Víðförull - 06.03.1937, Blaðsíða 5

Víðförull - 06.03.1937, Blaðsíða 5
FERÐASAGA. Frh. Var þá skipið lagt af stað,eftir St.Lawerence fljdtinu,áleiðis til hafs. Mjög var gaman að sigla eftir fljötinu, og sáust horgir og þorp á hökkunum. Þar voru líka störir og skraut- legir kastalar frá landnámsöld Canada. Við Quebec staðnæmdist skipið stundarkorn. Er J)að hæði fögur og merk hafnarborg. Hjá borginni er brú yfir St.Lawerence fljótið og var hún lögð svo hátt yfir fljótið, að skipið sem við ferðuðumst með gat siglt undir hana,enda er þetta eitt hið mesta mannvirki veraldinnar. Frá Quebec var lagt út £ fló- ann og var nú ekki staðnæmst fyr en yfir Atlantshafið var komið. Eitt sinn heyrði ég hávaða uppi á þilfari,og þegar eg kom J)angað,sá ég hval hverfa £ sjóinn. Fannst mér gaman að siá þetta merkilega dýr, en mig hefði langað til að sjá fleiri slika. Við skemmtum okkur með ýmsun leikjum á þilfarinu á daginn,en dönsuðum og horfðum á kvikmynd á kvoldin. Vorum við viku yfir hafið,og komum til Glasgow um kvöld. Fórura við þaðan um hádegi daginn eftir,svo að mikill t£mi gafst mér elcki til þess að skoða borgina. En ég reyndi að notfæra mér þessa stu4"1"''1 stund,eins vel og mér var unnt. Fannst mér borgin bæði óhrein og öskemmtileg. Frá Glasgow fórum vlð £ járnbrautarlest til Edinburgh, en fórtim um borð £ Brúarfoss £ Leith. Var ég mjög forviða,þegar ég sá þetta skip,sem ég átti að ferðast með til Islands. Mér fannst það svo lítið £ samanburði við "The Dutchess of Atholl". Reyndist ég l£ka mjög sjóveik,og reisti ekki höfuðið frá koddanum,fyr en við komum til Vestmannaeyja. Brá mér heldur en ekki £ brún,þegar ég sá þessi miklu og háu fjöll,]?vf að öau hafði ég aldrei áður^séð. Komum vlð til Reykjavikur,eftir fjögra daga ferð? með Brúarfossi,og fórum undir eins £ land. Matthildur Kvaran. ENGINN VANDI. Ritstjórar þessa blaðs sátu eitt sinn á fundi.Vant- aði þá efni £ ofurlftinn hluta blaðsins,eða sem svaraði þessum linum, Er j)eir höfðu setið langa stund og beitt öllu sinu hugviti árangurlaust, er sagt við ])á:"Hvað ætli að yrði úr ykkur, drengir, ef þið væruð blaðamenn og þyrftuð daglega að skrifa heila sfðu i stórt blað"? "0, það væri ekki mikill vandi" ,sagði einn af ritsjórunum , "þvi ~þá mættum við ljúga eins' og við gætum".

x

Víðförull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförull
https://timarit.is/publication/1549

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.