Reginn - 01.02.1959, Síða 1
BLAÐ TEMPLARA
I SIGLUFIRÐI
1.—2. tbl. 22. árgangur. Sunnudagurinn 1. febrúar 1959. Ábyrgðarmaður: Jóhann Þorvaldsson
1. FEBRÚAR
Afengið er hættulegasti óvinur íslenzkrar æsku.
Áfengisneyzlu fylgir: menningarleysi, örbyrgð
og dauði.
Fyrir réttum 24 árum, eða 1. febrúar 1935, voru
S'iðustu leifar áfengisbannlaganna afnumdar hér á
landi og leyfður innflutningur og sala áfengra
drykkja. Tók ríkið að sér innflutning og sölu áfengis
oig hefur svo verið um 24 ára skeið. Þegar bann-
lögin voru afnumin 1935, voru það allmairgir, sem
trúðu því, eða að minnsta kosti héldu því fram, að
drykkjuskapur myndi ekki aukast, fremur minnka,
ef áfengi væri selt hömlulaust. Enn kunna þeir að
vera til, sem halda þessu fram, en reynsla síðasta
aidarfjórðungs sannar hið gagnstæða. Eins er það
reynsla allra alda og allra þjóða, að því minni
hömlur sem eru á sölu áfengis, því meira er neytt
af því.
Bindindismenn hafa alltaf haldið fram,studdir af
allri reyns'lu, að allar hömlur á sölu áfengis minkuðu
neyslu þess og stefna bæri því að algjöru inn-
flutnings- og sölubanni á áfengi.
Það er staðreynd, sem ekki verður á móti mælt,
að á þeim 24 árum, sem liðin eru frá 1. febr. 1935,
eru það ekki svo fáir Islendingar, sem látið hafa
bæði fé og fjörvi vegna ofnautnar áfengis.
I dag er þannig ástatt hjá okkur í áfengiemál-
unum. Ríkið selur áfengi fyrir síaukna krónutölu
ár frá ári. Nokkur hluti þjóðarinn'ar neytir mikils
áfengis, og tugir manna láta lífið árlega vegna
áfengisneyzlu. Það heyrist ekki ósjaldan, þegar rætt
er um áfengisneyzlu, að það sé bein þjóðardyggð
að neyta áfengis, því fjárhæðin renni í ríkissjóð, og
hann geti ekki án hennar verið; ríkið lifi beinlínis
á. áfengissölu og þurfi allt það fé, sem hann fær
fyrir slíka sölu.
Því skal ekki neitað, að ríkissjóður þarf mikið fé.
Hitt er líka rétt, að upphæð sú, sem hann fær fyrir
áfengissölu, er há að krónutölu.
En lítum þá á málið nánar. Beinn kostnaður
Ritgerðarsamkeppni um
bindindismál
Áfengisvarnanefnd Siglufjarðar hefur, með
aðstoð skólastjóra barnaskólans og gagn-
fræðcskólans, látið fara fram ritgerðasam-
keppn’ um áfengis og bindindismál.
I samkeppninni tóku þátt börn úr 12 ára
bekkjum barnaskólans og nemendur gagn-
fræðaskólans.
Eftirtalin börn hlutu verðlaun:
Barnaskólinn:
1. verðlaun: Soffía Friðgeirsdóttir
2. verðlaun: Freysteinn Jóhannsson
3. verðlaun: Hlín Sigurðardóttir og
Guðbjörg Ólöf Björnsdóttir.
Gagnfræðaskólinn:
1. verðlaun: Ingibjörg Möller
2. verðlaun: Erla Jóhannesdóttir
3. verðlaun: Indriði Jóhannsson og
Jóhann Heiðar Jóhannsson.
ríkisins vegna áfengisneyzlu þjóðarinnar er svo
mikiil, að ekki verður um gróða að ræða, heldur hið
gagnstæða. Þar að auki skulum við athuga þessar
spurningar:
Er ekki íslenzka þjóðin færari um að taka á sig
og standa undir þeim fjárhagsbyrðum, er þjóðfélag
vort þarfnast, algáð og heilbrigð á sál og líkama,
heldur en lömuð af ofnautn áfengra drykkja ?
Svarið verður: Jú, vissulega.
Er þá ekki heimskulegt og beint mannskeimmandi
að halda því fram að ríkissjóður Jmrfi að selja
áfengi og græða á því, til þess að hægt sé að halda
uppi menningarríki ?
Svarið hlýtur að verða: Jú.
Sé þetta svo, ber okkur þá ekki skylda til að
breyta því ástandi, sem nú ríkir í áfengismálum og
(Framhald á 6. síðu)