Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.04.1964, Blaðsíða 10

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.04.1964, Blaðsíða 10
GREI N ARGERÐ fyrir miðlunartillögu um lög Starfsmannafélags ríkisstofnana Stjórn SFR hefur fjallað um álit nefndar þeirrar, sem setið hefur á rökstólum vegna nýrra laga fyrir félagið, en í henni áttu sæti Flosi Hrafn Sig- urðsson, Guðjón Guðmundsson og Þórh. Pálsson. Nefndin taldi svo ólíkar skoðanir á þessu máli í félaginu, að ekki mundi fært að samræma þær. Skilaði hún því tveimur frumvörpum, sem eru að ýmsu leyti ólík, en eru þó sameiginlegt verk allrar nefndarinnar. Aðalmunurinn er þessi: Tillaga I gerir ráð fyrir allsherjaratkvæða- greiðslu um stjórn og fulltrúa á þing B. S. R. B., en í tillögu II er mælt svo fyrir, að kosningar þessar fari fram á félagsfundum eins og tíðkazt hefur. í báðum tillögum er hins vegar ætlazt til, að hægt sé að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu um stærri mál.. Stjórn S. F. R. telur, að tillaga I sé studd þeim rökum, að öllum félagsmönnum skuli tryggja jafna rétt til kosninga í félaginu, einnig þeim, sem búsettir eru utan Reykjavíkur eða bundnir í vökuvinnu á fundartíma. Með tillögu II mælir hins vegar það, að æski- legt er að tryggja góða fundarsókn í félaginu og halda með því lífrænum tengslum milli þess og félagsmanna. Má minna á, að í núgildandi lögum og báðum frumvörpum laganefndar er tilgangur félagsins talinn sá meðal annars að efla sam- vinnu og samstarf ríkisstarfsmanna og stuðla að aukinni kynningu þeirra innbyrðis. Sú mótbára, að það sé skerðing á réttindum félagsmanna að gera þeim að sækja fundi til þess að neyta fyllstu félagsréttinda, stenzt ekki, það er ekki óeðlilegri krafa en sú að menn greiði félagsgjöld sín. Þessi rök fyrir báðum tillögunum fellst stjóm- in á, og telur það því brýna nauðsyn að sam- ræma tillögurnar á þann hátt að alls þess sé gætt, sem hér hefur verið talið. Stjórn félagsins hefur því samið miðlunartil- lögu, þar sem lagt er til, að kosningar og at- kvæðagreiðslur um stærri mál fari fram á fé- lagsfundum, en auk þess sé efnt til utanfundar- kosninga fyrir þá, sem eiga þess ekki kost að sækja fund. Um utanfundarkosninguna eru jafn- framt sett ákvæði til þess að tryggja, að menn noti sér hana ekki að nauðsynjalausu. Stjómin hefur sent drög að þessari miðlunar- tillögu til laganefndarinnar sem áður var getið. Laganefndin segir í svari sínu, að í tillögunni sé „leitazt við að okkar dómi að sameina kosti beggja fmmvarpa okkar og er tillaga þessi að því leyti athyglisverð. Hins vegar fylgja hennl einnig að nokkru ókostir þeirra beggja. I fyrra tilfellinu má til dæmis nefna þann kost, að allir félagsmenn geta neytt atkvæðisréttar síns án þess að fórnað sé þeirri félagslegu þýðingu, sem fjöl- mennir fundir hafa, en í hinu síðara þann ókost, að kosningarnar verða í heild allþrmglamalegar.“' í þessu felst mikilvæg viðurkenning á megin- atriðum miðlunartillögunnar og viðleitni stjóm- arinnar að sameina sjónarmiðin í félaginu. Sú gagnrýni, að kosningarnar verði á þennan hátt þungar í vöfum, er hins vegar veigalítil. Sam- kvæmt miðlunartillögunni verða kosningar á fundum stórum einfaldari og auðveldari í fram- kvæmd en verið hefur, þegar stundum hefur- þurft að þrítaka stjórnarkosningu. Ekki er stjórn og kjörstjórn heldur ætlandi að telja eftir sér þá fyrirhöfn, sem utanfundarkosning tiltölulega. fárra félagsmanna veldur. Að vísu hefðu kosn- ingar eftir tillögu II orðið einfaldari, en hún tekur ekki tillit til sérstöðu utanbæjarmanna og vökuvinnumanna og mun því einskis fylgis njóta í félaginu, enda vafamál, að nokkur verði til þess að leggja hana fyrir aðalfund. Samanburður við hana er því ekki raunhæfur. Ef borið er saman við tillögu I, er þess að gæta, að allsherjarat- kvæðagreiðsla utan fundar mundi kosta ærið amstur á tugum kosningaskrifstofa, býsna mikið slit á bílum og sendimönnum stjórnmálaflokk- anna og nokkurt fjaðrafok í blöðum þeirra,. ef dæma má af almennri reynslu annarra laun- þegafélaga. Með þessu væri ef til vill að nokkru. létt fyrirhöfn af félagsmönnum, en ekki væri það stórmannlegt, og þaðan af síður heillavænlegt að: fela utanfélagsöflum þannig forsjá bæði á mál- flutningi og mannflutningum í félagi voru. Miðlunartillögu þessa mun stjórn S. F. R. leggja. fyrir aðalfund félagsins í vor, og væntir hún þess, að sem flestir af trúnaðarmönnum á vinnu- stöðum gerist meðflutningsmenn tillögunnar. Reykavík, í apríl 1964, Stjórn Starfsmannafélags ríkisstofnana. 10

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.