varð vel með
honum og, Jóni Þorsteinssyni stjúpbróður hans. —
Söngelsikir, heilbrigðir og lífsfjörugir sveinar tveir
bundust vináttuböndum, er entust æ síðan. (Lifir
Jón enn hér á Sauðárkróki og var æskuvininum oft
nærstaddur síðasta áfangann, þar til yfir lauk).
Kvæntur var Gísli Elínu Ólafsdóttur. Reistu þau
bú í Hólkoti og bjuggu þar allmörg ár til ársins
1907. En þá brugðu þau búi og fluttust hingað til
Sauðárkróks, og með þeim Lilja móðir Gísla. Dó
hún hér hjá honum noklkrum árum síðar (um 1912).
Konu sína missti hann 1927. — Gísli „organisti"
(eins og hann oftast var nefndur) hefir því dvalið
hér á Sauðárkróki í 45 ár eða meir en helming,
langrar æfi. Hann stundaði hér mikið orgelspil
og mun eiga hér og víðar allmarga þakkláta nem-
endur. — Að öðru leyti stundaði hann verkleg störf
og var ágætur verkmaður, lagvirlkur og mikilvirkur.
Einkum mun heyskaparvinna og önnur sveitavinna
hafa verið G'ísla ljúf og töm, enda henni vanastur.
Einnig stundaði hann nokkuð smíðar heima hjá sér,
er heilsa tók að ibila. Það sem einkenndi Gísla sál.
var alvara hans og stilling, prúðmennska í allri
framgöngu, gjörhygli og grandvarleiki í lífi og
starfi. Hávaxinn og beinvaxinn, stöðugur og ákveð-
inn í gangi og iikamsburði, hreinn og bjartur á svip
bar hann með sér göfugmennsku og gæzku. Vakti
virðingu og traust, er eigi brást í reynd. Hann var
aðalsmaður í sjón og raun. iÞannig mun mynd hans
geymast oss í ljúfri minningu. Gerfi hans, góðleik
og festu er eigi unnt að gleyma.
Gísli gekk í stúlkuna okkar, Gleym mér eigi,
7. nóv. 1933. Vann hann þar sem vænta mátti mjög
góða þjónustu, og tók bæði trúnaðar- og umdæmis-
stig. Hann var kosinn heiðursfélagi stúkunnar 14.
janúar 1945. Enda var G'ísli ,,organisti“ heilsteyptur
heiðursmaður — og sannur templari.
J. Þ. Bj.
★ / Reijkjavík eru kaupendur Regins beðnir
að greiða árgjald blaðsins (kr. 5,00) til Hreið-
ars Guðnasonar, Kamp Knox 9 B.
★ Fastir kaupendur Regins á Akureyri eru
góðfúslega beðnir að borga blaðið til Antons
Kristjánssonar, rafvirkja, Ránargötu 17, Akur-
eyri.