Reginn - 22.12.1970, Page 4

Reginn - 22.12.1970, Page 4
4 R E G I N N Frá landssambandinu gegn áfengisbölinu I. Níunda þing Lands- sambandsins gegn áfengis- bölinu álygtar, að Lands- sambandið beiti sér fram- vegis eins og hingað til gegn öllum tilslökunum á banni gegn framleiðslu og sölu áfengs öls, og skorar á aðildarfélög sín að taka þátt í baráttu gegn hverri tilraun, sem fram kann að koma í þá átt, að fá því banni hrundið. H. Níunda þing Lands- sambandsins gegn áfengis- bölinu samþykkir að mæla eindregið með frumvarpi til laga um breytingu á lög- nm um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra, sem fram er komið í þing- skjali nr. 17 1970, þar sem lagt er til, að hækkað verði framlag til gæzluvistar- sjóðs. Væntir þing Lands- sambandsins, að verði gæzlu vistarsjóður efldur eins og þar er lagt til, verði lagt kapp á að framkvæma í fyllra mæli en verið hefur ákvæði nefndra laga, og einkum að því er snertir á- kvæði 17. greinar laganna nm að reisa nauðsynlegar stofnanir. Þingið telur mikla nauðsyn, að meðal þeirra stofnana verði lokuð hæli fyrir áfengissjúklinga, konur og karla, auk mót- tökudeildar fyrir slíka sjúklinga, sem þurfa bráðr- ar meðferðar við. in. Níunda þing Lands- sambandsins gegn áfengis- bölinu samþykkir að skora á Alþingi að hækka framlög til áfengisvarna og bindis- samtaka. IV. Níunda Þing Lands- sambandsins gegn áfengis- bölinu samþykkir að skora á yfirstjórn fræðslumála að efla og auka bindindis- fræðslu. V. Níimda þing Lands- sambandsins gegn áfengis- bölinu samþykkir að skora á heilbrigðismálaráðherra að ráða sérfróða menn til að kanna ástand áfengis- mála hér á landi, og vísar í því sambandi til ákvæða 2. málsgreinar 17. greinar laga um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra. VI. Níunda þing Lands- sambandsins gegn áfengis- böhnu skorar á Alþingi að samþykkja þingsályktunar- tillögu á þsk. 83 um varnir gegn sígarettureykingum, svo og frumvarp til laga um breyting á lögum um verzlun ríkisins með áfengi, tóbak og lyf á þsk 109, þar sem lagt er til að bannaðar verði auglýsingar um tóbak. Þingið telur, að með því að vinna gegn tóbaksreyking- um, sé einnig stigið mikil- vægt skref í þá átt að sporna við byrjandi áfengis nautn unglinga. VH. Níunda þing Lands- sambandsins gegn áfengis- bölinu skorar á Alþingi að breyta lögum þannig, að heimilt verði að úrskurða áfengissjúklinga á hæh eða sjúkrahús, þótt eigi liggi fyrir beiðni viðkomandi sjúklings eða vandamanna hans. VIII. Níunda þing Lands- sambandsins gegn áfengis- bölinu heitir á alla lands- menn, að vera vel á verði gegn innflutningi og neyzlu fíkni- og eiturlyfja. IX. Níunda þing Lands- sambandsins gegn áfengis- bölinu felur stjórn sinni að athuga möguleika á því að bjóða fram námsstyrk til kennara til að búa sig undir bindindisfræðslu. Stjóm Landssambandsins skipa nú til tvegga ára: Páll V. Danielsson, formaður, Eiríkur stefánsson, Pétur Bjömsson, Óskar Pétursson, Jóna Erlendsdóttir, Dr. Jakob Jónasson Jóhanna Steinþórsdóttir. Aðventukvöld í Siglufjarðarkirkju Þann 6. des. s. 1. efndi Systrafél. Siglufjarðarkirkju til Aðventukvöldvöku og mun það fyrsta Aðventu- kvöld, er efnt er til í Sigiu- fjarðarkirkju. Formaður Systrafélagsins flutti ávarp og síðan hófst almennur söngur. Þrír ungir nemendur úr Gagnfræða- skóla Sigluf jarðar, þau Þórð ur Jónsson, Jónas Guðmunds son og Herdís Kjartansdótt- ir fóru með jólasögu og jóla- kvæði. Börn á aldrinum 8— 12 ára sungu undir stjórn Jóhönnu Kalbak. Lúðrasveit- in lék sálmalög. Jóhann Jó- hannsson, skólastjóri, flutti ræðu um jólaminningar og jólahald, séra Kristján Ró- bertsson söng einsöng og Geirharður Valtýsson söng- stjóri lék einleik á trompet. Kirkjukórinn söng jólalög, við undirleik Páls Helgason- ar, organleikara. Að lokum flutti formaður kveðjuorð og endaði kvöldvakan með al- mennum söng. Var þetta hin ánægjulegasta stund fyrir aha er kirkjuna sóttu. Systrafélaginu og öllum, er þarna lögðu hönd og hug að, eru hér með færðar þaítkir fyrir þessa yndis- stund. Bindindismótið 1970 Bindindismótið í Galtalækj- arskógi um verzlunarmanna- helgina fór vel fram, þótt veður skyggði nokkuð á mótsgleðina, einkum á smmu daginn, en fór síðan batn- andi. Mótsgestir voru milh 3 og 4 þúsimd og var fram- koma þeirra með ágætum. Dagskrá mótsins hófst á laugardagskvöld með setn- ingarræðu Ölafs Jónssonar umdæmisstjóra, en hann var jafnframt formaður móts- stjórnar. — Dagskráin var mjög fjölbreytt og góð og stóð mótið fram á mánudag. Bamafræðsla og skyldunám 24 skólar í Norðurlands- kjördæmi vestra. Fækkað um 9 á fimm árum. Á þessu skólaári munu vera 24 bamaskólar í Norð- urlandskjördæmi vestra. — Sumir þeirra ná yfir allt skyldunámið. Fyrir fimm ár- um voru þeir 33. Við þessa skóla starfa 55 fastráðnir kennarar og 24 stundakenn- arar og er stundakennsian aðallega í söng, handavinnu og leikfimi. 1 þessum skólum munu kennslustundir á viku vera nálægt 2000. Af þessum skólum eru 2 starfandi í kaupstöðum, Sauðárkróki og Siglufirði. 12 í hreppum Skagafjarðar. 5 í Austur- Hún. og 5 1 Vestur-Hún. — I 11 hreppsfélögum er enn kennt með undanþágu frá 15 ára fræðsluskyldunni. I 8 skólum era heimavistir og í 5 skólum er nemendum ekið í skólann. 5 farskólar eru enn í kjör- dæminu. Erfiðlega hefur gengið að sameina tvö eða fleiri hrepps félög um einn skóla, enda sums staðar ýmsum vand- kvæðum bundið. Annarsstað- ar hefur þetta breytzt veru- lega síðustu ár, t. d. í Aust-

x

Reginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.