Reginn - 18.12.1975, Síða 4
4
R E G I N N
I gær var hinn árlegi bind-
indisdagur, sem Landsam-
bandið gegn áfengisbölinu
stendur að, og í fyrrdag var
í húsi Reglunnar fundur á
vegum sambandsins. Að
Landsambandinu standa nú
ein 30 aðildarfélög, sem
senda árlega fulltrúa á sam-
eiginiegan fund, þar sem
rætt er um ástand og horfur
í áfengismálum, gerðar til-
lögur um úrbætur, samdar
áskoranir til ýmissa aðila og
bent á leiðir, sem ættu að
vera færar.
Að þessu sinni mætti á
fundinn Bjarki Elíasson,
yfirlögregluþjónn, og gaf
einkar fróðlegt yfirlit yfir
samband áfengisneyslu og
bifreiðarárekstra. Ein at-
hyglisverðasta niðurstaðan
er sú, að það fjölgar hlut-
fallslega þeim umferðarslys-
um, þar sem áfengi kemur
við sögu. Sú hækkun er frá
því að vera 4% allra bifreið-
arárekstra 1973 í 4,3% 1974
og er nú orðin 6% síðustu
10 mánuðina, eða 50% aukn
ing frá því 1973. Þetta er
uggvænleg þróun svo ekki
sé meira sagt. Væntanlega
birtist þeta yfirlit í blöðum
innan tíðar, og vil ég ein-
dregið benda fólki á að
kynna sér það.
Á fundinum kom mjög
skýrt fram sú afstaða, að
fyrirbyggjandi aðgerðir
skiptu höfuðmáli, enda þótt
hvers konar hjálp við
drykkjusjúka sé sjálfsögð
og þar megi ekkert til spara.
Það var álit ræðumanna að
hefja þyrfti sókn til að
breyta afstöðu manna til á-
fengisneyslu, og þá helst á
þann veg að fá fram ný Hfs-
viðhorf, nýtt gildismat,
breytt mat á því, hver séu
hin raunverulegu verðmæti
lífsins.
En fyrirbyggjandi aðgerð-
ir eru ekki aðeins fólgnar í
endurskoðun viðhorfa, þær
eru jafnframt stjórnunarlegs
eðlis. Ólafur Haukur Árna-
son, áfengisvarnarráðunaut-
ur, benti á í afarfróðlegu
yfirHti yfir áfengisvarnir síð
Guðsteinn Þengilsson, læknir
Áfengisvarna-
Dáttur
fluttur í ríkisútvarpið 17. núv. 1975
astliðins árs, að það væri
staðreynd byggð á öruggum
rannsóknum, að traustustu
áfengisvarnirnar eru að
draga sem mest úr heildar-
magni þess áfengis, sem
neytt er. Drykkjusýkin og á-
fengisafbrotin standa í beinu
hlutfalli við heildarneyslu-
magnið. Sem dæmi nefndi
Ólafur reynslu Kanada-
manna, þegar lágmarksaldur
þeirra, sem leyft er að
kaupa áfengi, var lækkaður
úr 20 og 21 einu ári í 18 ár.
Tíðni umferðarslysa á fólki
á aldrinum 18-21 árs jókst
eftir þetta hvorki um meira
né minna en rúm 130%.
Þetta eru geigvænlegar töl-
ur, og að sínu leyti ekki síð-
ur ógnvekjandi en skýrslurn
ar um fylgni reykinga og
lungnakrabba.
I framhaldi af umræðun-
um urðu til ýmsar tillögur
og ábendingar, og langar
mig til að minnast á nokkr-
ar þeirra. Þess er farið á
leit við viðkomandi stjórnar-
völd, að þau láti afnema
hvers konar fríðindi og tolla
ívilnanir á áfengi og tóbaki
bæði til ferðafólks og ann-
arra. Séð verði til þess, að
enginn geti haft persónuleg-
an hagnað af vínsölu (s.s.
umboðsmenn vína, veitinga-
menn og barþjónar). Áskor-
un til yfirvalda, að stöðva
vínveitingar á vegum hins
opinbera og bent á afstöðu
núverandi menntamálaráð-
herra sem glæsilegt for-
dæmi. Hækkað verði stór-
lega gjald fyrir vínveitingar-
leyfi. Stöðvuð verði öll vín-
(sala í húsakynnum skólanna
|Svo á sumri sem á vetri. Og
loks kom fram sú sjálfsagða
krafa, að gildandi áfengis-
iögum verði framfylgt und-
anbragðalaust.
Það er meginstefna Lands
sambandsins gegn áfengis-
bölinu, að vinna að því með
öllum tiltækum ráðum að
draga úr neyslu áfengra
drykkja. Því meira áfengis-
magn, sem drukkið er, þeim
'mun meira er tjónið, sem af
drykkjunni hlýst. Að þessu
stefnumáli sínu hefur Lands
sambandið unnið ásamt á-
fengisvarnaráði með ýmsum
ráðum. Það skírskotar máli
sínu beint, bæði til stjórn-
valda og almennings með
því að leggja fram allar til-
tækar tölur og niðurstöður
rannsókna um áfengisneyslu
og afleiðingar hennar. Það
hefur verið á það bent sem
hagfræðilegt eða verslunar-
fræðilegt lögmál, að því auð-
veldara sem það er að nálg-
ast vöru, því víðar sem hún
er á boðstólum, þeim mun
betur selst hún að öðru
jöfnu. Af þessu leiðir að bar-
átta áfengisvarnanna fyrir
fækkun útsölustaða áfengis,
fækkun dreifingarstaða. Því
dýrari sem einhver vara er,
þeim mun minna selst hún
að öðru jöfnu. Þessvegna er
lagt til að söluverð áfengis
sé hækkað. Því fleiri, sem
hafa þekkingu á áfengis-
neyslu og afleiðingum henn-
ar, þeim mun færri mætti
ætla að hættu sér út á hina
hálu braut vínnautnarinnar.
Þessvegna er víðtæk fræðsla
og hvers konar upplýsingar-
starfsemi nauðsynlegur og
og veiga mikill þáttur í bar-
áttunni gegn áfengisböli.
Þá má geta þess, að Lands-
sambandið berst nú fyrir því
af öllum mætti, að áfengi
verði skráð á nafn og númer
kaupanda. Það er meðal ann
ars til að torvelda leynivín-
sölu (sbr. einnig atriðið um
fjölda dreifingarstaða), og
til að draga úr því, að ung
lingar neyti áfengis. Loks
er að minna á þá leið, sem
margir vilja fara, og eru góð
templarar í broddi fylkingar,
en þar er algert innflutnings
og sölubann á áfengum
drykkjum.
Þær úrbætur, sem hér hef-
ur verið drepið á, mjmdu
vafalaust stuðla að því, að
úr vínneyslu dragi og þar
með úr slysförum þeim, sem
af henni hljótast. Það er að
vísu ekkert auðveldara en
að benda á hverja einstaka
aðgerð út af fyrir sig og
segja, að hún sé ekki nægi-
leg og þess vegna þýði ekk-
ert að reyna hana. Það er þvi
nauðsynlegt að fólk skilji,
að það er þá fyrst, þegar
margar aðgerðir eru sam-
i ræmdar og þeim beitt sam-
jtímis, sem þær koma að full-
jum notum. Þetta um árang-
mr samræmdra aðgerða gildir
, á afar mörgum sviðum, s. s.
við lækningu eða fyrirbygg-
ingu sjúkdóma, í efnahags-