Reginn - 18.12.1975, Qupperneq 5

Reginn - 18.12.1975, Qupperneq 5
R E G I N N 5 málum, í umferðarmálum, i hermálum á stríðstímum o. s. frv. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart, þótt lögmálið um samvirkni að- aðgerða gildi einnig um í baráttunni gegn drykkju- sýki. Það er því engin rök- semd að klifa á því, að þetta eða hitt sé gagnslaust, af því að það nægir ekki eitt út af fyrir sig. En hvers vegna er verið með allan þennan fyrirgang út af áfenginu? Hvers vegna mega þeir, sem með það kunna að fara, ekki nota það sér til skemmtunar og á- nægju? Hvers vegna mega menn ekki óáreittir notfæra sér þennan gleðigjafa? Er- um við þá ekki lengur frjáls að því, hvað við gerum? All- ar þessar tilraunir til að tak- marka eða koma alveg í veg fyrir neyzlu áfengis eru beint tilræði við persónu- frelsi einstaklingsins, sem nú virðist ógnað frá öllum hliðum. Þannig geri ég ráð fyrir að margir muni nú hugsa. (Það væri raunar fróðlegt að fara nánar út í það að ræða liugtakið ,,flesi“ en til þess vinnst því miður ekki tími. Aðeins skal á það bent., að svo mjög sem það orð er haft á oddinum í ræðu og riti, hefur enginn getað svarað því, hvað frelsi er, sé hann spurður beint og óvið- búinn, og jafnvel ekki undir- búinn heldur. Svo þokukennt er hugtakið í vitund manna). Mikill gleðigjafi getur vínið verið í góðum félagsskap, síðastur mann skal ég neita því. En nú vil ég leggja fyr- ir ykkur spurningu, sem ég er líka oft búinn að spyrja sjálfan mig: Er ekki þessi gleði okkar og ánægja eina hraðfleyga stund, of dýru verði keypt? Eigum við ráð á þeim gjaldeyri, sem við greiðum hana með? Við er- um í rauninni að taka eitt- hvað, sem við eigum ekki og verðum aldrei borgunarmenn fyrir. Auk þess að vera sjálf lögð út á hálan ís í gleði okkar, erum við að stela heilsu, hamingju og velferð einhverra annarra einstakl- inga. Við tökum kannske af þeim hús, heimili, fé og at- jvinnu. Þetta gerum við með því að taka þátt í því að halda áfenginu uppi sem fé- lagslegum gleðigjafa, með því að stuðla að því, hvert um sig, að það þyki sjálf- sagður förunautur í mann- legum samskiptum. Áfengis- neyzl&n er því langt frá að vera einkamál okkar hvers og eins, heldur atferli, sem jvarðar allt þjóðfélagið. — Nýjar rannsóknir Jóhannes- ar Bergsveinssonar og Tóm- asar Helgasonar, sem ná til fólks á Reykjavíkursvæðinu á aldrinum 21 til 49 ára, I ’ benda til, að af hverjum 100 1 sem hefja áfengisneyzlu, verði 10 drykkjusýkinni að bráð og aðrir 10 ofdrykkju- menn. Það er ekki hægt að 'segja um það fyrirfram, hver jir úr hópnum það verða, úr því verður reynsl- an að skera. Þótt drykkju- sýkin sé venjulega ekki bráðdrepandi sjúkdómur, er hún í mörgum tilfellum dauðanum verri. tÉg á við þá fjölskylduharmleiki, þeg- |ar fyrirvinnan er búin að | glata öllu, sem hún getur jtýnt, ég á við ungu konuna, j sem vegna drykkju sinnar jhefur lent á botn þjóðfélags- ins og berst með straumn- um eins og kulnaður hnött- ur, og ég á við námsmann- inn, sem þrátt fyrir mikla hæfileika verður að hverfa úr skóla og láta allan náms- frama lönd og leið vegna þess, að hann reyndist vera einn af þessum 20 úr 100 manna hópnum, sem höfðu byrjað drykkju. Og sumra bíður hel langt um aldur fram, annað hvort af slys- förum, eða að líkaminn þol- ir ekki meiri drykkju. Ef við værum mörg að búast til ferðar, sem væri svo erfið og hættuleg, að fyrri reynsla af slíkum ferða lögum væri sú, að meira en 10. hver maður kæmi annað hvort stórlemstraður til baka ,eða hann dæi á leiðinni, ;myndum við ekki vilja at- huga þetta mál talsvert bet- jur, áður en við legðum upp? Vafalaust myndum við vilja vita, hvað þessum slysför- um olli. Voru menn vanbún- ir til ferðalagsins, eða var þetta eitthvað, sem nauðsyn- lega hlaut að gerast, hversu mikil varúð sem var viðhöfð eða búnaðurinn góður ? En fyrst og fremst myndum við spyrja: Er þessi ferð svo nauðsynleg, er erindið svo brýnt, að það réttlæti það, að þessi áhætta sé tekin ? Við getum varla ímyndað okkur, að svo geti verið, nema helzt á ófriðartímum, þegar öllu mati hefur verið snúið við. En samt gerist þetta. Við sjáum hvern 100 .manna hópinn leggja upp í ,þetta áhættusama ferðalag. jOg hvað er það, sem gerir Iþessa ferð svo brýna, að það íþykir ekki umtalsvert að fórna 10. hverjum manni? jÞað er hvorki verið að berj- jast fyrir guð, trúna né föð- jurlandið, eins og gömlu her- foringjarnir sögðu. Öðru jnær. Markmiðið er gleði- jvíma eina kvöldstund, eina 1 drykklanga stund, og þar jmeð búið. Ég læt ykkur jdæma, hvort hér er sam- iræmi milli vöru og verðs. Síðasti eindagi útsvara og annarra bæjargjalda er 15. DESEMBER Nauðsynlegt er að full skil verði gerð fyrir þann tíma, svo ekki þurfi að reikna dráttarvexti á eftir- stöðvar. Vinnuveitendur eiga að hafa lokið greiðsl- um starfsmanna sinna fyrir sama tíma. Greiðið því allar eftirstöðvar strax og forðist þar með dráttarvexti. lögtakskostnað og önnur óþægindi og aukin útgjöld. Siglufirði, 8. desember 1975 BÆJARGJALDKERINN TILKYNNING Eins og að undanförnu er fólki gefinn kostur á að lýsa upp leiði í kirkjugarðinum um jólin. Þurfa öll ljósastæði að vera komin í garðinn í síðasta lagi 18. desember. Þeir, sem síðar koma með ljósastæði, eiga á hættu að fá þau ekki sett í samband. Öll ljósastæði skulu vera vel merkt eiganda. Nánari upplýsingar gefa starfsmenn Rafveitimnar. RAFVEITA SIGLUFJARÐAR SOKNARNEFND SIGLUFJARÐAR Gleðilog jól og farsælt Iromandi ár Þökk fyrir viðskiptin. Rafveita Sigluf jarðar

x

Reginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reginn
https://timarit.is/publication/1543

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.