Reginn - 22.12.1970, Side 1

Reginn - 22.12.1970, Side 1
3.—4. tölublað Þriðjudaginn 22. desember 1970. 33. árgangur Boðskapui jólanna er: Ljós, gleði og friður á jörðu. Ljós, gleði og friður. Er það ekki það, sem allir menn þrá? Maðurinn er í eðli sínu myrkfælinn. Hann óttast myrkur, en þráir ljós. Jesús kom með ljósið í heiminn, þess vegna er fæðingarhátíð hans ljóssins hátíð. Við eigum enn í dag í baráttu við margs konar böl og myrkravöld. Áfengisnautnin er eitt af þessu böli, og hún leiðir sorg og myrkur yfir mannheim. Jafnvel jólaljósið reynir hún að slökkva. Minnumst þess, að áfengisneyzlu fylgir myrkur og sorg. Spillum ekki jólagleðinni. Verið bindindismexm um jólin. Biðjum þess af hjarta, að jólin, sem við erum nú að fagna, megi flytja okkur og börnum okkar sem mesta gleði og jólaljós. Þegar maður nálgast guð, ljómar jólaljósið, sem aldrei slokknar. — Reginn flytur öllum ósk um gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Aðfangadagur: KI. 18.00: Aftansöngur og kertaljósamessa. Jóladagur: Kl. 14.00: Hátíða- og skímarmessa Sunnudagur 27. des.: Kl. 11: Barnamessa Gamlaársdagur: Kl. 18.00: Aftansöngur Nýársdagur: Kl. 14.00: Hátíðamessa Fólki, sem vill fá böm sín skírð um hátíðamar, er sér- staklega bent á skírnarmess- una á jóladag. GLEÐILEGA IIÁTÍÐ Sóknarprestur Stórstúka íslands óskar landsmönnum gleðilegra jóla og far- sældar á komandi ári, með þeirri ósk og von að þjóðinni aukist skilningur á þeim meginsjónarmið- um, seim grundvalla bimd- indisstarf allra þeirra að- ila, er að þeim málum vinna meðal þjóðarinnar. Stórstúka Islands

x

Reginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.