Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.04.1964, Page 11

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 01.04.1964, Page 11
Fyrra bréf laganefndar: Reykjavík, 24. janúar 1964. ’Stjórn Starfsmannafélags ríkisstofnana, Reykjavík. Við undirritaðir, sem vorum skipaðir með bréfi .stjórnar félagsins, dags. 24. nóvember 1982, til að endurskoða lög þess, leyfum okkur hér með að senda tvær tillögur um breytingu. Jafnframt leggjum við til, að þær verði nú þegar teknar ■til athugunar og umræðu í stjórn félagsins og trúnaðarmannaráði. Tillögurnar eru að mjög verulegu leyti sam- hljóða, og er í þeim báðum að finna ýmsar minni háttar breytingar frá gildandi lögum. Hefur um þær verið höfð hliðsjón af nýjum lögum B. S. iR. B., sem og lögum ýmissa annarra félagssam- taka. Akvæði um kosningu stjórnar og fulltrúa á þing B. S. R. B. eru hins vegar frábrugðin, og gerir önnur tillagan (tillaga I) ráð fyrir alls- herjaratkvæðagreiðslu, en hin (tillaga II) mið- ast við kosningu á félagsfundi. Vegna umræðna, sem fram hafa farið, er okkur ljóst, að allmikil óánægja hefur verið um til- högun kosninga til trúnaðarstarfa í félaginu. Ekki er okkur þó síður ljóst, að fjarri fer því, að fé- lagsmenn séu á eitt sáttir um það, hvern hátt skuli upp taka í þessu efni. Mun það og svo, að hvor þeirra tveggja leiða, sem helzt koma til greina, hefur ýmsa kosti, en jafnframt nokkra galla, og sýnist sitt hverjum, hvernig vega skuli ■og meta. Að athuguðu máli höfum við því valið þann kost að leggja fram til athugunar tvö frumvörp ~til laga fyrir félagið. Hefur þetta þann mikils- verða kost, að okkar áliti, að ekki ætti að þurfa að gera róttækar, en lítt undirbúnar, breytingar á félagsfundi, hvort sjónarmiðið sem verður ofan á í þessu efni. Með virðingu og félagskveðju, (sign) Þórhallur Pálsson. (sign) Flosi Hrafn Sigurðsson. (sign) Guðjón Guðmundsson. 'Síðara bréf laganefndar: Stjórn Starfsmannafélags ríkisstofnana, Reykjavík. Þann 8. þ. m. óskuðuð þér eftir því, að við undirritaðir tækjum til nýrrar athugunar frum- vörp þau tvö að nýjum lögum fyrir Starfsmanna- félag ríkisstofnana, er við sendum yður í janúar- mánuði s. 1., svo og drög að þriðja frumvarpinu, sem þér hafið látið semja, með hliðsjón af báðum tillögum okkar. Það var skoðun okkar í janúar sl., að laganefnd S. F. R. hefði lokið störfum, en eftir atvikum hefur okkur þó þótt rétt að verða við tilmælum yðar og ræða mál þetta að nýju. Sökum anna okkar og mjög stutts frests til að skila áliti, getur þó ekki verið um nýja ýtarlega athugun að ræða. Eins og fram kemur í bréfi okkar til yðar dags. 24. jan. sl., voru umrædd frumvörp okkar að mestu samhljóða nema að því er varðaði fram- kvæmd kosninga í félaginu. I þessu nýja frum- varpi er valin millileið í þessu efni. Þar er gert ráð fyrir sem meginreglu, að félagsmenn í Reykjavík og nágrenni kjósi á félagsfundi, en þeir, sem búa utan þessa svæðis, kjósi áður eftir sömu reglum og við lögðum til í tillögu I. Sömu reglur gildi um vaktavinnumenn, sem hafa vinnu- skyldu á fundartíma. Er þannig leitast við, að okkar dómi, að sameina kosti beggja frumvarpa okkar og er tillaga þessi að því leyti athyglisverð. Hins vegar fylgja henni einnig að nokkru ókostir þeirra beggja. I fyrra tilfellinu má t. d. nefna þann ókost, að allir félagsmenn geta neytt at- kvæðisréttar síns án þess að fórnað sé þeirri fé- lagslegu þýðingu, sem fjölmennir fundir hafa, en í hinu síðara þann ókost, að kosningarnar verða í heild allþunglamalegar. Að athuguðu máli, virðist okkur, að hver þess- ara þriggja leiða um sig geti komið til greina við framkvæmd kosninga í félaginu, og teljum við eðlilegt að þær allar verði lagðar fyrir trúnaðar- ráð félagsins til umræðu og athugunar. Að lokum viljum við taka fram, að ofangreind tillaga félagsstjómar lá ekki fyrir í endanlegri mynd og höfum við því ekki tekið afstöðu til orðalags einstakra greina eða smábreytinga, er í henni kunna að felast frá tillögum okkar. Gildir þetta álit því eingöngu um ætlaða leið við fram- kvæmd kosninganna. Með virðingu og félagskveðju, (sign) Þórhallur Pálsson. (sign) Flosi Hrafn Sigurðsson. (sign) Guðjón Guðmundsson. n

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.