Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.04.1964, Blaðsíða 12

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.04.1964, Blaðsíða 12
Óskoraður samningsréttur Framhald af 1. síðu. Ríkisvaldið sýndi á liðnu hausti virðingarverða tilraun til að ná tökum á yfirvinnuvandamálinu, en framkvæmdin hefur því miður orðið alltof fálmkennd vegna lélegrar yfirstjórnar og skipu- lagningar. Grunur minn er sá, að það mál allt sé nú að renna úr böndunum. Það er sorglegt til þess að vita, að ríkisvaldið skuli ekki gera sér betur grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart lands- mönnum í þessum efnum og taka rekstur starfs- mannamála ríkisins föstum tökum, með því að fela þau sérmenntuðum mönnum, eins og tíðkast með siðuðum þjóðum, í stað þess sem allt of lengi hefur tíðkast, að því er mér virðist, að þau séu falin yfirhlöðnum ráðuneytisstjórum sem eins konar aukastarf. S. F. R. á hér meira í húfi sem félagsmenn þess eru ósamstæðari hópur og starfa fyrir sundurleitari aðila en félagsmenn sérgreina- félaga innan bandalagsins. Formælendur ríkisvaldsins hafa látið orð liggja að því, að hefði Kjaradómur orðið við kröfum Kjararáðs, hefði það haft ófyrirsjáanlegar afleið- ingar fyrir afkomu þjóðarbúsins. Ég lít hins vegar svo á að það hefði reynzt hollara að viðurkenna skýlausan rétt ríkisstarfsmanna og leyfa þeim að njóta jafnaðar við aðra. Þá yrði þjóðarlíkamanum ekki byrlað það eitur, sem það siðspillandi launa- greiðslukerfi er, sem auðkennist af tiltölulega lágum, en opinberum, launaflokkstekjum og meira og minna duldum aukagreiðslum. Formælendur ríkisvaldsins þurfa ekki að væna samtök opinberra starfsmanna eða forystumenn þeirra um óþjóðhollustu eða efnahagsleg skemmdarverk, þegar þeir sjálfir sýna ekki af sér þann manndóm að geta hagað stjórnsýslu þannig, að málum verði skipað af meiri réttsýni og jöfnuði en raun ber vitni.-------“ I lok fundarins var samhljóða samþykkt álykt- un, þar sem segir m. a.: „-----Fundurinn telur, að ríkisstarfsmenn hafi skv. 7. gr. samningsréttarlaganna átt ótvíræðan rétt á launahækkun til samræmis við kauphækk- anir annarra stétta á liðnum vetri. Telur hann vítaverða þá röskun, sem með dóminum er gerð á launahlutfallinu milli ríkisstarfsmanna og ann- arra launþega. Um leið og fundurinn mótmælir harðlega niðurstöðu dómsins, skorar hann á opin- bera starfsmenn að styrkja samstöðu sína um rétt sinn og hagsmunasamtök". Mótmœlaályktun stjórnar BSRB gegn dómi Kjaradóms 31. marz 1964 Samþykkt einróma á fundi stjórnar BSRB 2. apríl 1964.. Um sl. áramót gerði stjórn B. S. R. B. kröfu til ríkis- stjórnarinnar um 15% launahækkun á föst laun og yfirvinnu ríkisstarfsmana. Krafan var byggð á 7. gr~ laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna, en í henni eru ákvæði um, að ef almennar og verulegar kaupbreytingar verði á samningstímabilinu, geti samn- ingsaðilar krafizt endurskoðunar kjarasamnings án upp- sagnar hans. Lögin um kjarasamninga opinberra starfs- manna voru á sínum tíma sett með samkomulagi ríkis- stjórnarinnar og B. S. R. B. Með setningu þeirra laga. fengu opinberir starfsmenn aðstöðu til að hafa hönd í bagga er ákveða skyldi laun þeirra, og jafnframt gafst kostur að leiðrétta að nokkru margra ára misrétti milli launa ríkisstarfsmanna og annarra stétta. í kröfugerð B. S. R. B. fyrir Kjaradómi sl. ár um laun ríkisstarfsmanna var ein höfuðröksemdin saman- burður við aðrar stéttir. Kjaradómur féllst þá að nokkru leyti á rök B. S. R. B., eins og dómur hans frá 3. júlí 1963 ber með sér. Með þeim dómi var sett ákveðið hlut- fall milli launa ríkisstarfsmanna og annarra stétta — um leið og reynt var í fyrsta sinn að meta menntunr ábyrgð og sérhæfingu starfsmanns til hækkandi launa. í kjarasamningalögunum er samningstímabil ákveðið 2 ár. Þó skal núgildandi kjarasamningur gilda í 2V2 ár eða til ársloka 1965. Þegar samið var um grundvöll laganna milli B.S. R. B. og ríkisstjórnarinnar gekk stjórn B. S. R. B. inn á. óvenjulega langt samningstímabil gegn því að fá inn í lögin ákvæði 7. gr., sem hafði þann eina tilgang að tryggja, að opinberir starfsmenn drægjust ekki aftur úr um laun á samningstímabilinu. Ákvæðið um afkomuhorfur þjóðarbúsins á aðeins vi5- þegar um er að ræða gerð nýs heildarkjarasamnings. Með algjörri synjun á kröfu B. S. R. B. hefur Kjara- dómur gengið í berhögg við ákvæði 7. gr. laganna, og gert að engu það öryggi, sem henni er ætlað að veita opinberum starfsmönnum. Stjórn B. S. R. B. telur, að- ríkisstarfsmenn hafi haft lögverndaðan rétt til að halda launahlutfallinu út samningstímabilið, og Kjaradóm hafi algjörlega brostið vald til að svipta þá þessum lög- verndaða rétti. Það er mikið áfall fyrir traust ríkis- starfsmanna til Kjaradóms, sem hlutlauss dómstóls, að' meirihluti hans skuli nú með bersýnilegri rangtúlkun á 7. grein samningsréttarlaganna ætla starfsmönnum rík- isins það hlutskipti, sem þeir áður höfðu, að dragast æ meir aftur úr þeim launastéttum, sem með verkfalls- réttinn að vopni geta á fárra mánaða fresti rétt að; nokkru hlut sinn gegn hraðvaxandi dýrtíð. Um leið og stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja mótmælir harðlega dómi Kjaradóms frá 31. marz. sl., skorar hún á opinbera starfsmenn að taka mál þetta til alvarlegrar íhugunar og láta þann órétt, sem þeim er gerður með úrskurði Kjaradóms, verða til þess að; styrkja samstöðu þeirra um rétt sinn og hagsmuna- samtök. 12

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.