Reginn - 18.12.1975, Blaðsíða 8

Reginn - 18.12.1975, Blaðsíða 8
8 R E G I N N Meiri hlufi sjóklinga á Vífilstöðum með lungnasjúkdóma af völdum reykinga - Sumir þeirra komast ekki ferða sinna án súrefnishylkis „Langflestir þeirra 60-70 lungnasjúklinga, sem liggja hér á Vífilstaðaspítala eru með lungnasjúkdóma af völd um reykinga, það er að segja langvinna berkjubólgu, lungnaþan og lungnakrabba- mein. Flestir þessir sjúkling- ar eru yfir fimmtugt, en hér er líka ungt fólk, jafnvel um tvítugt með með ýmis konar lungnasjúkdóma af völdum sígarettureykinga." — Þetta eru orð Hrafnkels Helgason- ar, yfirlæknis Vífilstaðaspít- ala og kom þetta fram í upplýsingamynd, sem Sam- starfsnefnd um reykinga- varnir hefur látið gera, en sem kunnugt er, stóð nýlega yfir á vegum nefndarinnar varnarvika gegn reykingum. Að sögn Hrafnkels eru batahorfur þessara sjúkl- inga litlar sem engar, nema þeir hætti að reykja, en jafn vel á spítalanum hefur ver- ið erfitt að fá þetta fólk tii að segja skilið við sígarett- ana. Margir hætta að vísu Já meðan þeir eru til læknis- | meðferðar, en allmargir byrja aftur, þegar þeir fara ! af spítalanum, og eru því ' lagðir inn þar aftur og aft- : ur. Yfirlæknirinn kvað óhætt J að fullyrða, að hvorki lang- jvinn berkjubólga né lungna- Iþan baitni, ef þeir, sem eru með þessa sjúkdóma, hætta j ekki að reykja og Ijóst væri, að þessir sjúkdómar yrðu því alvarlegri, sem fólk reykir meira og lengur. Þá kom það einnig fram í samtali við Hrafnkel Helga son yfirlækni, að margir 1 sjúklinganna á Vífilstöðum, sem fá að fara heim, eru á- fram við lélega heilsu, sumir ,eru orðnir algerir öryrkjar :af völdum reykinga og hóp- ur sjúklinga, sem dvelst að staðaldri á spítalanum, er svo illa farinn, að það fólk getur ekki gengið um, nema draga með sér súrefnishylki, sem það er tengt við. Minna selt af sígarettum og vindlum en i fyrra Líklegt aö á annað þúsund manns hafi hætt að reykja sígarettur á þessu ári iSamkvæmt tölum frá Á- salan minnkað um sem næst fengis- og tóbaksverzlun rík- 110 milljónir sígaretta, eða isins hefur tóbakssalan hér um það bil 500 þús. pakka. á landi minnkað að magni til I septemberlok í fyrra nam fyrstu níu mánuði þessa árs, hún 263 milljónum sígaretta. miðað við sama tímabil í en fyrstu níu mánuði þessa fyrra. árs 253 milljónum sígaretta. Til dæmis hefur sígarettu- Nemur samdrátturinn 3,7 af Ef þú reykir enn, er hér ábending til þín í fullri vinsemd: Láttu nú ekki lengur sem öllu sé óhætt. Sjáðu að þér. Hættu að menga lungun í þér og þrengja æðarnar til hjartans áður en það er orðiö of seint. SAMSTARFSNEFND w UM REYKINGAVARNIR hundraði, en til samanburð- ar má geta þess, að milli ár- anna 1973 og 1974 jókst síg- arettusalan um 15%. Erfitt er að segja til um, hve margir íslendingar hafa hætt að reykja sígarettur á árinu, einkum vegna þess, hve fólk hefur reykt mis- munandi mikið, en til þess að gefa gleggri hugmynd um það hvað söluminnkun, sem nemur um hálfri milljón pakka á mánuði þýðir í raun má geta þess, að það sam- svarar því, að rúmlega 1820 manns, sem reykt hefðu einn pakka af sígarettum á dag, hafi hætt að reykja sígar- ettur í upphafi ársins. Að ' sjálfsögðu hafa menn hætt 'á mismunandi tímum og er jþví líklegt að mun fleiri hafi jhætt sígarettureykingum og I má því reikna þetta dæmi Já marga vegu. I Vindlasala, sem jókst milli Járanna 1973 og 1974, hefur jminnkað um rúmlega 220 ! þúsund stykki fyrstu níu mánuðina, ef miðað er við | | Framh. á 7. síðu

x

Reginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.