Reginn - 20.12.1977, Blaðsíða 3
RE6INN
3
-
Hætta á heilaskemmdum
af völdum áfengis
Bandarískir læknar, dr. William Altermeier og dr.
John Wilson, hafa bent á, að börn geta hlotið varanlegar
heilaskemmdir af því að neyta áfengis, þótt um lítið
magn sé að ræða.
Afengi getur valdið „hypoglycemia“, þ.e. að blóðsyk-
urinn minnkar. Nægilegt magn blóðsykurs er nauðsyn-
legt fyrir starfsemi heilans og verði skortur á honum
getur heilinn orðið fyrir tjóni.
Börnum yngri en 10 ára er hættast.
Þó að ekki sé drukkið nema úr einni dós af bjór, getur
það haft áhrif á skynsvæði heilans.
Barn getur orðið fyrir heilaskemmdum, þótt það verði
ekki drukkið. Aðeins eitt tilvik þess, að magn blóðsykurs
verði of lítið, getur valdið barni varanlegu tjóni, nema
það fái læknishjálp innan tveggja stunda.
Afengi er eiturefni (drug) og meðal hinna ungu verð-
ur að fara með það sem eitur, segir dr. Altmeier.
(Listen, ágúst 1977).
^ ..........................................-
Tjón af völdum áfengis-
neyslu mesta heilbrigðis-
vandamál Dana
Danir drekka nú þrisvar sinnum meira áfengi en fyrir
20 árum. (Þeir drekka um það bil þrisvar sinnum meira
en Islendingar). Afengisneysla veldur líklega mestum
vanda í heilbrigðismálum í landi þeirra.
Erik Stromgren, prófessor og yfirlæknir við geðsj-
úkrahúsið í Arósum, heldur þessu fram í grein í ritinu
Ugeskrift for læger. — Hann bendir á, að æ fleiri Danir
deyi úr skorpulifur og hvetur til breytinga á áfengis-
málastefnu stjórnvalda. En sem kunnugt er búa Danir
við minni hömlur varðandi áfengisdreifingu en aðrar
Norðurlandaþjóðir.
A árunum 1972-1975 fjölgaði þeim, sem létust úr
skorpulifur um 40%.
Bent hefur verið á, að í Danmörku hefur áfengi ekki
hækkað í verði í hlutfalli við auknar tekjur manna og I
getur það valdið einhverju um aukna drykkju.
(NTB - Folket, 29. 1977).
Áfengisvarnarráð. I
Ósfcum öllu starfsfóM voru og viðskiptavinum
Gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs
TOGSKIP h.f.
Óskum öllu starfsfólki voru og viðskiptamönnum
gleSilegra jóla og farsæls komandi árs
með þökk fyrir viðskiptin.
RAFBÆR s. f.
Óskum öllu starfsfólki voru 'og viðskiptavinum
gleðilegra jóla og gæfuríks komandi árs
Síldarverksmiðjur ríkisins
,rrr------ -----------------------------------
QdJki/D IÆ>
Ef þú reykir enn, er hér ábending til þín í
fullri vinsemd: Láttu nú ekki lengur sem öllu
sé óhætt. Sjáðu að þér. Hættu að menga
lungun í þér og þrengja æðarnar til hjartans
áður en það er orðið of seint.
SAMSTARFSNEFND
UM REYKINGAVARNIR