Skákblaðið - 01.02.1936, Page 7

Skákblaðið - 01.02.1936, Page 7
SKÁKBLAÐIÐ SKÁKBLAÐIÐ kemur út 6 sinnum á ári, — 16 síður í livert sinn.,— Verð árgangsins er kr. 4/25, — er greiðist gegn pðstkröfu. — Ritstjórn anna.st: Guðm. Guðlaugsson, Haukur Snorrason og Björn Halldórsson 31. árg. Akureyri, jan —febr. 1936 I. tölubl. irrs er: Skákblaðið, Box 54, Akureyri. Sveinn Þorvaldsson, skákmeistari Norðurlands. Sveinn Þorvaídsson frá Sauðár- króki var einn þeirra, sem ofviðrið 14. des, s. 1. svifti lífi. — Skáklíf Norðurlands er miklum mun snauð- ara eftir fráfali hans en áður. — Sveinn var óefað einn sterkasti skák- maður Norðlendinga. Það sýndu úrslit skákþings Norðlendingafjórð ungs, sem haldið var hér á Akur- eyri í fyrra vetur. — Þótt Sveinn væri aðeins hálf þrítugur þegar hann lézt, hafði hann þó um 8 ára bil komið við skáksögu íslendinga sem einn hinna fremstu skákmanna landsins. — Hið fyrsta afrek hans var það, er hann á skákþingi íslendinga á Akureyri 1927, þá á 17. ári, tefldi í 1. og meistarafiokki, vann 5l/s vinning af 10 mögulegum. Meðal keppendanna voru tveir íslandsmeistarar, Eggert Gilfer og Stefán heitinn Ólafsson. Gerði Sveinn jafntefli við Eggert og vann Stefán, — Þrátt fyrir örðuga aðstöðu og litla fræðslu hafði Sveini þannig tekist á barnsaldri að þroska skákstyrk sinn svo vel. Bendir þetta ótvírætt á sjaldgæfa hæfileika. — Það eru margskonar kostir, er skákmaður þarf að hafa til þess að skara fram úr, og Sveinn hafði ekki farið þeirra varhluta, Hann var gáfaður og hugkvæminn, þrautseigur og kjarkmikill, fastur fyrir og lundgöður. Auk þess hafði

x

Skákblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skákblaðið
https://timarit.is/publication/1555

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.