Reginn - 20.12.1976, Page 3
R E G I N N
3
Staðreyndir varðandi lögaldur til
áfengiskaupa
1.
Nefnd, sem þingflokkam-
ir skipuðu til að gera úttekt
á stöðu áfengismála, leggur
eindregið til ,,að ungmenn-
um yngri en 20 ára“ verði
„óheimil dvöl eftir kl. 8 að
kvöldi á veitingastað þar
sem vínveitingar eru leyfð-
ar.“
4.
Lækkun lögaldurs til á-
fengiskaupa í þeim löndum,
sem hafa lækkað hann úr
21 ári í 18 ár, leiddi af sér:
a) Gífurlega aukningu
unglingadrykkju, einnig
meðal 15-17 ára ungl-
inga.
lífið komu greinilega í ljós
í þjónaverkfallinu í fyrra og
þegar dómsmálaráðherra lét
loka þeim í febrúar í ár.
7,
Auðveld framkvæmd til að
draga úr unglingadrykkju er
að fjölga eftirlitsmönnum
með vínveitingastöðum. Þeir
eru nú 2 í Reykjavík en
þyrftu að vera 15. Eftirlit
þetta er framkvæmt ríkis-
sjóði að kostnaðarlausu.
8.
Afnám þess fyrirkomulags
að laun þjóna standi í réttu
hlutfalll við áfengissölu
þeirra yrði áreiðanlega til
góðs.
(Áf engisvarnaráð)
2.
Áfengislaganefnd, sem
sænska þingið kaus og var
að störfum tæpan áratug,
lagði til að unglingum yngri
en 20 ára yrði framvegis
bannað að kaupa sterka
drykki.
3.
Allar líkur benda til að
greindir menn, sem kynna
sér málin rækilega, en draga
ekki hvatvíslegar ályktanir
af nasasjón einni, komist að
sömu niðurstöðu: Tilraunir
með lækkun áfengiskaupa-
aldurs eru óþarfar og skað-
Jegar. Það sýnir reynsla
kanadamanna og bandaríkja
manna.
b) Fjölgun umferðarslysa
þar sem unglingar
koma við sögu.
c) Fjölgun banaslysa á
unglingum (í Kanada
um 174%).
d) Aukna ofdrykkju og
drykkjusýki meðal ungl
inga.
5.
Ljóst er, að mjög erfitt
reynist að koma í veg fyrir
ólöglega drykkju unglinga.
Hún færist einungis til enn
yngri aldursflokka með
lækkuðu aldursmarki.
6.
Unglingadrykkja hérlendis
jókst fyrst að marki þegar
rekstur vínveitingahúsa var
leyfður. Áhrif þeirra á þjóð-
Verð brennivíns borið saman við
verð á ýsu og kaffi
Nóv. 1967 8. nóv. 1976
Ýsa (lkg.) 15,00 kr. 172,00 kr.
Kaffi (1. kg.) 84,00 — 1.100,00 —
Brennivín (1 fl.) 315,00 — 2.600,00 —
Ef brennivínsverð hefði hækkað jafnmikið og
verð á ýsu ætti það að vera 3.612,00 kr.
Ef brennivínsverð hefði hækkað jafnmikið og
verð á kaffi ætti það að vera 4.125,00 kr.
Ef þú reykir enn, er hér ábending til þín í
fullri vinsemd: Láttu nú ekki lengur sem öllu
sé óhætt. Sjáöu að þér. Hættu að menga
lungun í þér og þrengja æðarnar til hjartans
áður en það er orðið of seint.
SAMSTARFSNEFND
/m
w
UM REYKINGAVARNIR