Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.04.1964, Blaðsíða 1

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.04.1964, Blaðsíða 1
o?c Æe FELAGSTIÐINDI STARFSMANNAFÉLAGS RÍKISSTOFNANÁ X. ÁRGANGUR APRÍL 1964 1. TÖLUBLAÐ Óskoraður samningsréf-tur er krafa ríkisstarfsmanna Þegar hinn örlagaríki úrskurður Kjaradóms var felldur hinn 31. marz sl. sló óhug á ríkis- starfsmenn, en með þessum úrskurði voru þeim meinaðar launabætur til jafns við aðrar stéttir. í tilefni þessa boðaði stjórn B. S. R. B. til al- menns fundar í Austurbæjarbíó 6. apríl sl. Mikill einhugur og samstaða var á þessum fjölmenna fundi um að krefjast óskoraðs samningsréttar. Á fundinum fluttu ræður fjórir af stjórnar- mönnum B. S. R. B., þeir Kristján Thorlacius form., Guðjón B. Baldvinsson, Haraldur Stein- þórsson og Magnús Eggertsson. Auk þeirra fluttu ávörp formenn níu bandalagsfélaga. Formaður S. F. R., Sverrir Júlíusson, sagði m. a. í ávarpi sínu: „---------þegar ríkisstarfsmenn á árinu 1962 náðu loks því langþráða marki að njótá þeirra sjálfsögðu mannréttinda að semja sjálfir um kaup sitt og kjör, með gildistöku laga nr. 55 það ár, urðu þeir að sætta sig við ýmsar takmarkanir á þessum réttindum, sem aðrar starfsstéttir þurfa ekki að búa við. Þessar takmarkanir eru aðal- lega, eins og ykkur er fullvel kunnugt um, tvennir gerðardómar sem heita Kjaradómur og Kjaranefnd. Mikillar óánægju gætti, þegar í upphafi, í röð- um ríkisstarfsmanna vegna þessara þátta laga- setningarinnar. Grunur hinna svartsýnustu meðal ríkisstarfsmanna hefur nú reynzt á rökum reist- ur, þegar komið er í ljós, að meirihluti Kjara- dóms hefur nú fellt úrskurð með hæpinni túlkun laganna og óeiginleg sjónarmið fyrir augum — úrskurð sem tvímælalaust stríðir gegn réttlætis- vitund manna. Urskurður þessi leiðir m. a. í Ijós, að haldreipi það er brostið, sem ríkisstarfsmenn treystu á óeðlilega löngu gildistímabili samnings, miðað við aðrar stéttir. Traust manna á Kjaradómi hlýt- ur nú að hafa beðið alvarlegan hnekk, og þetta er mikið áfall fyrir þá, sem trúað hafa því, að gerðardómur geti verið gagnlegt tæki við gerð kjarasamninga. Þetta er alvarlegra fyrir þá sök, að ég lít svo á að gerðardómur geti verið réttlæt- anlegur, ef skilyrði eru að öðru leyti fyrir hendi fyrir óvilhöllu starfi hans. En eins og háttar hér á landi, að ómálefnalegur áróður og blekkingar og pressa valdaaðila geta hrakið dómendur til slíkra óyndisúrræða sem raun ber vitni, er ekki um annað en dulbúna valdbeitingu að ræða, sem lögfræði og dómsvaldi er lítill greiði gerr að láta bendla sig við. Vegna þessarar dýru reynslu, hljóta ríkisstarfs- menn því að leggja enn meiri áherzlu en fyrr á kröfu sína um óskoraðan samningsrétt án allra gerðardóma. En hvað er nú framundan? Hvaða líkindi eru fyrir því, að launastéttirnar uni þeirri verðlags- þróun sem nú ríkir? Fjölmörg verkalýðsfélög hafa lausa samninga í maí og júní næstkomandi, og hver verður hlutur okkar þá? Verður þá enn vegið í sama knérunn með líkum úrskurði? Eitt er víst, að þótt til þess komi ekki, verður sá draugur misréttis og ójafnaðar, sem við vorum að reyna að kveða niður með upphaflegri kröfu- gerð okkar við gerð kjarasamnings í fyrra magn- aður samt á ný, þegar ýmsir einstaklingar og hópar meðal opinberra starfsmanna, vegna sterkr- ar aðstöðu sinnar, fara að knýja fram bætur handa sér á bak við tjöldin. Framhald á 12. síðu. A"í!r'!; .KASAFN 25412? í S LA11 r) S

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.